Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 11
 4, W wl n . ,! .tW 1 Pessir ungu menn hafa ekki iátið sig vanta á ieiki KFÍí vetur, og styðja sitt iið dyggiiega með drynjandi Heisti stigaskorari KFÍ, Christopher Ozment, gefur trommusiætti, hrópum og köiium. ungum aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. Körfuknattleiksfélag ísafjarðar sigraði ÍS tvisvar um sfðustu helgi Keppir til úrslita um deildarmeistaratitil Körfuboltafélag ísafjarðar vann mikilvæga sigra á liði ÍS um síðustu helgi. Leikirnir fóru fram í íþróttahúsinu á Torfnesi og lyktaði fyrri leiknum með 77 stigum KFÍ gegn 71 stigi ÍS, og sá síðari fór 77-69 fyrir KFÍ. Með sigrunum er KFÍ búið að tryggja sér annað sætið í 1. deildinni og leik um sæti í úrvalsdeildinni. Áhangendur KFÍ mættu vel á leikina, en um fimm hundruð manns mættu á hvorn leik. „Þetta er gríðarlegur stuðningur fyrir okkur að fá góða áhorfendursem hvetja liðið,” sagði Guðjón Þorsteinsson þjálfari KFÍ, sem taldi sína menn eiga helmingslíkur á að vinna úrslitaleikinn. Þegar blaðið fór í prentun var ekki Ijóst hvort KFÍ muni leika til úrslita um efsta sæti deildarinnar við Þór eða Snæfell, en þau lið áttust við í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn ferfram næstkomandi föstu- dag, en það er eins með hann og mótherjann, að ekki var Ijóst hvort um heimaleik verður að ræða fyrir KFÍ. Ef KFÍ hlýtur silfrið í 1. deildinni, er samt ekki öll nótt úti enn um sæti í úrvalsdeild, en liðið Í2. sæti 1. deildarkeppirvið næstneðsta lið úrvalsdeildar um úrvalsdeildarsæti, og að þessu sinni er það íþróttafélag Akraness, sem þarf að verja sæti sitt í deildinni. Frá verðiaunaafhendingunni á grímudansieiknum. Nemendurnir mættu í sína fínasta pússi á dansieikinn. Skólastarf í Súðavfk Samstarf skólanna hef- ur gefiö góða raun í vetur hafa þrjátíu og átta nemendur stundað nám í fjór- um bekkjardeildum við grunn- skóla Súðavíkur auk tíu barna sem eru í leikskólanum en þar hefur orðið ntikil tjölgun eftir síðustu áramót. Leikskólinn býr við mikil þrengsli, en hann hefur eina af kennslustofum skólans til afnota, en verið er að byggja við skólann fimm kennslustofur, leikskóla, skóla- eldhús og sal. Tvær af núver- andi kennslustofum skólans verða teknar undir bókasafn Súðavíkurhrepps sem verður sameinað skólabókasafninu. Tónlistarskólinn fær einnig sérstaka aðstöðu til kennslu og verður ntikill munur þar á þar sem þrengsli eru mikil í skól- anum. Nýja húsnæðið er sér- staklega hannað með tilliti til samvinnu og samkennslu skól- anna og einnig verður um mikla samnýtingu húsnæðis og bún- aðar að ræða. í vetur hefur verið töluverð samvinna milli leikskólans og grunnskólans. Fimm ára börn eru í skólanum með yngstu deildinni tvo daga í viku en þar er um að ræða kennslu á blokk- flautu, í íþróttum, myndmennt, tónmennt og heimilisfræði. Hefur samstarf þetta gefið góða raun og verður það aukið á næsta skólaári. I lok janúar komu leikskóla- börn frá Flateyri í heimsókn, þorrablót nemenda og foreldra þeirra var haldið í febrúar og I. mars síðastliðinn fór fram grímudansleikur þar sem alls- konar furðuverur á aldrinum 5-14ára komu saman. Á grímu- dansleikinn konru nemendur frá Núpsskóla, Holtsskóla og grunnskólanum á Flateyri og var öllum boðið upp á pylsur við komuna til Súðavíkur. Siðan hófst dansleikurinn sem stóð tilkl. 22. Veitt voru fimm verðlaun fyrir bestu og skemmtilegustu búningana. í fyrsta sæti urðu síamstvíburar, í öðru sæti varð pylsa, trúður í því þriðja, kokkur í fjórða og svertingjastelpa hampaði fimmta sætinu. Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir árshátíð skólans sem haldin verður 30. mars nk. Grískt kvöld með Zorba leikhópnum laugardaginn 16. mars Upplestur, grísk tónlist, grískur matur og grísk stemmning. Dagskráin hefur undanfarið veríó flutt í Kaffileikhusinu í Reykjavík viö mjög góóar undir- tektir. Aðgangseyrir. Missiö ekki af frábærrí kvöld- stund með góðum listamönnum. ‘TfóteC ýdafáwtikvi Sútti 456 4111 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.