Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 13.03.1996, Qupperneq 12
Bollur sem bakaríin á ísafirði seidu á boiiudaginn reyndust vera hin besta mat- vara. ísfirskar bollur Stóðust prðflð Sýni sem tekin voru úr rjómabolium í Gamla bak- aríinu og Bakaranum á Isafirði á bolludag, reynd- ust vera í góðu lagi að sögn Antons Helgasonar, heil- brigðisfulltrúa. Þetta er í fyrsta skipti sem heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tekur sýni úr rjómabollum á bolludag á Vestfjörðum, en Anton segir að heilbrigðiseftir- litið beri ætíð nokkurn kvíðboga fyrir þessum degi. Astæðan er fyrst og fremst sú að rjómabollur eru í eðli sínu rnjög við- kvæm vara, og mikill fjöldi fólks sem neyti þeirra. Því hafi verið afráðið að taka sýni úr framleiðslu bakarí- anna á bolludaginn, og svo verði gert í framtíðinni. Jóna Va/gerður Kristjánsdóttir Kvennaiista skrifar Fl ram Uða rhi Drhir - nýtt svettarfel lag Mikil gerjun hefur átt sér stað síðustu árin í sveitar- stjórnarmálum. Víða eru sam- einingarviðræður í gangi og búið er að sameina sveitarfé- lög víða um land. Þar sem nokkur reynsla er komin á, eru flestir sammála um að breyt- ingin hafi orðið til góðs. Við lifum á breyttum tímum, það er ekki lengur þörf á þeirri hreppaskipan sem hér hefur verið lögbundin árhundruðum saman. Eðlilegast er að sam- eining sveitarfélaga sé ákvörð- un íbúanna, en ekki fyrirskipun frá stjómvöldum. Það er nokk- uð erfitt að segja fyrir um það með vissu hvaða ávinningur verði í hverju tilviki, en til lengri tíma litið er tvímæla- laust um ávinning að ræða. Því er það mikilsvert að sú sveitar- stjórn sem kosin er fyrst eftir sameiningu sveitarfélaga, taki skipulega á framkvæmdinni. Flas er ekki til fagnaðar og vel skal það vanda sem lengi á að standa. Þessi gömlu spakmæli eru í fullu gildi. Við höfum séð afleiðingarnar þegar þessa er ekki gætt. I vor á að kjósa til nýrrar sveitarstjórnar í sam- einuðu sveitarfélagi sem í dag eru fimm hreppar og einn kaup- staður á Vestfjörðum. I nýju sameinuðu sveitar- félagi er brýnt að taka á stjórnsýslu. Það hlýtur að verða fyrsta verkefnið. Vinna verður nýtt skipulag fyrir svæðið allt þar sem áætla verður fram- tíðarbyggingarland, nýtingu hafna, og annarra mannvirkja sem til eru í sveitarfélaginu. Endurskoða þarf þjónustu við íbúanna, hvar hún á að vera og hve mikil. Ekki er sjálfgefið að þjónustan verði staðsett í stærsta byggðakjarnanunt. Það gildir t.d. um sundstaði, en Isa- fjörður er ekki jafn vel settur í því eins og nágrannabyggðirnar og þá aðstöðu geta Isfirðingar notað með samgöngum sem nú eru komnar. Reglulegar áætlunarferðir milli staða eru mikilvægt atriði til að efla samskipti og sam- nýtingu þjónustunnar. Núver- andi skrifstofuhúsnæði og mannafla sveitarfélaganna getur verið liægt að nýta með deildaskiptingu á verkefnum. En óhjákvæmilega hlýtur sam- einingin að leiða til breytinga í þeim efnum frá því sem verið hefur. Ný sveitarstjórn verður að gefa sér þann tíma sem þarf til að koma þeim breytingum á og jafnframt að kynna þær vel fyrirfram hjá öllum alnrenningi á svæðinu. Skólamál Skólamálin verða mjög í brennidepli, því hér eru skólar Jóna Vaigerður Krist- jánsdóttir. nemendafjölda. Auk þess vant- ar húsnæði a.m.k. á Isafirði til að fullnægja nýjum grunn- skólalögunt um einsetningu árið 2001. Við höfum þó van- nýtt húsnæði annars staðar, t.d. á Núpi og skoða þarf vandlega hvort ekki er hægt að nýta það áður en ráðist er í kostnaðar- samar nýframkvæmdir. Væri ekki hægt að hafa þar t.d. einn eða tvo árganga úr efstu bekkj- um grunnskólans af öllu svæð- inu? Eðlilegt er að yngri börnin þurfi ekki langt að heiman til að sækja skóla og sú aðstaða er fyrir hendi á stöðunum í dag. Skólaskrifstofu þarf fyrir sveit- arfélagið og eðlilegt að leita samstarfs við Bolungarvík og Súðavfk sem einnig þurfa að huga að þeim málum, þegar verður lögð niður skv. nýjum grunnskólalögum. Einnig kem- ur til greina að skólaskrifstofa verði fyrir alla Vestfirði á Isa- firði í svipuðu formi og verið hefur. Ný sveitarstjórn verður kosin þann 1 1. maí í sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem sex sveitarfélög munu sameinast í eitt. Undirbúningur er nú í fullum gangi um framboðslista. I gangi hafa verið viðræður milli allra stjómmálaafla ann- arra en Sjálfstæðisflokks um sameiginlegt framboð. Einnig áttu óháðirog M-listinn fulltrúa í þeim viðræðum. Raunar var aldrei búist við að Framsókn myndi vilja slíkt samstarf, sem fljótlega kom á daginn. En þegar Alþýðuflokkur hætti einnig þátttöku eftir sjö sam- eiginlega fundi sem hann átti frumkvæði að, fóru menn að efast um einlægan vilja þess flokks til samstarfs. Eg tók þátt í þessum við- ræðum fyrir hönd Kvenna- listans ásamt fleiri konunt. Við töldum að ntarkmiðið væri að ná fólki saman um einn lista og hafa gott jafnvægi milli byggðarlaga og milli kynja. Við bundum vonir við að menn ætluðu að hugsa upp á nýtt, vera jákvæðir, og fúsir ti) sam- fram um sérstök sæti, vorum tilbúnar til að bjóða okkar konur fram eða samþykkja konur í efstu sæti frá hinurn aðilunum. Það reyndist hins vegar Alþýðuflokknum ofviða að tilnefna konu til framboðs í eitthvert af sex efstu sætum listans, en þeirra „maður” á Isafirði átti að vera sjálfkjörinn í forystusæti. Þar með var öllu jafnvægi raskað milli byggðarlaga og ntilli kynja. Að lokum var þó sett frarn miðlunartillaga þar sem tvær konur væru í sex efstu sætum og fulltrúi Isafjarðar- krata í þriðja sæti. En því höfnuðu Kratar endanlega og þar með slitu þeir samstarfinu. Við Kvennalistakonur höfum fullan hug á að taka þátt í mótun nýs sveitarfélags og bundum vonir við að góð samstaða næðist meðal þeirra sem áhuga hefðu á málinu. Við sendum fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar bréf þess efnis til allra flokka nema Sjálfstæðis- flokks. Það leiddi ekki til við- ræðna í það skipti og þv í buðum við fram sjálfstætt og fengum kjörinn bæjarfulltrúa. Við höfunt í dag margar á- hugasamar konur starfandi í nefndum bæjarins. Við viljum koma konum til áhrifa í mótun samfélagsins. Þær eiga þar fullt erindi og það er tímabært að konur hafi meiri áhrif hér á Vestfjörðum en verið hefur. skipulagsmálum og almennri mjög misjafnir að stærð og Fræðsluskrifstofa Vestfjarða vinnu. Við settum engar kröfur TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • 3 456 3940 & 456 3244 • 0456 4547 Fasteignaviðskipti Fasteignir í þessari augljsingu eru aðeins sjnishorn af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari uppljsingar varðandi söluskrá fasteigna eru veittar á skrif- stofunni að Hafnarstræti 1, 3. hœð. Einbýlishús/raðhús: Árholt 7: 133,8m2 einbýlishús á einni hæð ásamt garðhúsi og bílskúr. Verð: 10,700,000,- Fagraholt 12: 156,7m2 einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 13.500.000,- Hjallavegur 3: 183m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggð- um bílskúr. Verð 11.200.000,- Hjallavegur 19: 242m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. Verð: 12,700,000,- Hlíðarvegur 40: 183,2m2 raðhús á þremur hæðum. Verð: 8.500.000,- Hlíðarvecjur 48: 146,4m2 ein- býlishús a þremur pöllum. Fallegt útsýni. Verð: 8.000.000,- Miðtún 31: 190 m2 endaraðhús í norðurenda á tveimur hæðum. Skipti áódýrari eign komatil greina. Verð 11.000.000,- Miðtún 47: 190 m2 endaraðhús í suðurenda á tveimur hæðum ásamt bílskúr.Tilboð óskast. Seljalandsvegur 68: 198,4m2 hlaðið einbýlíshús á einni hæð ásamt rislofti, uppgert að stórum hluta. Verð: 12.200.000,- Seljalandsvegur 84a: 85m2 ein- býlishús á einni hæð. Endurbyggt 1992. Verð: 6.900.000,- Skólavegur 9: 127m2 einbýlis- hús á einni hæð ásamt kjallara og bílskúr. Verð: 9.500.000,- Smiðjugata 4:141 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt risi og kjallara. Verð: 6.000.000,- Stakkanes 4: 144m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Engjavegur 31: 92,1 m2 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbjlishúsi. Mikið uppgerð Verð: 5.900.000,- Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Verð: 10.500.000,- Stakkanes 6: 144,2m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Sólstofa 13m2. Verð: 11.600.000,- Urðarvegur 13:85m2 einbýlis-hús á einni hæð ásamt kjallara. Tilboð óskast. Urðarvegur 24: 240m2 enda- raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Verð: 11,700,000,- 3ja herbergja íbúðir Hreggnasi 3:73.1 m2 íbúð á neðri hæð i tvíbýlishúsi. Aukaherbergi inn af eldhusi. Tilboð óskast. Fjarðarstrceti 38: 72,1m2 íbúð á miðhæð í þríbjli í góðu standi. Verð: 3.900.000,- Einnig: 49,lm2 íbúð í risi í þríbjli í góðu standi. Verð: 3.600.000,- 4-6 herbergja íbúðir Pólgata 4: 76m2 5 herbergja íbúð á 3. hæð í þríbýlishúsi. Skipti á minni eign möguleg. Verð 3.500.000,- Pólgata 5A: 121 m2 4-5 herbergja íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign möguleg. Verð 6.000.000,- Seljalandsvegur 67: 116m2 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishusi. Mjög gottútsýni. Verð: 6.900.000,- Stórholt 7: 116m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlis- húsi. Skipti á stærri eign mögu- leg.Verð: 7.300.000,- Stórholt 9: 116m2 4ra herberþja íbúð á 2. hæð t.v. í fjölbýlishusi. Verð 7.300.000,- Stórholt 13:103m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á dýrari eign mögu- leg. Verð: 7.900.000,- Stórholt 13:103m2 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð 7.800.000,- Túngata 21:77,8m2 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í þríbýlishúsi. Inngangur sameiginlegur með 2. hæð. Verð 5.000.000,- Urðarvegur 25: 154,6m2 5-6 herbergja íbúð að hluta á 2 hæð- um í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á odýrari eign möguleg. Verð: 10.300.000,- Fagraholt 2: 160m2 einbjlishús á einni hœð ásamt tvöföldum bílskúr. Verð: 13.000.000,- Seljalandsvegur 67: 107m2 3ja herbergja íbúð á neðri hæð. Verð: 6.000.000,- Stórholt 9: 74,6m2 íbúð á 1. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð: 5.300.000,- Stórholt 11: 80m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 6.900.000,- Stórholt 11: 80m2 íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Mjög gott útsýni. Verð: 6.200.000,- Urðarvegur 78: 93,8m2 íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Verð 7.100.000,- 2ja herbergja íbúðir Smiðjugata 1a: 32m2 lítil íbúð í steinsteyptri viðbyggingu við Smiðjugötu 1. Verð: 2.000.000,- Sundstræti 25:52m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi ásamt auka- herbergi í kjallara. Góðir greiðslu- skilmálar. Verð: 2.000.000,- Urðarvegur 80: 55,4m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Verð 4.600.000,- Suðureyri__________________ Hjallavegur7:130m2einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Laus strax. Tilboð óskast. Kvennalistinn mun því áfram taka þátt í að vinna að sam- eiginlegum framboðslista með fulltrúum óháðra úr sveitar- stjórnum nágrannabyggðanna og Alþýðubandalagsfélögun- um á svæðinu. Við þurfum að snúa vörn í sókn í byggða- málum og konur verða að vera bæði leiðandi og þátttakendur í því. Jóna V. Kristjánsdóttir. Afmæ/i Sjötugur GuðmundurF. Halldórs- son, áður til heimilis að Tangagötu 15a á ísafirði (Garðshorni) nú búsettur á Hlíf 1, íbúðum aldraðra, verður sjötugur á morgun, fimmtudaginn 14. mars. Guðmundur tekur á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 16. mars kl. 15 í samkomusalnum á Hlíf 1. 12 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.