Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 13
 Laufey Jónsdóttir er fram- kvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og hefur gegnt því starfi frá árinu 1991. Hún er þroskaþjálfí að mennt, og hefur starfað að málefnum fatlaðra í nærfellt tuttugu ár. BB spjallaði við hana um hana sjálfa, starfíð fyrr og nú, og þær breyt- ingar sem í vændum eru, þegar málefni fatlaðra fær- ast til sveitarfélaganna. Laufey er fyrst innt eftir því, hvaðan hún sé og hvert leið- in hafí legið eftir skóla- skylduna. „Ég er fædd og uppalin í Grundarfirði og og er næstelst átta systkina. Fimmtán ára fór ég að heiman í heimavist í Reykholti í Borgarfirði. Það var bara lenska á þeim tíma, þeir sem vildu mennta sig, fóru úr plássinu, því þar voru engin menntunarúrræði. Að vísu var hægt að fara til Stykkishólms, en það var nieira „töff' að fara í Reykholt. I Reykholti þurfti ég að hluta til að standa á eigin fótum, en að hluta til var ég í vemduðu samfélagi. Það fylgdi því á- kveðin spenna að fara að heiman og breyta til, þetta var góð reynsla og ég mæli ein- dregið með heimavistarskól- um. Þeir eru ákveðið stökk- bretti út í lífið og mér fannst þetta vera góður tími. Ég kynntist mörgum krökkum, alls staðar að af landinu og held sambandi við einhverja þeirra enn þann dag í dag. Auðvitað var tíminn misjafn, stundum erfiður og ég fékk heimþrá, en á móti kom allt þetta skemmti- lega, félagslífið og íþróttirnar. Hjá mér varð námið aukaatriði á þessum árum, ég hafði oftast verið efst í mínum bekk í Grundarfirði, en þama skipti félagsskapurinn meira máli. Ég var í Reykholti í tvö ár og fór þaðan til Reykjavíkur. Ég var í Lindargötuskólanum í eitt ár, en ég er svo mikil lands- byggðarmanneskja í mér, að mér líkaði ekki að búa í Reykja- vík og mér leiddist námið. Ég ákvað því að prófa að vinna í fiski, fara á vertíð og sneri aftur á heintaslóðimar. Það er reynsla sem mér finnst ég búa ennþá að, og er fegin að hafa gert, frekar en að klára stúd- entsprófið. Ég vann við upp- skipun og útskipun, vann í salt- fiski, skreið og handflakaði. var á vélum og ég er fegin að hafa fengið að prófa allan þennan feril. Síðar tók ég ákvörðun um að fara í nám, og ég tók líka ákvörðun um að eiga ekki heima í Grundarfirði. Ég vildi ekki festast í því að vera bara Grundfirðingur og öðlast ekki aðra lífssýn. Flestar mínar skólasystur voru farnar að búa og eignast börn, en ég vildi gera eitthvað annað en það. Það tímabil sein ég bjó þar, var gott, en ég vildi takast á við eitthvað annað.” Hvað varð til þess að þú ákvaðst að lœra þroskaþjálf- un? „Það var að ýmsu leyti skemmtileg tilviljun sem olli því að ég fór að kynna mér málefni fatlaðra. Þegar ég var í Lindargötuskólanum, fór ég á uppeldis- og hjúkrunarbraut eins og flestar konur gerðu á þeim tíma. Við áttum að vera í starfskynningu í viku og völd- um okkur sjúkrahús. Tveimur vikum áður en kom að starfs- kynningunni, var okkur sagt að við yrðum að vera í sloppum og pilsi á sjúkrahúsinu, og ég geng ekki í pilsi. Ég sagði nei, ég færi ekki inn á sjúkrahús öðruvísi en í buxum og gaf mig ekkert nteð það. Kennarinn varð því að finna annan stað fyrir mig í starfskynningunni, og ég fór í Höfðaskóla, sem þá var þjálfunarskóli fyrir þroska- hefta. Þar vaknaði áhugi minn á málefnum fatlaðra.” Fannst óeðlilegt að þroskaheftír væru út af fyrir sig Hvernig fannst þér að koma inn á meðal fatlaðra? „Ég man eftir því hvað mér fannst óeðlilegt að allir þroska- heftir væru út af fyrir sig, en þetta var árið 1975 og þá var enginn ófatlaður nemandi í skólanum. Ég sá strax að hver og einn hafði sínar sérþarfir, þessi vika var lærdómsrík og ég ntan mjög vel eftir henni. Þarna ákvað ég hvað ég ætlaði að gera í lífinu, en fór samt vestur í Grundarfjörð eins og áður sagði og var þar næstu tvö árin. Þá sótti ég um vinnu á Lyng- ási í Reykjavík, sem er dag- heimili fyrir þroskaheft börn og unglinga, og á þeim tíma voru fullorðnir einstaklingar þar líka. Ég hafði sótt um að komast í Þroskaþjálfaskólann, en fengið neitun af því mig vantaði starfsreynslu. Ég ákvað því að verða mér úti um reynsluna, fékk vinnu á Lyng- ási og það varð í rauninni minn besti skóli. Hrefna Haralds- dóttir var forstöðukona þar, og hún er oft kölluð guðmóðir þroskaþjálfa, því að mjög margir þeirra sem hafa unnið á Lyngási, hafa endað í Þroska- þjálfaskólanum. Þeir hafa fengið mikinn áhuga á starfinu í gegnum Hrefnu og hennar viðmót, hún var svo hvetjandi og góð í samskiptum. Þegar ég hafði öðlast tilskilda starfs- reynslu, komst ég inn í skólann og var þar næstu þrjú árin. En ég hélt alltaf tryggð við Lyng- ás og vann þar í öllum sumar- fríum.” Hvernig líkaði þér við Þroskaþjálfaskólann? „Minn bekkur stóð í mikilli baráttu í skólanum allan náms- tímann, en við vorum mjög ósátt við hluta námsefnisins. Við vorum til dæmis látin læra hvernig við ættum að búa barn út í barnavagn og hvemig við ættum að gefa börnum brjóst. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 13

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.