Víðförli - 15.01.1983, Síða 1
2. árgangur
Janúar1983
1. tölublað
oF
Hjálparstofhun kirkjunnar:
79
Hundruö tonna af mat-
vörum til PóUands
Frá íslandi til Póllands.
Starfsmenn Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar hafa nýlokið við dreifingu á 200 tonn-
um af kjöti í Póllandi. Kjötið var flutt með
skipum Eimskips og SÍS svo til að kostn-
aðarlausu til Póllands en með fluting-
avögnum til hinna átta dreifingastaða
þarlendis. Til þess að menn geri sér bet-
ur grein fyrir umfangi 200 tonna af kjöti,
má geta þess að 24 flutningavagna, s.k.
risavagna, þurfti til þess að flytja kjötið.
Starfsmenn hjálparstofnunarinnar
eru nýkomnir heim eftir þessa dreifing-
ar önn. Gekk hún mjög vel, þótt við
margvíslega erfiðleika væri að etja og
hafa íslendingar fengið á sig gott orð í
Póllandi vegna starfa sinna. Alkirkju-
ráðið (Vorld Council of Churches) hefur
því ákveðið að styðja þetta starf Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og veitti nýlega
130 þúsundir dollara til hjálparstarfs ís-
lendinga í Póllandi. Væntanlega verða
send 100 tonn af kjöti strax í febrúar og
verið er að kanna möguleika á frekari
kjötsendingum á þessu ári. Á síðasta ári
voru send um 300 tonn af matvælum.
Helgi Magnússon
Landsbókasafn
v/Hverfisgötu
101 Reykjavík-4 eint.
Saltsíld á leiðinni.
Allmikið magn saltsíldar eða um 60 tonn
eru nú á leiðinni til Póllands. Hefur
Hjálparstofnunin látið pakka síldinni í 5
kg. umbúðir til hagræðis fyrir þann
fjölda fólks sem ekki hefur ísskáp og á
erfitt með að geyma matvæli. Munu
uppskriftir um matreiðslu síldarinnar
verða fyrirliggjandi, hinsvegar eru Pólv-
erjar alvanir matreiðslu ærkjötsins, þeir
hafa fengið það í stórum stíl frá Svíðþjóð
og auk þess framleitt það sjálfir þegar
árferði voru eðlileg.
Margvíslegur stuðningur við
hjálparstarfið.
Utanríkisráðuneytið hefur stutt mjög
matvælasendingar Hjálparstofnunar-
innar bæði með fjárframlögum og ann-
arri fyrirgreiðslu. Reykvísk endur-
trygging og Tryggingarmiðstöðin hafa
gefið allar tryggingar og áður er getið
framlags Eimskips og Skipadeildar SÍS
við flutninga og Hafskip flutti einnig
matvæli sem gefin voru til Póllands héð-
an á síðasta ári endurgjaldslaust.
Rauði kross íslands hefur veitt 150
þús. krónur til hjálparstarfsins.
<
Á þriðju milljón króna söfnuð-
ust á jólaföstu
Hin árlega söfnun Hjálparstofnunarinn-
ar á jólaföstu í ár gekk með afbrigðum
vel og söfnuðust á þriðju miiljón króna.
Að þessu sinni var safnað með gíróseðl-
um sem gerði framkvæmdina miklu ein-
faldari í sniðum. Þessi söfnun á jólaföstu
„Brauð handa hungruðum heimi" hefur
farið fram frá því 1976 og virðist orðinn
fastur hður í jólaundirbúningi margra ís-
lendinga.
Þess má geta að föstum stuðnings-
mönnum Hjálparstofnunar fjölgaði um-
talsvert við þessa söfnun, en mikilsvert
er fyrir stofnunina að þeir verði sem
flestir sem lofast til að greiða ákveðna
upphæð á ákveðnum tíma til hjálpar-
starfsins. Slíkur hópur fastra gefanda
tryggir tilveru Hjálparstofnunar kirkj-
unnar
Söfnunin í ár tengdist starfi kirkjunn-
ar til friðar á jólum. Þá var mælst til að
menn föstuðu eina máltíð þann 19. des.
til tákns um samstöðu með þeim sem
svelta, létu andvirðið renna til hjálpar
stofnunarinnar og tendruðu síðan
friðarljósið á aðfangadagskvöld. Fengu
þessi tilmæli kirkjunnar góðan
hljómgrunn. Hafa ýmsir mælst til þess
að þetta verði föst jólavenja hérlendis.
Margar hjálparbeiðnir.
Sífellt berast Hjálparstofnun kirkjunnar
beðnir um aðstoð vegna ýmiskonar
hörmunga úti í heimi, auk margvíslegr-
ar aðstoðar hérlendis. Er að sjálf-
sögðu reynt að koma til móts við þær
óskir eftir megni. Aðalverkefni Hjálpar-
stofnunarinnar er þó þróunarverkefnið í
Suður-Súdan, en þar taka tveir íslend-
ingar þátt í starfinu.
Starfsmenn Hjálparstofnunar kirkj-
unnar eru aðeins þrír að tölu. Sigurjón
Heiðarsson, skrifstofustjóri, Gunnlaug-
ur Stefánsson fræðslufulltrúi og Guð-
mundur Einarsson framkvæmdastjóri,
en hann er að hefja áttunda starfsár sitt
þar. Formaður framkvæmdanefndar er
sr. Bragi Friðriksson.
I