Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 4
OHAÐ FRETTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM STOFNAD U. NOVEMBER 1984 Óháð vikublað á Vestfjörðum TJtgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður s 456 4560 0456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveihbjörnsson TJtgáfudagur: Miðvikudagur Netfang: hprent@snerpa.is Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Jóhanna Eyfjörð Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttáblaða Eftirprentun, hJjóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið Ognú Flateyrl Apríl 1994. Skíðaparadís ísfirðinga á Seljalandsdal og sælureiturinn í Tunguskógi í einni svipan auðn eftir óstöðvandi og engu eirandi ofurkraft náttúru- aflsins. Snjóflóð. Virtur og vel metinn borgari í valnum. Janúar 1995. I svartasta skammdeginu er lítið sjávarþorp, Súðavík við Alftafjörð, þar sem íbúarnir höfðu allt þar til þessa örlaganóttu notið friðsældar og öryggis, mann fram af manni, rústir einar. Snjóflóð. Fjórtán manns létu lífið. Október 1995. Þótt vetur sé ekki genginn í garð samkvæmt almanakinu skellur á foráttuveður, líkt og verst gerist á þeim árstíma þegar dagur er stystur og allra veðra von. A Flateyri við Önundarfjörð gerist það sem átti ekki að geta gerst og engan óraði fyrir. Snjóflóð. A einu og sama ári er annað þorpið á Vestfjörðum í rústum. Tuttugu af þegnum þessa litla samfélags létu lífið. Stórar spurningar vakna. Það verður fátt urn svör. fJvert og eitt spyrjum við hvers vegna, en fáum engin svör. Við fáum heldur engin svör við spurningunum sem hrannast upp í hugum okkar við slíka atburði. Harmleikurinn á Flateyri snertir alla þjóðina. Dagarnir sem liðnir eru frá atburðinum hafa fært okkur sanninn um, að á slíkum stundum er þjóðin ein fjölskylda. Björgunarsveitirnar sýndu hetjudáð. Þær sönnuðu enn einu sinni hversu mikilvægt það er fyrir þjóð, sem býr við aðstæður eins og við Islendingar, að eiga tiltæk slík samtök þegar á bjátar. Frammistöðu þeirra verður lengi minnst. Björgunarmennirnir, ásamt litlu ferfættu vinunum okkar, skiptu sköpum. Störf þeirra verða aldrei fullþökkuð. Afallið á Flateyri er meira en tjáð verður með orðum. Mannskaðinn er skarð í litla samfélagið, sem ekki verður fyllt. I minningu hinna látnu og til hjálpar þeim er eftir standa tekur þjóðin höndum saman. Og við eigum víða vini í raun. Hjól atvinnulífsins eru tekin að snúast á ný á Flateyri. Það er mikilvægt. Tíminn sker úr um framhaldið. BB vottar hinum látnu virðingu og sendir aðstandendum og Flateyringum öllum innilegar samúðarkveðjur. s.h. íbúar vilja samein- ingusveitaríélaga í ÁGÆTRI skoðanakönnun BB í þarsíðustu viku kom sú ánægjulega niðurstaða í ljós að íbúar sveitarfélaganna sex sem kjósa munu unt sam- einingu 11. nóvember næst- komandi, vilja sameiningu. Það er vitlegasta niðurstaðan. Önn- ur betri er ekki til. Bæjarins besta hefur unnið gott starf með skoðanakönn- unum. Margir deila um ágæti þeirra, en þær hafa oft farið mjög nærri lagi um niðurstöðu kosninganna sem fylgja á eftir. Hvort þær teljast skoðana- myndandi eða ekki er erfitt að dærna um. En reynslan sýnir að þær endurspegla vilja fólks. Það ber vitni mikillar skyn- semi að velja þann kost að kjósa sameiningu. Fólk gerir sér grein fyrir því að sveitarfélag af stærðinni yfir 4.800 rnanns, er fjárhagslega styrkara en mjög lítil og hefur auk þess rneiri burði í samskiptum við ríkisvaldið. Það má hins vegar ekki líta á ríkisvaldið sem keppinaut í þessum efnum. Bæði ríki og sveitarfélög hafa sameiginlega hagsmuni af því að styrkja byggð með skynsamlegum hætti, spara fé eða öllu heldur nýta það betur en hingað til hefur verið gert. Einmitt með betri nýtingu má viðhalda félagsþjónustu án útgjaldaauka eða bæta við hana. Þetta skilja þeir sem tóku þátt í könnun BB. Ljóst er þó að áhugi er minnstur í Dýra- firði, á Þingeyri og í Mýra- hreppi. Væntanlega er þó íbúum þar, jafnt og annars staðar, ljóst að samstaða er nauðsynleg. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hve erfitt það kann að reynast litlum sveitar- félögum fjarri meginkjarna íbúanna að keppa við þau stærri um íbúa. Litlum sveitarfé- lögum fylgja þó einnig kostir, en þeir haldast við í einstökum byggðakjörnum hinna stærri sveitarfélaga. Við núverandi aðstæður verða rnenn að til- einka sér nýjan hugsunarhátt. Taka verður tillit til minnkandi skatttekna og jafnframt auknar kröfur til skóla, heilbrigðis- þjónustu og samgangna. Bættar samgöngur sem eru að verða að veruleika, eru í raun aðal- atriði þeirrar þróunar sem von- andi sýnir sig í kosningunum 11. nóvemer 1995. Þó má ekki gleyma því að margt er ógert og nútímalíf, stjórnsýsla og þjónusta eru alltaf að taka örum breytingum. Spurningin er sú hvort almenn- ingur fylgir þeirri þróun. Skoðanakönnun BB sýnir það óumdeilanlega að Vestfirð- ingar skilja sinn vitjunartíma. Ríkið vill taka þátt í þessari þróun með opinberum stuðn- ingi, úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og metur. Opinbera stefnumótun vantar þó enn um það hvemig verja skal fé úr rfkissjóði til þessara verkefna. Á að þétta byggð eða ekki? Á að greiða með slíkri þróun eða á að láta landsbyggðarmenn ráða sér sjálfa? Þá og ef ekki verður nein stefna, er hætt við að hver bjargi sér sem betur getur og þeir fari annað sem eru þess megnugir, en hinir sem ekki geta það sitji eftir. Skoðanakönnunin sýnir ótví- rætt að þeir sem svöruðu hafa hugsað málið vel. Þess munu niðurstöður kosninganna bera merki. -Stakkur. Bjarki Rúnar Skarphéðinsson, annar tveggja starfs- manna sorpbrennslustöðvarinnar Funa sem var við störf er snjóf/óðið skaii á byggingunni Hef aldrei lenl í snióflóöi áður en én var staddur um horð í togaranum IVlargréti EA, begar hann fékk á sin brotsió í mvnni Dvrafiaröar í ianúar síðastliðnum „Vió vorum staddir upp á næst efstu hæð byggingarinnar, inni á skrifstofu stöóvarstjóra, þegar snjóflóðið skall á húsinu. Það kom mikill hvinur og sterkur loftþrýstingur, síðan mikill hvellur meó brothljóðum. Það lék allt á reiði- skjálfi í nokkrar sek- úndur og síðan kom dauðaþögn. Það kom mikið snjókóf inn til okkar en enginn snjór að ráði,” sagði Bjarki Rúnar Skarphéðins- son, starfsmaður sorpbrennslustööv- arinnar Funa í sam- tali við blaðið á mið- vikudag í síðustu viku, en hann var staddur í stöðinni ásamt starfsfélaga sínum, Skúla Skúla- syni, þegar snjóflóðið skall á húsinu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað var að gerast á meðan ósköpin dundu yfir en um leið og allt var yfirstaðió, heyrði ég Skúla segja að snjó- flóð hefði fallið á hús- ið. Okkar fyrstu við- brögð voru að kanna hvort menn væru heilir. Við vissum að stöðvar- stjórinn hafði farið með bifreið stöðvarinnar til skoðunar, en ekki hvort hann var kominn aftur eður ei. Þá skoðuðum vió skemmdirnar og ákváðum síóan að láta vita um flóóið.” Bjarki sagði að þeir félagar hefðu skriðið fram í starfsmannaað- stöðuna og þaðan upp á hæðina fyrir ofan þar sem hann hefði náð sér í kuldagalla. Síðan hefðu þeir félagar haldið út úr bygging- unni og áleiðis að Höfða, íbúðarhúsi sem er utar í firðinum. „Vió þurftum að skríða meirihluta leióarinnar vegna hvassviðris og þegar við vorum komn- ir á móts við húsið Grund, var ákveðið að Skúli leitaði sér skjóls þar og að ég héldi áfram, þar sem ég treysti mér til að fara Skúli Skú/ason og Bjarki Rúnar Skarphéóinsson að Höfða stuttu eftir að snjóf/óðið skaii á Funa. Bifreið Bjarka Runars lenti / snjofloðinu / siðustu viku. Hér er Bjarki Rúnar að taka saman persónu/ega muni eftir að hættuástandi hafði verið aflýst á föstudag. hraóar yfir. Ég komst síðan út að Höfða og lét lögregluyfirvöld vita af flóðinu. Þetta var hrikaleg lífsreynsla og tilfinningin var ónota- leg. Maður vissi að það var ekkert hægt að gera og því var eina ráðið að bíða af sér snjóflóðið. Ég hef aldrei lent í snjóflóði áður en ég var stadd- ur um borð í togar- anum Margréti EA, þegar hann fékk á sig brotsjó í mynni Dýrafjaróar í janúar síðastliðinn” sagði Bjarki Rúnar. 4 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.