Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Side 7

Bæjarins besta - 13.03.1996, Side 7
Suóureyrarhreppur staðfestir ekki fram- kominn ársreikning hei/brigðíseftir/itsfns Kostnaöur virðist hækka jafnt og þétt á milli ára Hreppsnefnd Suðureyrar- hrepps hefur tilkynnt Heil- brigðiseftirliti Vestfjarða að hreppsnefndin staðfesti ekki að sinni, fyrir sitt leyti, fram- kominn ársreikning heilbrigð- iseftirlitsins fyrir síðasta ár. Hefur hreppsnefndin jafnframt óskað eftir fundi með stjóm og framkvæmdastjóra Heilbrigð- iseftirlits Vestfjarða. Halldór Karl Hermannsson, sveitarstjóri á Suðureyri sagði í samtali við blaðið að sveitar- stjórn vildi ræða kostnað við heilbrigðiseftirlitið nánar. „Menn voru sammála um að þeir vildu fá yfirstjórn heil- brigðiseftirlitsins á sinn fund, því kostnaðurinn virðist hækka jafnt og þétt á milli ára og ýmsir liðir sem ntenn vildu gjarnan fá nánari skýringu á,” sagði Halldór. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða var sett á laggimar fyrir fjórum árum síðan og var kostnaður við rekstur þess á árinu 1992 5,2 milljónir króna, árið 1993 var hann 5 milljónir kr., 1994 var kostnaðurinn 5,3 milljónir kr. og á síðasta ári tæpar 5,8 milljónir kr.. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 hljóðar upp á rétt rúmar 6 milljónir króna, en heilbrigðisfulltrúi segir að einu hækkanir á áætluninni séu verðlagshækkanir milli ára. Kostnaðarhlutur sveitarfél- aganna hefur á sama tíma vaxið verulega en hann var -1,29% fyrir árið 1992, 4,7% á árinu 1993, 18,43% áárinu 1994 og 19,48%áárinu 1995. Áætlaður kostnaður sveitarfélaganna af rekstri heilbrigðiseftirlitsins á árinu 1996 er um 20%. Anton Helgason heilbrigðis- fulltrúi sagðist í samtali við blaðið, telja að um misskilning í bókun hreppsnefndar væri að ræða, menn hefðu verið að fjalla um fjárhagsáætlun yfir- standandi árs en ekki árs- reikninga fyrir árið 1995, og frestur til að skila athuga- semdum um áætlunina væri löngu liðinn. Hann sagðist ætíð tilbúinn að mæta til fundar með sveitarstjórnum, en í stjórn heilbrigðiseftirlitsins sæti fólk víðsvegar úr kjördæminu, og hann sæi ekki ástæðu til að kalla stjómina saman. Regiur um mæiieiningaverð þverbrotnar í versiunum á norðanverðum Vestfjörðum Engar verslanir með merkinpmar í bgi í næsta mánuði eru tvö ár liðin síðan Samkeppnisstofnun gaf út reglur um mælieininga- verð í verslunum, en þær tóku gildi þegar Islendingar gerðust aðilar að evrópska efnahags- svæðinu. I stuttu máli sagt skylda reglurnar þá aðila sem selja vöru til neytenda til að merkja vörurnar skilmerkilega með verði á t.d. hverjum lítra eða kílói, auk söluverðs. Tilgangurinn er sá að gera neytendum kleift að velja vörur með því að bera saman t.d. kílóverð á sömu vörutegund frá mismunandi framleið- endum. Ekki hefur enn reynt á viðurlög vegna brota gegn reglunum, að sögn Kristínar Færseth hjá Samkeppnisstofn- un, en einu úrræðin gegn brotum er að kæra viðkomandi söluaðila til rannsóknarlög- reglunnar. Kristín sagði stofn- unina hafa gefið söluaðilum nokkurn frest til að koma merkingum í lag, en hann var ekki nákvæmlega tilgreindur. „Hinsvegar er verið að fara út í það núna að gera seljendum að koma hlutunum í lag, og þá sérstaklega þeim sem notast við strikamerkingar,“sagði Kristín. Aðalheiður Steinsdóttir, starfsmaður Neytendafélags Vestfjarða, sagði ástand þess- ara mála afar slæmt á Vest- fjörðum, þrátt fyrir að Neyt- endafélagið hafi haft samband við verslanir á svæðinu. „I fréttabréfi Neytendafélagsins sem kom út í desember sl. hvatti ég fólk til að vera vakandi og ýta við seljendum. Eg er búin að vara þær verslanir við sem eru verstar, en það eru engar verslanir hér sem hafa þessi mál í góðu lagi. Vöruval og Björnsbúð eru þó með vísi að þessum merkingum. Það er í verkahring Samkeppnis- stofnunar að fylgja þessum málum eftir, en það er hverjum og einum frjálst að kæra þá sem brjóta reglurnar til stofn- unarinnar, og það kemur alveg til greina,” sagði Aðalheiður. Myndiistarnámskeið fyrir börn á Suðureyri Pappír, grafík og litameðferð Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar hélt myndlistar- námskeið fyrir börn á Suður- eyri á dögunum. Guðrún Guðmundsdóttir myndlistar- kennari kenndi þátttakendum pappírsgerð, grafikvinnu og undirstöðuatriði í meðferð lita. Námskeiðið var vel sótt, en á annan tug barna á aldrinum átta til tólf ára tóku þátt í því.Námskeiðinu laukmeð sýningu þar sem nemend- urnir sýndu þau verk sem unnin voru á námstímanum. Krakkarnir sem nutu kennslu Guðrúnar voru sérlega ánægð með árangurinn og hafa ámálgað það að fram- hald verði á námskeiðinu, og verður það væntanlega með haustinu. Guðrún Guðmundsdóttir myndlistarkennari ásamt hluta nemenda sinna á Suðureyri. ^ jfc-r, SVÆÐISSKRIFSTOFA |§|S§íí MÁLEFNA FATLAÐRA ^SíSlIí Á VESTFJÖRÐUM Svæðiskrifstofa málefna fatlaðra á Vest- fjörðum leitar eftir starfsfólki til lengri eða skemmri tíma. Lögð er mikil áhersla á að starfsmenn séu stundvísir, reglusamir og áhugasamir um starf sitt. Ekki eru gerðar kröfur um að umsækjendur kunni skil á málefnum fatlaðra, þeim verður tryggð næg fræðsla og stuðningur til að geta tekist á við starf sitt. Auglýst er eftir fólki í eftirtalin störf: Bræðratunga Starfsfólk vantar til sumarafleysinga á sambýlum og einnig til lengri tíma. Um er að ræða vaktavinnu í mismunandi starfs- hlutföllum. Nánari upplýsingar gefa Rann- veig Halldórsdóttir og Hugrún Kristinsdóttir í síma 456 3290. Skammtímavistun í Bolungarvík Forstöðumann vantar í vaktavinnu frá 15. maí til 30. ágúst. Starfsfólk vantar í vaktavinnu frá 1. júní til 30. ágúst. Nánari upplýsingar gefa Helga Björk Jóhannsdóttir og Laufey Jónsdóttir í síma 456 5224. Vinnslusalur í Bræðratungu Starfsmann vantar í 100% starf og til afleysinga frá 15. apríl til lengri tíma. Um er að ræða dagvinnu frá kl. 08.00 til 16.00 alla virka daga. N ánari upplýsingar gefur Nanna Þórisdóttir í síma 456 3290. Frekari liðveisla „Aðstoð við fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu og sem býr í foreldrahúsum." Starfsmenn vantar í tímabundna vinnu og einnig til lengri tíma. Nánari upplýsingar gefur Sigfriður Hallgrímsdóttir í síma 456 5224. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn- ingum starfsmanna ríldsins. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðisskrifstofunni, Mjallargötu 1, ísafirði. Flateyrarhreppur Leikskólakennari Flateyrarhreppur óskar eftir að ráða leikskólakennara eða fólk með aðra uppeldismenntun til starfa á leikskólanum. Til greina kemur að ráða aðila sem ekki uppfyllirofanskráð skilyrði, enhefurreynslu í starfi með bömum. Umsóknarfrestur er til 18. mars nk. Upplýsingar um starfið veita leikskóla- stjóri í síma 456 7775 og sveitarstjóri í síma 456 7665. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 7

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.