Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 20
VID HÆKKUM iKKI! DÆMI ÚR VERÐSKRÁM VECNA INTERNETÞJÓNUSTU MÁNAÐARCJALD VECNA NETFAN6S ÍSMENNT SNERPA fyrir 1.868,- 1.800,- Internetþjonusta eftir 2.055,- 1.800,- fýrj|- Vestfirðinga Tdlvl/þjdnustan___________ KYNNIÐ YKKUR CJALDtKRÁNA C7 K / ITJ /~1 /\SF - ÞIÐ FINNIÐ HANA Á VEFNUM * 1 f . f "V f SINDRAŒÖTU 3 - 400 ísArUDRÐUR SÍMI 45G-54VO - FAX 45G-54V 7 - MÓTÖLO 456-544 1 Netfancs snerpa@sne:rpa.is - Vsppuúnn http://www.snerpa.is/ III OHAÐ FRETTABLAD I 11 1 Á VESTFJÖRÐUM * / * / STOFNAD 14. NÓVEMBER1984 Láttu gæðin og @ pyft 4 £" yfófl ^ J verðið skipta máli! Hafnarstrjeti 9 - fOO Ísafjökdur "-Sími/Fax F56 5JSS Tveir menn björguðust naumlega er stórt snjófíóð féll á Funa Uónið talið að 100 milO onum krona - bæjarstjórn ísafjarðar hoðaði til auka- fundar vegna málefna stöðvarinnar. Ákveð- ið að fara sér hægt við uppbyggingarstarf- ið. Margir bæjarstjórnarmanna á því að reisa stöðina á nýjum stað. Farið verður fram á leyfi til að ræsa sorpbrennslustöðina að Skarfaskeri að nýju Gífuriegt tjórt varð á sorpbrennsiustöðinni Funa er stórt snjófióð skaii á henni á miðvikudag í s/ðustu viku. Eins og sjá má er hiið hússins sem snýr að hiíðinni mjög iiia farin. STÓRT snjóflóð, 60-70 metra breitt og allt að 10 metrar á þykkt, féll á sorpbrennslu- stöðina Funa í Skutulsfirði rétt fyrir kl. 14 á miðvikudag í síðustu viku og olli þar gífur- legu tjóni. Tveir starfsmenn stöðvarinnar voru við vinnu í byggingunni er snjóflóðið skall á húsinu og sluppu þeir án meiðsla. A aukafundi bæjar- stjórnar Isafjarðar sem boðað var til síðdegis á föstudag vegna þessa máls, upplýsti stöðvarstjóri Funa, Þorlákur Kjartansson. að tjónið væri gífurlegt, tugir milljóna króna, jafnvel hátt í eitt hundrað milljónir. Sagði Þorlákur að margir mánuðir myndu líða þar til hægt yrði að hefja brennslu að nýju í stöðinni. Allt stjórn- og rafkerfi stöðv- arinnar er talið ónýtt auk þess sem byggingin sjálf er mikið skemmd. Talið er að brennslu- ofninn sjálfur sé í lagi, enda um 120 tonn að þyngd, en ekki er enn vitað hvort fullkominn reykhreinsibúnaður stöðv- arinnar sé skemmdur, en hann einn kostaði um 32 milljónir króna. Fram kom á aukafundi bæjarstjórnar, að stöðin væri brunatryggð og höfðu við- staddir því ekki áhyggjur af trygginarmálum stöðvarinnar. Húsið sjálft er metið á 90 milljónir króna og vélbúnað- urinn á 160 milljónir. Eigin áhætta Isafjarðarkaupstaðar er 10%. A fundi bæjarstjórnar fsa- fjarðar, sagði Þorsteinn Jóh- annesson, formaður bæjarráðs, það vera persónulega skoðun sína að ekki kæmi til greina að hefja vinnu við stöðina fyrr en öryggismál væru kornin í sem best horf og voru bæjarstjórnar- menn sammála orðum for- mannsins auk þess sem nokkrir fundarmanna voru á því að byggja ætti stöðina upp á öðrum stað. Magnús Reynir Guðmundsson, varabæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, sagði að tjónið á Funa væri hjóm eitt samanborið við skelfinguna á Flateyri, og hvatti hann félaga sína til að fara hægt í öllum ákvarða- tökunum sem varðar upp- byggingu nýrrar sorpbrennslu- stöðvar. A fundinum var samþykkt samhljóða tillaga forseta bæjar- stjórnar: „Bæjarstjórn ísa- fjarðar samþykkir að fara þess á leit við umhverfisráðuneytið og Hollustuvemd ríkisins, að þau veiti ísafjarðarkaupstað bráðabirgðaleyfi fyrir rekstri sorpbrennslustöðvarinnar á Skarfaskeri við Hnífsdal í stað sorpbrennslunnar Funa.” Bæj- arstjóm samþykkti ennfremur að fela tæknideild að láta fara fram nauðsynlegar endurbætur á stöðinni, til að rekstur gæti hafist sem fyrst, fáist til þess leyfi. Guðrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi bað fundarmenn að skoða vel alla möguleika varðandi uppbyggingu nýrrar stöðvar og benti á að fjölmargar nýjar leiðir hefðu komið fram varðandi eyðingu sorps frá því Funi var tekin í gagnið. Sjá einnig viðtal við Bjarka Rúnar Skarphéðinsson, annan tveggja starfsmanna Funa sem voru við störf í stöðinni er snjó- flóðið skall á henni, á bls. 4. Þoriákur Kjartansson iítur hér yfir stjórnbúnað Funa sem gjöreyðiiagðist í snjófióðinu. Bjarki Rúnar Skarphéóinsson, annartveggja starfs- manna stöðvarinnar, sem voru við störf þegar fióðið skall á húsinu erhér til vinstri ásamt stöðvar- stjóranum, Þoriáki Kjartanssyni, fyrir framan and- dyri hússins. AUGLÝSINGAR • ÁSKRIFT • RITSTJÓRN • ‘ST 456 4560 • FAX ‘ZT Á56 4564

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.