Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 5
Aftakaveöur a norðanverðum Vestfjörðum í sfðustu viku Fyrsta haust- lægðin ger mikinn usla Fjöldi aðkomuskipa auk skipa heimamanna ieituðu vars í ísafjarðarhöfn í óveðrinu sem gekk yfir Vestfirði í síðustu viku. AFTAKAVEÐUR var á norðanverðum Vestfjörðum stærstan hluta af síðustu viku, eða frá mánudegi til fimmtu- dags. Mjög slæmt veður var á Isafirði aðfaranótt miðviku- dags, en um morguninn lægði nokkuð. Upp úr hádegi fór veður að versna á nýjan leik og ákvað almannavarnanefnd Isa- fjarðar í kjölfarið að beina því til íbúa svæðisins að vera ekki á ferðinni eftir hádegi, nema brýna nauðsyn bæri til og voru foreldrar hvattir til að sækja böm sín í skóla. Sömu sögu var að segja af öðrum þétt- býlisstöðum á Vestfjörðum, öllu skólahaldi var aflýst. A þriðjudag ákvað almanna- vamanefnd Isafjarðar að rýma öll hús við Smárateig og Fitja- teig í Hnífsdal auk þess sem íbúum að Seljalandi og Græna- garði var gert að fara úr húsum sínum. Þá var íbúum gert að rýma Brúarnesti, Steiniðjuna við Græangarð og Netagerð Vestfjarða. A þriðja tímanum á miðvikudag féll stórt snjó- flóð á sorpbrennslustöðina Funaogolli þargífurlegu tjóni. I kjölfar snjóflóðsins óskaði almannavarnanefnd staðarins eftir því að Hnífsdalsvegur 35 og bæirnir Kirkjubær og Höfði í Skutulsfirði yrðu rýmdir ásamt flugvellinum á Isafirði. Þá var umferð um Hnífsdals- veg takmörkuð og síðar lokað alveg, og Kirkjubólshlíð var lokað. Hættuástandi á þessum stöðum var síðan aflýst á föstu- dag. Gífurlegt eignatjón varð í ó- veðrinu sem og samfara snjó- flóðum sem féllu á meðan það stóð yfir. Húsnæði Stein- iðjunnar á Isafirði skemmdist töluvert er snjóflóð féll á húsið aðfaranótt mánudags, en þessa sömu nótt féllu tvö önnur snjó- flóð úr Eyrarhlíð í Skutulsfirði. Tugmilljóna króna tjón varð er stórt snjóflóð féll á sorp- brennslustöðina Funa á þriðja tímanum á miðvikudag og sömu sögu er að segja af skemmdum á raflínum hjá Orkubúi Vestfjarða, en hér nrun vera um mesta tjón að ræða í sögu fyrirtækisins, þótt enn hafi ekki tekist að meta það til fullnustu. Þá er ótalið allt eignatjón sem varð er snjó- flóðið féll á Flateyri en það er talið nema hundruðum milljóna króna. Auk þessa urðu víða minniháttar skemmdir af völd- um slæms veðurs og snjóflóða og flóðalda. Öll íbúðarhús í „gömlu” Súðavík rýmd Almannavarnanefnd Súða- víkur ákvað á fundi sínum á miðvikudagaðrýmaöll fbúðar- hús í „görnlu” Súðavík og var íbúunum komið fyrir í sumar- húsum við grunnskólann sem og í skólanum sjálfum. „Fólk- inu verður komið fyrir í sumar- húsunum sem og í skólanum. Við höfum ekki séð upp í hlíðina í dag, en veðurspá virðist ætla að ganga eftir og því viljum við hafa öryggið í fyrirúmi. Það er alveg ljóst að menn meta hér hættuástand, sýslumaður hefur hringt og fyrirskipað þessa aðgerð,” sagði Agúst Kr. Björnsson. sveitarstjóri í Súðavík í sam- tali við blaðið á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað til þess að neitt tjón hafi hlotist í Súðavík af völdum veðurhamsins, en mikill ótti greip um sig á meðal fbúa Súðavíkur þegar veðrið skall á, sem og þegar fréttir bárust af snjóflóðinu mikla á Flateyri. Sjö íbúðarhús rýmd á Flateyri Aftakaveður var komið á Flateyri síðdegis á miðviku- dag og var almannavamanefnd staðarins í viðbragðsstöðu. Magnea Guðmundsdóttir, odd- viti Flateyrarhrepps, sagði í samtali við blaðið á miðviku- dag, að ákveðið hefði verið að viðhalda því hættuástandi sem tilkynnt hafði verið urn, og var íbúum sex húsa við Olafstún og eins við Goðatún, gert að yfirgefa hús sín. Nefndin óskaði einnig eftir því á miðvikudag að íbúar stað- arins væru ekki á ferli að ó- þörfu og voru þeir beðnir um að gæta að lauslegum hlutum auk þess sem eigendur báta voru beðnir um að fylgjast vel með eignum sínum. Stórt snjó- flóð féll síðan á Flateyri að- faranótt fimmtudags með þeim hörmulegu afleiðingum að 20 manns létust. Nánar er sagt frá því annars staðar í blaðinu. Þak fauk af fjárhúsum Er blaðið hafði samband við Halldór Benediktsson, skrif- stofustjóra Bolungarvíkur- kaupstaðar á miðvikudag í síðustu viku. sagði Irann að hvasst hefði verið í Bolungar- vík, en ekki hefði þótt ástæða til að kalla almannavarnanefnd staðarins saman, þar sem lítið hefði safnast af snjó í hlíðinni fyrir ofan kaupstaðinn. Ekki er vitað um neitt tjón í Bolungar- vík ef frá er talið tjón sem varð á þaki fjárhúss að bænum Hanhóli við Bolungarvík og á bílum sem fuku á stæðinu. A Hanhóli fengust þærfréttir að töluvert tjón hefði hlotist í óveðrinu, rneðal annars á þaki fjárhússins.en þarfuku nokkrar jámplötur. Þá skemmdust tvær jeppabifreiðar er þær fuku til á hlaðinu en önnur þeirra lenti á ljósastaur. Þá skemmdist drátt- arvél bóndans er hún fauk á hliðina í rokinu. „Veðrið hér hefur verið miklu verra en úti í Bolungarvík, enda stendur bærinn illa við norðaustan áttinni,” sagði Guðrún Stella Gissurardóttir, húsfreyja í sam- tali við blaðið á miðvikudag. Jóhann Hannibalsson, bóndi að Hanhóli sagði á sama tíma að veðrið hefði lagast með morgn- inurn og hefði hann þá fengið aðstoð hjá björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík. Hálftíma ferð tók 12 tíma Jónas Olafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, sagði í samtali við- blaðið á miðvikudag, að veðrið þar hefði verið mun betra en á norðurfjörðunum. „Það hafa engar skemmdir orðið á mann- virkjum hjá okkur. Þessi átt er okkur frekar hagstæð, þrátt fyrir að það hafi verið nokkuð strekkt síðastliðna nótt. Það eina sem hrjáir okkur er raf- magnsleysið. Það er farið að kólna í mörgum húsum enda verið rafmagnslaust síðan í gærkvöldi." Báðar díselraf- stöðvar Þingeyrar voru bilaðar frá því á þriðjudag og vonaðist Jónas til að önnur þeirra kæmist í gagnið fyrir nóttina og svo varð raunin á. „Það fór bíll af stað til Isafjarðar aðfaranótt inið- vikudags og við erum að vona að hann verði kom- inn til baka um kvöldmatarleytið, takist það hefur hann verið tólf tíma á leiðinni,” sagði Jónas, en um hálfa klukku- stund tekur að aka þessa leið við venjulegar að- stæður. Engin snjóflóðahætta var á Þingeyri, en hins vegar var snjóflóðahætta í norðanverðum Dýrafirði á mið- vikudag og voru því þrír bæir, Fremri-Hjarðar- dalur, Fremstuhús og Gil, rýmdir. Núpsskóli var einnig rýmdur vegna snjóflóðahættu. Raflínur slitnuðu á Tálknafirði Raflínur slitnuðu á Tálkna- firði aðfaranótt miðvikudags af völdum mikillar ísingar og var rafmagnslaust á staðnum fram undir kvöld á miðviku- dag. BjörgunarsveitiráTálkna- firði og Patreksfirði voru kallaðar út til aðstoðar starfs- mönnum Orkubús Vestfjarða, við að ná ísingu af línunum, en litlu mátti muna að staurar legðust niður undan þunganum. Auk þessa voru miklar af- magnstruflanir í Reykhólasveit þar sem fimm stæður af raf- magnsstaurum voru bilaðar um tíma, en suntir stauranna voru brotnir, þverslár brotnaðar og rafmagnslínur slitnar. Sjomaður féll milli skipa Rétt fyrir klukkan þrjú að- faranótt miðvikudags í síðustu viku, fékk lögreglan á ísafirði tilkynningu um að sjómaður af aðkomuskipi. sem statt var í Isafjarðarhöfn vegna veðurs, hefði fallið á milli skipa. Skipverji á öðru skipi mun hafa heyrt til mannsins og tókst honum að koma manninum til hjálpar. Skipverjinn sem féll í sjóinn, var orðinn mjög kaldur þegar honum var bjargað, og var hann fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Isafirði til að- hlynningar. A þriðja tug skipa leituðu vars í Isafjarðarhöfn á meðan á óveðrinu stóð og var því þröng á þingi við höfnina þegar best lét. Ferðir Baldurs töfðust Ferðir Breiðafjarðarferjunn- ar Baldurs lágu niðri frá sunnu- degi til miðvikudag í síðustu viku vegna veðurofsans og vegna þess að ferjan gat ekki lagst að bryggju á Brjánslæk. Ur rættist á miðvikudag, þar sem vindur var orðinn meira að norðan en það er hægstæðari átt fyrir skipið til að leggjast að við bryggjuna á Brjánslæk. Með skipinu fóru tveir flutn- ingabílar, mjólkurbíll, þrír jeppar og einn fólksbíll en tölu- vert af fólki hafði gefist upp á að bíða eftir að gæfi til að sigla yfir tjörðinn. VTfi ULl Q rl 1 o r/ Tli Tj Ui (A i H 1N J m\ [11 II ✓ Kvenna- körfuboiti Um næstu helgi munu fara fram nokkrir leikir í íslandsmóti kvenna í körfuboita, í íþróttahúsinu við Torf- nes á ísafirói. Þá munu lið KFÍ, Snæfells frá Stykkishólmi, Skalla- gríms úr Borgarnesi og Víðis í Garði leika, en þau eru saman í riðli. Fyrsti leikurinn hefst kl. 13 á laugardag í íþróttahúsinu, eins og áður sagði. 5-6 tíma vistun á Hifðar- skjóii Skólanefnd ísafjaró- arkaupstaðar hefur samþykkt tillögur leik- skólastjóra á Hlíðar- skjóli um 5-6 tíma vistun barna á leikskól- anum, en það er ný- mæli á leikskólum bæjarins. í framhaldinu mun veróa gerð könn- un á áhuga foreldra á lengri vistunartíma barna sinna á leik- skólanum. Útiieikur hjá KFÍ Fyrirhuguóum leik KFI og Selfoss í körfu- bolta, sem vera átti á Selfossi um síðustu helgi var frestað vegna hinna hörmulegu snjó- flóða á Flateyri. Fyrir- sjáanlegt er að leikur- inn fari fram eftir ára- mót, en nákvæm dagsetning liggurekki fyrir. Næsti leikur KFÍ er útileikur næstkom- andi föstudag, kl. 20 þegar liðið mætir Reyni, Sandgerði. Skóia- nefnd viii /eiktæki Skólanefnd ísafjarðar hefur mælst til þess við tæknideild bæjar- ins að sett verði upp leiktæki á skólalóðinni, mörk, körfuboltakörfur og klifurkastalinn. Flest leiktæki voru fjarlægð af lóðinni fyrr á árinu, þegar framkvæmdir við frágang lóðarinnar hófust, en hafa ekki verið sett upp aftur. Leik BÍ og Vais frestað BÍ88 mætir Fylki á útivelli næstkomandi föstudag, kl. 20. Dag- inn eftir á liðið síðan útileik gegn HK, og fer leikurinn fram kl. 14. Leik Vals og Bolta- félagsins, í Bikar- keppninni, sem vera átti um síðustu helgi var frestaó, eins og öðrum íþróttavið- burðum. LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚ RU HAMFARA Á FLATEYRI Leggðu þitt af mörkum inn á bankareikning nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Hægt er að leggja inn á reikninginn í öllum bönkum. sparisjúðum og pósthúsum á landinu. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.