Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 13.03.1996, Qupperneq 9
Tveir mexíkanskir rækjutogarar við iegufæri á Kaliforníuflóa. áherslu á að vita hvað við erum að gera. En við erum líka í bransa þar sem hver stelur frá öðrurn og engin vernd er á framleiðslunni. Allt sem gert er. flýtur á milli fyrirtækja og það er afskaplega erfitt að vernda framleiðsluna með einkaleyfi. Þó er komið norskt einkaleyfi á seiðaskiljur og það er, held ég, fyrsta dæmið sem eitthvað reynir á. Það hafa engar þær grundvallarbreyt- ingar orðið að það sé forsenda til að sækja um einkaleyfis- vernd á þessum breytingum sem menn hafa verið að gera á veiðarfærum. Það kernur kannski ef ntenn fara að krukka meira í grundvallaratriðin. Stundum er það sárt að hafa ekki þessa vörn sem einka- leyfin veita, en ef hún er til staðar, þarf maður að vera til- búinn í málaferli og það fer mikið púður í að passa uppá sitt. Menn hafa komið sér saman unt að hafa þetta bara eins og hjá villimönnum," segir Einar og glottir við. Fiskimennirnir svolítið oeggjaðir eins og við Á síðasta vetri bauðst Einari fágætt tækifæri er hann var beðinn að aðstoða stóran út- gerðaraðila í Mexíkó við þróun á veiðarfærum til rækjuveiða. ,,Það barst erindi frá fyrirtæki í Mexíkó sem á fjörutíu rækju- báta og rækjuverksmiðju, um aðstoð við að gera úttekt á veiðarfærunt og búnaði við veiðarnar. Hantpiðjan tók verkið að sér, og það bárust böndin að okkur hér fyrir vestan til að vinna verkið. Við á- kváðum að taka verkið að okkur og ég fór til Mexíkó og var þar í eina þrjá mánuði,” segir Einar. I fyrstu fór hann einn utan, en kom svo heim og sótti fjölskylduna, enda var þá kennaraverkfall í algleymingi og tilvalið að eyða svartasta skammdeginu í sólinni í Mexí- kó. Einar segist hafa farið út án þess að hafa hugmynd utn að hverju hann var að ganga. „Eg vissi ekkert um Mexíkó og Mexíkana annað en það sent maður sér í amerískum bíó- myndum og vissi að það hlaut að vera eitthvað bogið við þá mynd. Miðað við amerískar bíómyndir er ekki til neitt venjulegt fólk í heiminum. Svo hafði maður þessar sögur, að suðurlandabúar væru latir og drullusokkar, allt gangi hægt og annað í þá veru. Vissulega gengur margt hægt hjá þeim, en það sent kom mér mest á óvart þegar ég hitti kollega mína og fiski- mennina var að þrátt fyrir ó- líkar aðstæður, var þetta í raun og veru kúltúr sem er mjög líkur því sem við þekkjum. Fólk á þessum slóðurn er indíánablandað og það er einhver skrattinn í þessari indíánamenningu sem passar vel við okkur. Mér fannst ekki vera nokkur munur á að vinna með sjómönnum þarna eða hér heima. Öll samskipti við inn- fædda gengu vel og það kom mér á óvart hversu mikilir sjó- menn og veiðimenn þeir voru. Fiskimennirnir voru alls ekki latir, heldur hörkuduglegir og snöggir upp á lagið, svolítið geggjaðir eins og við.” Blæs á kjaftæði um samkeppni Urn margt minntu aðstæður á það sem algengt var hér við land um 1960. Skipin voru lítt tækjum búin, lítið annað en stýri, kompás og kannski dýptarmælir að auki. Verkefni Einars var að skoða hvað betur mætti fara í þeim veiðarfærum sem Mexíkanar nota, og m.a. setti hann upp og prófaði rækju- vörpur fyrir heimamenn. „Eg gerði tillögur um franthaldið hjá þeirn og þær fólust m.a. í því að heimamenn færu og skoðuðu önnur veiðisamfélög, því þeir hafa verið einangraðir og vantar að fá myndir í hausinn. Þeir eru fullfærir um að moða úr hugmyndum sjálfir og hafa fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd.” Mexíkó á 200 mílna efnahagslögsögu og Mexíkönum hefur tekist að hrekja aðrar þjóðir út úr henni, en eru sjálfir lítið farnir að nýta þá stofna sem þar eru. Hefðbundnar veiðar eru rækju- túnfisk- og sardínuveiðar og stefna Mexíkana er að þróa sjávarútveg landsins í nútíma- legra horf á sínum eigin for- sendurn. „Mexíkanarhafafarið víða til að leita sér að sam- starfsaðilum, og hafa staldrað nokkuð við Island vegna þess að við erum litlir og myndum ekki éta þá. Þeir hafa lýst því yfir að þeir telji okkur geta starfað með þeim á jafnréttis- grundvelli,” segir Einar. Hann segir alltaf vera einhvern markað fyrir íslenska þekkingu og fjármagn í Mexíkó, en fá markaðstækifæri skapist fyrir íslenska veiðarfæraframleiðslu á þessum slóðuni. „Nálægðin skiptir miklu máli í veiðarfæragerð og ef við ætlum að sinna Mexíkönum eitthvað, yrðum við að setja upp verkstæði þar. Efnahags- lega gengur það heldur ekki upp að framleiða vöru hér og selja þeint, þar er allt annað verðlag. Það væri nær að láta þá framleiða og selja hér með tvöhundruð prósent gróða.” Einar segir litla hættu vera á að Mexíkanar veiti Islendingum harða samkeppni á rækju- markaði, eða fiskmarkaði yfirleitt. „Það væri helst í fisk- eldi, því það eru miklir eldis- möguleikar þar. En ég blæs á allt þetta kjaftæði um sam- keppni áþessari kúlu. Við erum alltaf með þessa grýlu uppi, það eru alltaf einhverjir vondir strákar, Norðmenn eða aðrir, á markaðnum að skemma fyrir okkur. Þetta er óttalegt heima- alningstal, það er allt fljótandi íbullandi samkeppni ájörðinni og einn á þetta í dag og hinn á morgun. Menn eiga ekki að festast í þessu og búa sér til svona grýlur, við ættum heldur að taka þátt í því þegar er gósen- tíð einhvers staðar og vera þá með. Við erum svolítið að fara inn á þá braut að koma okkur fyrir hér og þar í heiminum, en það skapar ekki handavinnu héma heima.” Einar segir að það sé vissu- lega bæði kitlandi og lærdóms- ríkt að halda til annarra landa með þá þekkingu sem Is- lendingar búa yfir. Hann segist nú samt ekki vera tilbúinn til að flytja stóra fjölskyldu til langdvalar í öðrum heims- hornum. „Auðvitað hugsar maður um þetta, að skipta um umhverfi og skipta um vinnu- stað. Þetta er allt í lagi í eitt eða tvö ár og vissulega kitlar þetta. En með nýrri samskipta- tækni er ekki eins mikil þörf á að senda fólk á staðinn, það er hægt að dæla þekkingu hvert sem er,” segir Einar og hann heldur áfram, „í veiðiskap er allt of lítið gert af því að blanda saman ólíkurn menningum. Það er svo mikil tilhneiging til einangrunar að það verða til lokaðir kúltúrblettir. Islend- ingar gera allir sama hlutinn á sama máta, og óljóst hvernig aðrir gera hann, í besta falli heyrist ein og ein saga. Við erum alveg skuggalegir heima- alningar, og erum sífellt að finna upp hjólið. Á vísinda- sviðinu öpum við upp það sem aðrir hafa verið að gera, kann- ski af því að við eigum ekki neina rannsóknarmenningu. Við höfum bara bolmagn til að fylgjast með og geruni það oft illa.” Yrðum að endur- skipuleggja hreiðrið heima Umræðan um þá möguleika sem íslenskum fyrirtækjum opnast í Evrópu með tilkomu EESsamningsins hefur á stund- um á sér nokkurn gullgrafara- blæ, og Einar segir að forsvars- menn Netagerðarinnar hafi ekki mikið velt því fyrir sér að þrengja sér leið inn á þann markað. „Við erum af þeirri stærðargráðu að ef fyrirtækið ætlar að sinna slíkri markaðs- sókn, verðum við að fara yfir þröskuldinn, eins og við höfum orðað það. Þá verðum við að endurskipuleggja hreiðrið heirna, setja okkur önnur mark- mið. Við getum svo sem gert þetta og það getur vel verið að við höfum eitthvað upp úr því en þá verðum við að flytja menn með þekkinguna okkar og koma þeim fyrir annars staðar, eða búa þá til annars staðar. Búskapurinn hérna gengur sæmilega og menn hafa nóg að gera, það er því enginn sérstakur hvati til þess að fara út í slíka vinnu. Það stoppar á þessunt þröskuldi. Fiskveiðar í Evrópu eru í rúst enda lítill fiskur eftir. Menn hafa meira svermað fyrir blettum eins og Suðurameríku og Afríku, þar er fyrirséð að miklar fiskveiðar eru að fara af stað. Löndin eiga vannýtta stofna og eru að byggja upp veiðarnar. Þar eiga íslendingar leik en við höfum ekki skoðað þetta fyrir okkar fyrirtæki.” Þegar Einar er að lokum spurður um afkontu Neta- gerðarinnar, sem hefur starfað í á fimmta áratug, grettir hann sig örlítið og segir að Neta- gerðin fljóti á sömu spýtu og útgerðin í kringum þá. „Við erum það beintengdir útgerð- inni, þegar hún á pening fáunt við greitt, annars ekki. Við dönsum alveg sama taktinn og útgerðin." Rækjusjómenn við Mexíkó hausslíta rækju á hafi úti. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 9

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.