Bæjarins besta - 30.04.1996, Síða 10
Halldór Hermannsson, skipstjóri á ísafirði skrifar
Hvaðnúumfm?
Það vakti nokkra undrun
þegar það spurðist að hópur
ungs fólks hér á norðanverðum
Vestfjörðum hyggðist bjóða
fram sérstakan lista í komandi
kosningum þann 11. maí, þegar
kosnir verða fulltrúar í stjórn
hins nýja sveitarfélags. Margir
héldu að hér væri nú um
græskulaust gaman að ræða.
En hvað sem ölluni vanga-
veltum líður þá er þetta orðin
staðreynd. E-listinn eða Funk-
listinn eins og þeir kalla sig,
listi ungs fólks, gefur kost á
sér til setu í nýrri sveitarstjóm.
Það er sannarlega ástæða til
þess að gleðjast yfir þessum
áhuga unga fólksins á mál-
efnum byggðarlaganna hér
vestra. Ekki er að sjá að stjóm-
málaflokkamir virði ungt fólk
viðlits þegar stillt er upp á lista
til kosninga, en það gera þeir
þó á kosningadögum þegar
ofurkapp er lagt á að smala því
saman til þess að kjósa, með
aðferðum sem minna helst á
íþróttakappleiki þar sem mál-
efni og velferð sveitarfélagsins
er aukaatriði.
E-listinn eru þverpólitísk
samtök, þau einu sem bjóða
fram með þeim hætti. Eg vona
að þetta framtak hjá ungu fólki
hér verði jafnöldrum þeirra í
öðrum byggðarlögum hvatning
til átaka á þessari braut í fram-
tíðinni. A mörgum umliðnum
árum hafa fjölmargir sem ég
hefi rætt við verið mér sam-
mála um að flokkspólitík sé
alls ónauðsynleg í svo fámenn-
um byggðarlögum sem víðast
hvar eru á landsbyggðinni. Hún
sé til þess eins að skapa úlfúð
og flokkadrætti, ásamt taum-
lausum hrossakaupum. Aðal-
atriðið sé, að kjósa kraftmikið
og velviljað fólk til þessara
starfa, hvar í landsmálapóli-
tfkinni sem það annars stendur.
Á sl. 60 árum hefur fækkað
hér á Vestfjörðum um rúmlega
fjögur þúsund manns að höfða-
tölu og þar hefur mest borið á
flótta ungs fólks úr byggðar-
lögunum, sem er tilfinnan-
legast. Þetta er m.a. vegna þess
að okkur hefur ekki tekist að
skapa þessu fólki viðunandi at-
vinnugrundvöll. Tækifærin eru
hér allt of fá.
Þar sem okkur sem komin
eru yfir miðjan aldur hefur mis-
tekist að mörgu leyti hrapa-
lega að skapa hér ákjósanlegan
aðsetursstað, þá ber okkur að
fagna því unga fólki sem nú
gefur kost á sér til starfa.
Hjálpið okkur til þess að koma
auga á hvað gera skal, því hér
standa hnípin byggðarlög í
vanda.
Það hljóta allir að sjá sem
augun vilja opin hafa, hve á-
standið er alvarlegt hér um
slóðir. Fjöldinn allur af sjávar-
útvegsfyrirtækjum sem áður
voru með blómlegan rekstur,
eru hér á fjórum fótum fjár-
hagslega. Þar kemur margt til.
Orsakanna er meðal annars að
leita til áratugarins 1980-1990,
þegar gengi var haldið föstu í
fimm ár samfleytt, ásamt ótrú-
legu vaxtaokri. Þetta gróf
undan efnahag vel stöndugra
sjávarútvegsfyrirtækja, sem
fluttu framleiðslu sína á er-
lendan markað. En á því
byggist afkoma Vestfirðinga
einvörðungu, meira en flestra
annara byggðarlaga. Fisk-
vinnsla hefur stórlega verið að
færast út á sjó, sem hefur veru-
lega dregið úr atvinnutæki-
færum í landi. Jafnframt hefur
okkur Vestfirðingum hefnst
fyrir að neita að taka þátt í
siðleysi kvótakapphlaupsins,
sem er að leggja sum byggðar-
lög í rúst og þar á meðal okkar.
Mörg sjávarútvegsfyrirtæki
Halldór Hermannsson.
voru svo illa sett á sl. áratug að
þau neyddust til þess að selja
skip sín og kvóta burt úr
byggðarlögunum. Þær veiði-
heimildir koma ekki til baka
eftir einhverjum pólitískum
leiðum, það skulum við gera
okkur Ijósa grein fyrir. Aðal-
keppikefli okkar hlýtur nú að
vera að fá fjársterka aðila
innanlands til að fjárfesta hér í
fyrirtækjum. Þann grundvöll
verður að reyna að skapa. Því
miður eigum við litla von til að
erlendir aðilar fjárfesti hér,
frekar en annars staðar á
landinu, a.m.k. ekki í sjávarút-
vegi. Þeir sem nú ráða ferðinni
í stjóm landsins sjá til þess að
það sé ekki hægt. Þarna er
einhver hagsmunagæsla á ferð-
inni til handa fámennum hópi.
Sú hagsmunagæsla er tilhæfu-
laus og alls óþörf, því að eigna-
mennirnir inunu sjá um sig
engu að sfður.
Þjóðrembumennirnir ala á
ótta almennings við erlendar
þjóðir í formi einhverskonar
nýlendukúgunarfóbíu fyrri
alda. Enda þótt ástandið í
málum byggðarlaga hér vestra
sé mjög alvarlegt sem stendur
má þó sjá nokkra vonarglætu í
framtíðinni. Þorskurinn er f
uppsveiflu og vonandi verður
svo eitthvað fram yfir alda-
mót. Héðan er sem fyrr stutt á
miðin.
Samgöngubætur hafa orðið hér
miklar með tilkomu jarð-
ganganna sem munu nýtast
okkur vel til að bjóða aukna
þjónustu við skip, víðsvegar
að af landinu, til löndunar á
afla. Við þurfum að laða fjár-
festa hér að til að skapa þá
vinnslu úr sjávarfangi sem
hentar erlendum mörkuðum
hvað best hverju sinni og sinnir
þeim kröfum sem nú eru gerðar
til matvælavinnslu. Á næstu
árum þurfum við að leggja
ofurkapp á að fá flugvöll í
Dýrafirði sem gæti þjónað flugi
beint til útlanda með ferskan
fisk, unnum eins og henta
þykir. Aðalatriðið er þó, eigi
að skapa okkur einhvem fram-
tíðargrundvöll, að sú sam-
eining sem hér er að eiga sér
stað á norðanverðum Vest-
fjörðum takist í sátt og sam-
lyndi. Fari hinsvegar þannig,
eins og átt hefur sér stað í
mörgum sameinuðum byggð-
arlögum, að hver hendin verði
upp á móti annarri, þá verður
framtíðin erfið, svo vægt sé til
orða tekið.
Hér vestra hefur átt sér stað
mikil hnignun mörg undanfarin
ár. Samfara hnignun er hætta á
að flokkadrættir, úlfúð og öfund
aukist meðal íbúanna. Við verð-
um að vera vel á varðbergi hvert
og eitt til þess að bægja þeim
voða frá okkur.
Eins og áður er getið þá bind
ég vonir við unga fólkið sem nú
er að komast til manns á Vest-
fjörðum. Ef við höfum það ekki
með okkur til þess að rífa okkur
upp úr volæðinu, þá erfiðum við
til einskis. Þess vegna hugsa ég
gott til þess að E-listi unga
fólksins fái einn fulltrúa kjörinn
í nýju sveitarstjórnina á vertíðar-
lokadaginn, 11. maí. Byrjum
rneð því nýja vorvertíð.
Smári Haraidsson, efsti maöur F-iistans skrifar
Fólk fremur en fyrirtæki
Þann 11. maí n.k. verða tíma-
mót í sögu vestfirskra byggða.
Þá verður kosið til sveitarstjómar
í hinu nýja sveitarfélagi á norðan-
verðum Vestfjörðum. Fólk horfir
með eftirvæntingu og e.t.v.
nokkrum kvíða til þess sem við
tekur. Það leggur mikið upp úr
því hverjir veljist til forystu.
Margir velja nú fólk fremur en
flokka. Vegna þessa var það von
margra að flokkadráttum yrði ýtt
til hliðar fyrir þessar kosningar
og að um samfylkingu félagslegu
aflanna gæti orðið að ræða. Þetta
var í rauninni staðfest í skoðana-
könnun Bæjarins besta á dögun-
um.
Því miður urðu Framsókn og
Alþýðuflokkur ekki við þessum
óskum fólksins og kusu að bjóða
fram hefðbundna flokkslista.
Oháðir, Kvennalisti og Alþýðu-
bandalag svöruðu kallinu og
bjóða fram kosningabandalag
undir listabókstafnum F. Leiðar-
ljós F-listans er félagshyggja,
kvenfrelsi og umhverfisvernd.
Mikil og góð samstaða hefur
skapast innan þess hóps sem að
F-listanum stendur og hefur
samstarfið verið skemmtilegt og
gefandi. Lofar það góðu um
samstöðu okkar í framtíðinni,
fbúanna á þessu svæði.
Höfuðverkefni nýrrar sveitar-
stjómar verður að móta stjórn-
sýslu í hinu nýja sveitarfélagi, að
efla samstöðu fólksins og að snúa
byggðaþróun sfðustu ára við. Til
að stuðla að þessu þarf að ýta
undir bjartsýni fólksins og efla
trú þess á framtíðina. Gagnrýni
er þó nauðsynleg. Hún á að vera
jákvæð og uppbyggjandi og
byggð á málefnum. Hún á hins
vegar ekki að vera neikvæð og
niðurdrepandi og hún á ekki að
byggjast á duttlungum og geð-
vonsku fáeinna einstaklinga.
Dæmi um vonda gagnrýni er
gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á
Framhaldsskóla Vestfjarða. Það
á að vera kappsmál okkar allra
að byggja upp öflugan og lifandi
framhaldsskóla. Sjálfstæðismenn
hafa hins vegar sett gagnrýni sína
fram á neikvæðan og hrokafullan
hátt. Hún hefur sært marga
kennara og meitt nemendur. Hún
byggir ekki upp heldur rífur
niður. Þannig er reyndar tónninn
mjög víða í stefnuskrá D-listans
fyrir þessar kosningar. Maður Ies
víða út úr henni hugsunarháttinn.
Við skulum og við ætlum; með
góðu eða illu; hvað sem hver
segir.
Til að byggðirnar þrífist þarf
fólk að hafa góða afkomu, næga
atvinnu, góða heilbrigðisþjón-
ustu, góða skóla, greiðar sam-
göngur og annað það sem alltaf
er nefnt þegar rætt er um byggða-
mál. Þetta er óumdeilt. En reynsl-
an hefur sýnt að þetta er ekki
nóg. Það verður ekki síður að
taka tillit til fólksins sjálfs. Til
þarfa manneskjunnar. Að henni
líði vel. Að hún vilji og geti búið
héma. Það má ekki verða útundan
vegna þess að atvinnulífið er fyrir
fólkið en ekki öfugt. Sama gildir
um skóla, samgöngur og annað.
Smári Haraldsson.
Brýnast er að fólk geti lifað
öruggu og hamingjusömu lífi. Og
lífi sem hefur einhverja merk-
ingu. Þess vegna er það mikil-
vægasta hlutverk hverrar sveitar-
stjórnar að létta fólkinu lífsbar-
áttuna, að stuðla að meiri grósku
í mannlífinu, að virkja fjöldann
til átaka og efla samstöðu
íbúanna. Þess vegna setur F-
listinn manneskjuna og mann-
gildið í öndvegi. Þess vegna
leggur F-listinn áherslu á að
tryggja lýðræðisleg vinnubrögð
við stjórn sveitarfélagsins. Og
þess vegna vill F-listinn virkja
þann kraft sem í fólkinu býr og fá
sem flesta til að taka þátt í að
móta nýtt samfélag.
Smári Haraldsson.
Fjö/menni var í síðustu messu Isfirðinga-
félagsins í Reykjavík.
ísfirðingar f Reykjavfk
Messa og kirkjukaffi
Isfirðingafélagið í Reykjavík hefur ákveðið að gangast
fyrir messu og kirkjukaffi sunnudaginn 5. maí nk., kl. 14.00
í Neskirkju í Reykjavík.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, fædd og uppalin á Isafirði
og núverandi sóknarprestur í Bolungarvík mun messa og kór
brottfluttra Isfirðinga mun syngja undir stjórn Herdfsar E.
Jónsdóttur við undirleik Reynis Jónassonar, orgelleikara.
Kirkjukaffi verður strax að messu lokinni og verður fólki
þar gefinn kostur á að kaupa kaffi. Jafnframt að hlusta á
Guðs orð, er þetta kjörið tækifæri til að hittast og spjalla
saman að messu lokinni, segir m.a. í frétt frá félaginu.
Kirkjunefnd Isfirðingafélagsins í Reykjavík skipa þau Una
Halldórsdóttir, Sveinn Elíasson og Rannveig Margeirsdóttir.
Starfsemi Bæjar- og héraðsbókasafnsins á ísa-
firði eykst jafnt og þétt.
Bókasafniö á ísafirði
Útlán jukust um 4,5%
Skýrsla Bæjar- og héraðsbókasafnsins og Héraðsskjala-
safnsins á ísafirði fyrir árið 1995 er komin út. Heildarútlán
bókasafnsins jukust um 4,5% á árinu, urðu 29.711 bindi, en
voru 28.455 á árinu 1994, útlán ársins 1995 svara til þess að
hver íbúi á Isafirði hafi fengið 8,5 eintök að Iáni á því ári.
Um 40% útlána voru fræðirit, en skáldrit voru 35% útlána og
barnaefni 25%. Þá er ógetið lána á lesstofu safnsins, tíma-
rita- og blaðalána o.þ.h., en þau eru talin vera um helmingur
af útlánum.
Töluvert fleiri bækur voru sendar fbúum sýslunnar í pósti
árið 1995 en 1994, 451 bók á móti 308 árið 1994. Þá voru
útlán til stofnana 3.541, sem er aukning frá fyrra ári. Milli-
safnalánum fækkaði nokkuð úr 411 árið 1994 í 340 árið
1995, og munaði þar mest um að einungis voru fengnar 270
hljóðbækur að láni á síðasta ári í stað 336 á árinu 1994.
Talið er að gestir safnsins hafi orðið um 20 þúsund á sl.
ári, og fastagestir þess séu um 700 talsins. Einungis 215 börn
hlýddu á sögustundir safnsins á sl. ári, en 296 árið 1994.
Bókasafnið telur nú um 73 þúsund bindi, og jókst það um
rúmlega eitt þúsund bækur á árinu. Meginhluta safnsins, eða
um 40 þúsund bindum hefur verið komið fyrir í gamla
sjúkrahúsinu þar sem unnið er að flokkun safnsins og upp-
röðun í hillur í bókageymslur í kjallara hússins.
Héraðsskjalasafnið er nú allt komið á gamla sjúkrahúsið,
og búið er að flytja um 82 þúsund filmur og myndir í húsið
að auki. Á sl. ári fékk safnið til varðveislu úrklippusafn
Sigurðar Kristjánssonar frá Súðavík, alls 10 möppur. Tölvu-
skráning safnsins er í undirbúningi og m.a. hefur Netagerð
Vestfjarða lagt safninu til tölvu til verksins, sem á að hefjast
á þessu ári.
Engar framkvæmdir voru við gamla sjúkrahúsið á árinu
1995, en kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar hússins
nemur um 50 milljónum króna. Tekist hefur að útvega
styrki, m.a. frá Húsafriðunarsjóði. alls um 10 milljónir
króna. Unnið er að endurhönnun hússins, en gert er ráð fyrir
að húsið haldi sinni upphaflegu mynd svo sem kostur er.
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996