Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1996, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 30.04.1996, Blaðsíða 4
■ WTTM.mim m innnmni Utgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður •s 456 4560 0456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Jóhanna Eyfjörð Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Netfang: hprent@snerpa.is isafjorður Vilji er allt í sðl og sumaryl sem þarf Síðan Einar Benediktsson orti íslandsljóð sitt, sem hefst með þessari meitluðu dskorun: Þú fólk með eymd í arf! / Snautfog þyrst við gnóttir lífsins linda, / litla þjóð, sem geldur stórra synda, / reistu I verki / viljans merki, / vilji erpllt, sem þarf... hefur orðið meiri þjóðfélagsbyltíng hjó okkur íslendingum, en dœmi eru um hjó öðrum þjóðum d jafn skömmum tíma. íslendingar, snauð og þyrst þjóð, sem öldum saman nýtti auðlindir hafsins til þess eins að draga fram lífið, en gekk síðan svo nœrri þeim ó nokkrum hinum síðustu óratugum, að í dag md hún þola þd niðurlœgingu að sjómenn hennar geta ekki lengur róið til fiskjar, sem frjólsbornir menn, og að misvitrirstjórnmólamenn úthluta því, sem eftir liggurtil útvaldra gœðinga. Á þann veg geldur nú þjóðin „stórra synda", grœðgi og fyrirhyggjuleysis, sem fólst ekki í hvatningu skdldsins um „viljans merki." íslandsljóð Einars Benediktssonar œtti að vera skyldulesning ó öllum stigum skólaskyldu svo lengi sem íslendingar burðast með fullveldi, halda þjóðhdtíðardag og kjósa forseta. Sjá, hin ungborna fíð vekur storma og stríð, / leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. - / Heimtar kotungum rétt, - og hin kúgaða stétt / hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Á 80 óra afmœli Alþýðusambands íslands liggja fyrir Alþingi frumvörþ sem snerta viðkvcema strengi samtakanna, Hér og nú er ekki tekin afstaða með eða d móti breytingum ó vinnulöggjöfinni. Eflaust mó sitthvað þar til þetri vegar fcera, líkt og hjó hreyfingunni sjólfri sem og d flestum sviðum þjóðlífsins. Hitt œtti ekki að þurfa að segja róðherrum, að breytíngar ó vinnulöggjöfinni dn samkomulags við verka- lýðshreyfinguna eru dœmdar til að mistakast. Það er barnaskapur að cetla sér að knýja slíkt í gegn með einföldum meirihluta þingmanna. Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til verka- lýðshreyfingarinnar verður ekki ó móti mcelt, að einstök verkalýðsfélög og heíldarsamtök þeirra eiga sinn þótt í þeim stakkaskiptum, sem ótt hafa sér stað í þjóðfélaginu og fœrt hafa okkur mannréttindi, sem við nú teljum sjólfsögð, en sem voru það engan veginn ó órum óður. Þau komu ekki af sjdlfu sér og kostuðu sitt, ísland í órdaga verkalýðshreyfingarinnar var allt annað land, en það sem við þekkjum í dag. Húsakostur landsmanna, atvinnutœki og tœkifœri, samgöngur, yfir höfuð allt, sem nöfnum tjóir að nefna, hefur tekið þvílíkum breytingum að orða er vant. En, þrdtt fyrir allt þetta blasir samt sú nöturlega staðreynd við d því herrans dri 1996, að hluti landsmanna býr enn við fdtœktarmörk; aðstœður, sem fyrr ó drum leiddu til niðrandi nafngiftar d þolendum. Senn göngum við inn í nýja öld, Þegar þar að kemur og sagnaritarar taka til við að meta frammistöðu okkar ó þeirri gömlu, mun koma í Ijós, - þrótt fyrir allar umbœtur í þjóðfélaginu og velferð ó mörgum sviðum - að við fóum falleinkunn fyrir að hafa skammtað þjóðarkökunni úr hnefa til svo margra. Undan þeim dómi verður ekki vikist. En það er aldrei of seint að reisa í verki, viljans merki og vilji er allt, sem þarf. s.h. Fjölmargir Vestfirðingar nutu veðurblíðunnar á föstudag og spásseruðu um götur eða lágu í sólbaði, enda langur tími liðinn frá því hægt var að stunda slíka iðju til að ná lit á kroppinn. Meðal þeirra sem nutu veðurblíðunnar á ísafirði á föstudag voru Bubbi Mort- hens og félagar sem voru á tónleikaferð um Vestfirði á helginni. Þegar Ijósmyndari blaðsins varð þeirra var á efri hæð veitingahússins Á Eyrinni á föstudag, voru þeir félagar ánægðir með móttökurnar hjá veðurguðunum og nutu þess að ná örlitlum lit á kroppinn í faðmi fjalla þlárra. Skírð Aprí! Eik Stefánsdóttir á sumardaginn fyrsta HeíUr Ásta Júlía Beck í þjöðskrá Apríl Eik Stefánsdóttir var skírð við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. Athöfnin var frábrugðin hefðbundnum skírnarathöfnum að því leyti að skímarbarnið sagði sjálft til nafns, enda komin á fjórtánda árið og fermist í vor. Hitt er öllu óvenjulegra að vegna afstöðu mannanafnanefndar er Apríl Eik ekki til í opinberum bókum, þar heitir stúlkan Asta Júlía Beck. Séra Magnús Erlingsson skírði Apríl og að lokinni athöfninni var haldið skírnarkaffi fyrir vini og vandamenn Apríl. ,,Það hefur ekki fengist leyfi fyrir nafninu Apríl, en presturinn skírði hana Apríl Eik, og það er hennar vígða nafn. Mannanafnanefnd viðurkennir ekki nafnið, þannig að Apríl ákvað sjálf að heita Ásta Júlía í þjóðskrá,”segir Sigrún Magnúsdóttir, móðir Apríl. Ásta er nafn föðurömmu Apríl og Júlía nafn móðurömmu hennar. Apríl ákvað að nýta sér ný lög um erfðir ættamafna, en í dag erfast þau í kvenlegg jafnt sem karlleg, og þar sem föðuramma hennar hefur ættarnafnið Beck (sem tæplega er hægt að telja til alíslenskra nafna) má Apríl taka það upp. Apríl hefur verið skráð stúlka Stefánsdóttir í þjóðskrá þar til nú. Foreldrar Apríl hafa lengi reynt að fá nafn dótturinnar viðurkennt af mannanafnanefnd, en án árangurs. Rök nefndarinnar eru m.a. þau, að Apríl sé karlkynsheiti, því mánuður sé ætíð karlkyns, og það þykir ekki samræmast íslensku beygingarkerfi. Sigrún bendir þó á að nafnið Dagmar sé kvenmannsnafn, en Hilmar, Sigmar og Guðmar karlmannsnöfn. „Hún hefur alltaf verið kölluð Apríl Eik og verður það áfram, en það á að fara að ferma stúlkuna og hún var sátt við þetta sjálf. Það verður ekkert sjokk fyrir hana að fá ekki nafnið sitt í þjóðskrána, því það hefur verið talað mikið um þetta á heimilinu. En hún er svolítið ákveðin, stúlkan og það getur meira en verið að hún fari fram á að nafninu verði breytt í þjóðskrá, ef lögum um mannanöfn verður breytt. Núna verð ég líklega að tilkynna þetta á pósthúsið, því hún fer að fá ýmsan póst á nafn Ástu Júlíu Beck. Ég á nú ekki von á að þetta valdi miklum vandræðum í svona litlu samfélagi, en við erum við öllu búin og hún líka,” segir Sigrún. Aprí! Eik Stefánsdóttir eða Ásta Júiía Beck? Apríi Eik ásamt foreidrum sínum, þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Stefáni Brynjóifssyni. 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.