Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Síða 3

Bæjarins besta - 13.03.1996, Síða 3
Starfsmenn ísafjarðarkaupstaðar vinna að gerð kostnaðaráætiunar um enduruppbyggingu sorpbrennsiustöðvarinnar Funa. Sorpbrenns/ustöðin Funi Unnið að kostnaðaráætl- un um endurbyggingu Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvar sorpbrennslustöðin Funi verður endurbyggð, en beðið er niður- stöðu kostnaðaráætlunar um endurbyggingu sorpbrennslu- stöðvarinnar. Sú vinna gengur hægt en sígandi, að sögn Þorláks Kjartanssonar stöðvar- stjóra, en leita þarf tilboða víða um heim í tækjabúnað stöðv- arinnar og er ekki ljóst hvenær því verður lokið. Endanlegt mat á því tjóni sem varð á Funa liggur enn ekki fyrir. „Eg vona að það verði í þessum mánuði. Þetta er búið að dragast óhemjulengi, það virðist vera mikil vinna við að reikna út einingaverð og finna út verð á ýmsum hlutum, og svo þarf að ná samkomu- lagi við Viðlagatryggingu um upphæðir. Það hafa verið haldnir nokkrir fundir, og ég tel að við höfum náð saman um hvað sé skemmt, en Við- lagatrygging er ekki enn komin með tölur yfir tjónið,” sagði Þorlákur. Stöðvarstjóri gerir ekki ráð fyrir að Funi verði kominn í gagnið aftur fyrr en seinnipart sumars, ef af endurbyggingu verður, og hann telur engra breytinga að vænta á tækja- búnaði stöðvarinnarfráþví sem var. Starfsmönnum hefur verið boðin endurráðning, en þeim var sagt upp störfum í kjölfar snjó- flóðsins, en að sögn Þorláks munu þeir ekki hafa þegið boðið. Sveitarstjórnarkosningar á norð- anverðum Vestfjörðum Kristinn Jnn leiöir lista framsóknarmanna Á sameiginlegum fundi framsóknarfélaganna á norðan- verðum Vestfjörðum sem hald- inn var að Holti í Onundarfirði á laugardag var eftirfarandi framboðslisti félaganna fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar, sem fram fara 11. maí nk., samþykktur. 1. Kristinn Jón Jónsson. Isa- firði. 2. Bergþóra Annasdóttir, Þingeyri. 3. Jón Reynir Sigur- vinsson, Isafirði. 4. Ásvaldur Magnússon. Tröð Önundar- firði. 5. Inga Ólafsdóttir, Isa- firði. 6. Jón Reynir Sigurðs- son, Þingeyri. 7. Þorvaldur H. Þórðarson, Stað Súgandafirði. 8. Sigurður Hafberg, Flateyri. 9. Jón Skúlason, Gemlufalli Dýrafirði. 10. SvanlaugGuðna- dóttir, Isafirði. 11. Elías Oddsson, Isafirði. 12. Ólafur K. Skúlason, Þing- eyri. 13. Guðni Jóhannesson, Isafirði. 14. Ásvaldur Guð- mundsson, Núpi Dýrafirði. 15. Sigríður Magnúsdóttir, Kirkju- bóli Valþjófsdal Önundarfirði. 16. Guðríður Sigurðardóttir, Isafirði. 17. Kristján Grétar Schmidt, Suðureyri. 18. Magn- ús Reynir Guðmundsson, Isa- firði. 19. Fárus Hagalínsson, Suðureyri. 20. Gunnlaugur Finnsson, Hvilft Önundarfirði. 21. Guðmundur Ingvarsson, Þingeyri. 22. Jóhann Júlíusson, ísafirði. Sorpfiokkun í óiestri á ísafirði Óbrennanlegt í rauða pokann! Sorp sem kemur til brennslu í sorpbrennslustöðinni á Skarfa- skeri, er mjög illa flokkað, að sögn Þorláks Kjartanssonar stöðvarstjóra. „Þetta á við um sorp frá bæði heimilum og fyrirtækjum, og skipin eru mjög slæm,” sagði stöðvarstjóri í samtali við blaðið. Flokkun sorps frá bæjar- búum fór mjög aftur þegar sorpbrennslustöðin Funi varð ónothæf á haustmánuðum, og versnaði enn þann tíma sem stöðin á Skarfaskeri var óstarf- hæf. Sá stutti tími sem sorp var urðað virðist hafa dugað til að venja bæjarbúa af flokkun sorps í brennanlegt og óbrennanlegt. Illa flokkað sorp veldur vand- ræðum við sorpeyðinguna, og Þorlákur beinir þeim tilmælum tilbæjarbúaaðþeirtaki uppfyrri háttu á ný, að setja brennanlegt sorp í svarta pokann og óbrenn- anlegt, s.s. gler og niðursuðu- dósir, í þann rauða. Evrópumeistari frá Bíldudaí Vala Flosadóttirfrjálsíþróttakona, sem náói þeim frábæra árangri að verða Evrópumeistari í stangar- stökki innanhúss í Globen-höllinni í Stokkhólmi á föstudagskvöld á ættir sínar að rekja til Vestfjarða en hún er dóttir Flosa Magnússonar sóknarprests á Bíldudal. Um þriggja ára skeió hefur hún æft og keppt í Svíþjóð en áður en hún hélt þangað mun hún hafa getió af sér gott orð í keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum á Bíldudal. Aðstæður skoöaóar viö Skollahvilft Hópur sérfræðinga á vegum Ofanflóðasjóös skoóaði aðstæður á Flateyri um miðja síðustu viku vegna undir- búnings fyrirhugaðra varnar- virkja snjóflóða. Sérffæðingunum mun hafa litist vel á aðstæóur fyrir ofan byggðina á Flateyri og telja svæðið hentugt til gerðar snjóflóóavarnagarða. Framund- an er vínna við hönnun varnar- mannvirkjanna en áætlað er að framkvæmdir við þær hefjist í sumar og verði lokió fyrir næsta vetur. Á annan tug stjórn- sýslukæra Bæjarfulltrúar minnihlutans í Vesturbyggð undirbúa nú á annan tug stjórnsýslukæra á hendur meirihluta bæjarstjórnar, og munu kærurnar verða sendar félagsmáiaráðuneytinu á næstunni. Bæjar- fulltrúar minnihlutans telja að meirihlutinn hafi ítrekað gerstsekur um brot á sveitarstjórnarlögum og bæjarmálasamþykkt og aó málið sé komið á það stig að félagsmálaráðneytið verði að grípa inn í málið. Meðal þess sem minnihlutinn gagnrýnir er aó meirihlutinn loki fundum aó eigin geóþótta og bóki mál I einkamála bók í staó opinna fundar- gerðabóka. Tumi sýnir í Slunkaríki Tumi Magnússon opnar sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á laugardag kl. 16. Tumi hefur um nokkurt skeið verið í framvarðarsveit íslenskra málara en á sýningunni í Slunkaríki mun Tumi sýna á séraðra hlió en sést hefurtil þessa. Sýningin stendur til 7. apríl nk. Slunkaríkí er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. Myndíistin á ári endurmenntunar Sama dag kl. 17 veróur efnt til fyrirlestrar á Hótel ísafiröi þar sem aðalþemað verður „Myndlistin á ári endurmenntunar." Það er Menningarmiðstöðin Edinborg í samvinnu við Hótel ísafjörð sem standa fyrir lýrirlestrinum og hafa þau fengið til liðs við sig Halldór Björn Runólfsson listfræðing, sem fjalla mun um efnið eins og honum er einum lagið. Dúfan og fiskurinn Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Hallfríður Ólafsdóttír flautu- leikarí, og Trio Borealis koma fram á þriðju áskriftartónleikum Tón- listarfélags ísafjarðar, sem haldnir verða sunnudaginn 17. mars kl. 17 í sal Grunnskólans á ísafiröi. Tónlistarmennirnir, sem eru í fremstu röð íslenskra tónlista- rmanna munu leika þrjú verk, Dúfuna og fiskinn eftir Jónas Tómasson, Vorsónötu Beethovens og Kvartettinn um endalok tímans eftir Messiaen. Miðar verða seldir vió innganginn, en áskriftarkort T.í. gilda á tónleikana. Aðgangur er ókeypis fyrír alla skólanema yngri en 20 ára. Aldarafmæli á Þingeyri Sparisjóður Þingeyrarhrepps á eitt hundrað ára afmæli á þessu ári, en hann var stofnaður áríð 1896. í tilefni af þessum merka áfanga verður íbúum Dýrafjarðar, viðskiptavinum og velunnurum sparisjóósins boðið til kaffisamsætis í húsakynnum sparisjóðsins. Að sögn 7\ngantýs Vals Jónassonar sparisjóðsstjóra hefur afmælisbarninu farnast vel þau hundrað ár sem liðin eru síðan sjóðurinn tók til starfa. Hófið hefst klukkan 15 á morgun, og stendur til kl. 18. áI* Wun' \daW° Sjóngleraugu í úrvali: hálf á kr. 700,- heil á kr. 1.000,- Vídeóspólur Leikföng Hafnarstræti 8 • Isafirði Sími 456 3990 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 3

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.