Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 16
Snjóflóðið á Flateyrí ÞAÐ HEFUR mikið mætt á stjórnendum Flateyrarhreppsfrá því snjóflóðið mikla skall á byggðinni, aðfaranótt fimmtudagsins 26. októbersl., með þeim afleiðingum að 20 manns fórust og tugir húsa skemmdust eða gjöreyðilögðust. Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri þeirra Flateyringa var í sumarleyfi á Flórída í Bandaríkjunum, ásamt eiginkonu sinni, tveimur sonum, tengdadóttur og barnabarni, þegar hörmungarnar dundu yfir, og kom það því í hlut oddvita hreppsins, Magneu Guðmundsdóttur, að stjórna björgunaraðgerðum fyrstu dagana eftir slysið. Hafa fjölmargir lýst aðdáun sinni á dugnaði hennar og rósemi við það erfiða verk. Þegar Kristján frétti að byggðin hans hefði verið tekin heljartökum snjóhramms, gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að komast heim, og tókst með aðstoð Flugleiðaað náááfangastaðeftir27 klukkustunda samfleytt ferðalag. En hvernig frétti hann af slysinu? Varí a/gjöru móki ,,Við vorum með svila mínum og það var hringt í hann frá Hafnarfirði, klukk- an fjögur að staðartíma, eða um klukkan átta að íslenskum tíma. Ég hringdi síðan strax til íslands til að kannastöðu mála. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var í fyrsta símtalinu, en eftir nokkur símtöl fór maður að átta sig á hlutunum. Mér leið hroðalega, gekk um gólf og þambaði kaffi á milli þess er ég var í síman- um eða fór út í göngutúr. Ég var í algeru móki. Það var afskaplega erfitt að vera svo fjarri vinum og ættingj- um, það tók verulega á. Við fengum síðan hjálp Flugleiða til að finna ferð heim og komumst að stað um eittleytið sama dag. Það tók síðan 27 klukku- stundir að komast alla leið heim.” Mig setti hljóðan „Mig setti hljóðan við komuna heim. Ég horfði yfir hörmungarnar og það var ekki til að bæta úr að blaða- maður fann mig fyrir utan bílinn og vildi viðtal. Á meðan ég var að tala við hann, kom eiginkonan til baka og tjáði mér að það væri snjór í eldhúsinu og ganginum heima og rúða brotin. Það var ekki til að bæta ástandið. Ég bý á miðri eyrinni og það hafði aldrei hvarflað að mér að ég og fjölskylda mín værum í einhverri hættu vegna snjóflóða. Síðan hef ég verið á fullu í þessu ásamt öllum öðrum sem að verkinu hafa komið. Ég verð að segja það að allir sem að verkinu hafa komið hafa unnið aðdá- unarvert starf, oddvitinn Magnea Guðmundsdóttir hefur staðið sig vel sem og allir aðrir. Skipulag hefur einkennt þessa vinnu og verður vonandi áfram. Það hefur svifið yfir þessu mikil festa og ró og það skiptir sköpum í svona starfi. Það hefur líka skipt miklu máli að hafa svo góða stjórn eins og hefurverið hérvið leitar- og björgunarstörf.” Nægt byggingar- iand „Ég átti enga ættingja sem lentu í flóðinu en þetta voru allt vinir manns og kunningjar, fólksem maður var búinn að þekkja til margra ára. I svona byggð- arlagi eru allir ættingjar og þvíverðuráfalliðmeira. Það hefur komið stórt skarð í byggðina okkar, það er ó- bætanlegt að missa 20 mannslíf en þetta verald- lega er allt annað mál með. Það er hægt að byggja fleiri hús, en öll uppbygging byggist á því hvað kemur út úr nýju hættumati og þá hvar hættumatslínan verð- ur sem og hvort möguleikar verða á því að verja byggð- ina neðst á eyrinni. Það er nóg landrými til að þétta byggðina hér fyrir 4-500 manns. Ég óskaði eftir því við Almannavarnaráð ríkisins á mánudag að þaðyrði unnið eins hratt og mögulegt er en þó örugglega, þannig að menn væru að vinna þetta verk að viti, en ekki í flýti. Ég vona að það gangi eftir og við fáum niðurstöðu fljótlega.” Margar fjöiskyitiur ísárum -Nú hafa Súðvíkingar átt í erfiðleikum í allt sumar með að fá vitneskju um hvað yrði gert á staðnum, hvort íbúðir þeirra yrðu keyptar upp sem aftur hefur leitt til seinagangs vegna uppbyggingar á nýju bygg- ingarsvæði. Áttu von á að sama staða komi upp hjá ykkur? „Ég vona að það gangi fljótar fyrir sig. Súðvíkingar hafa gengið í gegnum miklarraunirog miklaerfið- leika varðandi þessa hluti. Við njótum þess kannski að menn séu betur slípaðir í dag eftir allar þessar tafir og vitleysu, ef ég má nota það orð, sem gengið hefur yfir varðandi þessi mál i Súðavík. Ég ætla að leyfa mér að vona að málin taki ekki eins langan tíma hjá okkur.” -Hvað með uppbygg- inguna. Áttu von á virkri þátttöku bæjarbúa í þeirri uppbyggingu? „Það er afskaplega erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti. Það eru margar fjölskyldur í sárum eftir ástvinamissi og því held ég að fólk sé ekkert farið að spá í hvar það ætlar að vera í framtíðinni. Fólk erað leysa húsnæðisvanda sinn í dag og að reyna að komastfrá þessu, komast í hvíld, því er ekkert hægt að segja til um á þessari stundu hversu margir koma til baka eða hverjir. Við höfum ákveðið að byggja upp að nýju og því hefur þetta fólk möguleika á að byggja upp að nýju ef það kýs svo.” Opnunjarð- ganganna styrkir byggðina „Við eigum talsvert land til á eyrinni til að byggja upp aftur. Við eigum hér gömul hús sem má rífa og byggja önnur í staðinn og svo mætti lengi telja. Þess- um framkvæmdum verður ekki lokið fyrir veturinn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að leysa þau mál, og ég hef trú á því að það takist. Nágrannabyggðarlögin hafa öll boðið fram aðstoó sína í þessum málum sem öðrum. Það eru allir boðnir og búnir til að rétta okkur hjálparhönd. Það er nægt framboð á húsnæði en það er kannski ekki hægt að byggja á því varðandi at- vinnu. Þaðererfittaðkeyra fólk til vinnu frá hinum byggðarlögunum, það hef- ur alla vega ekki gengið hingað til. Það mun samt styrkja okkur að vita af því, ef hægt verður að opna göngin fyrr en áætlað er. Breiðadalsheiðin er ekki til að bæta ástandið. í þessu óhappi lentum við í því að læknabústaðurinn skemm- dist, það eitt getur haft þær afleiðingar að við getum ekki haft lækni hjá okkur í vetur. Við vorum búin að fá lækni sem ætlaði að koma til starfa 1. desember, en síðan gerðist það að lækna- bústaðurinn stórskemm- dist. Því er opnun jarð- ganganna nauðsynleg fyrir alla.” Táraðist við að horfaásamhug fóiks Þegar þetta viðtal var tekið í gærmorgun, hafði þjóðin sameinast kvöldið áður til að minnast þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Flateyri. Á milli 20 og 30 þúsund manns fóru í blysför frá Hlemmi í Reykjavíkog niður að Ingólfstorgi, þarsem at- burðanna á Flateyri var minnst. Sjónvarpstöðv- arnar voru með beina út- sendingu, þar sem fjöl- margir landsþekktir menn aðstoðuðu við söfnunina „Samhuguríverki”. Hvern- ig leið sveitarstjóranum á meðan á útsendingu stóð? „Ég táraðistog fékk kökk íhálsinn. Ég gatekki annað og er afskaplega þakklátur öllum þeim sem lagt hafa okkur Flateyringum lið. Ég á ekki orð til að lýsa þakk- læti okkar til landsmanna. Það var stórkostlegt að horfa á útsendinguna og því táraðist maður. Mér finnst fjölmiðlar hafa staðið sig mjög vel í fréttaflutningi af þessum hörmungum, þeir hafa borið mikla virð- ingufyrirþvísem hefurverið að gerast hér og sýnt afskaplega mikla kurteisi og tillitssemi. Ég hef ekki undan þeim að kvarta, þeir hafa staðið sig vel. Ég tala nú ekki um framtak þeirra varðandi söfnunina, það er stórkostlegt og engin orð fá þakkað það framtak. Það skiptir sköpum fyrir fólkið hér til að halda lifinu áfram. Við sem eftir lifum verðum að setja í okkur kjark og baráttu fyrir lífið sem er framundan, eins og við höfum gert hingað til.” Kristján sýnir Davíð Oddssyni og Páii Péturssyni aðstæður á Fiateyri. 16 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.