Víðförli - 15.01.1983, Qupperneq 16
Erlendar fréttir . . .
Kirkjan gagnrýnir stjórnvöld
í Ghana
Kirkjan í Ghana er ekki hrædd við að tjá
sig í viðkvæmum málum. Ríkisstjórnin
þar kom til valda að lokinni byltingu um
að rannsókn fari fram á þeim fjölda
morða, ofbeldi og pyndingum sem
saklausir borgarar verða að sæta.
Kirkjan hét fullu samstarfi með stjórn-
inni svo fremi hún stefndi að réttlæti og
virðingu fyrir mannslífum. Kirkjan benti
og á að byltingarforingjum bæri að
vinna fyrst og fremst að bættum kjörum
alþýðunnar fremur en útfærslu hug-
myndafræðilegs áróðurs. Nú er að sjá,
hvort hin opna gagnrýni kirkjunnar
verði barin niður með ofbeldi eins og
dæmi eru til allt í kringum Ghana.
Finnskir söfnuðir afla
einstæðingum vina
Einmanaleiki er mikið vandamál í Finn-
landi, ekki aðeins í borgunum, heldur
einnig í dreifbýlinu þar sem byggð er
víða mjög gisin. Nær helmingur finnskra
safnaða (í borgum hluti) hefur reynt
að snúast við þessu vandamáli með
„vinaþjónustu".
Sjúku og einmana fólki standa til boða
reglubundnar heimsóknir einstaklings
sem er reiðubúinn til að tengjast lang-
tíma vináttuböndum, sé þess óskað.
Þegar hafa um 9000 manns tekið þátt í
námskeiði til undirbúnings fyrir slíka
þjónustu
Sorpverkfall - eina vopn hinna
kristnu í Pakistan
í Pakistan ríkir enn óbeint lénsskipulag.
Stórjarðeigandi í Punjabfylki hefur þús-
undir verkamanna í þjónustu sinni, en
þeir eru í rauninni sem hans eign og upp
á hann komnir.
Verstar eru þó aðstæður kristinna
manna. Þeir verða að búa í sérstökum
bæjarhlutum og oft er bæjarbrunnurinn
þeim lokaður. Verða þeir þá annaðhvort
að sækja vatn í óhrein síki, eða borga
Múhameðstrúarmönnum fyrir sæmi-
lega hreint vatn. Oft hefur þeim tekist
að grafa eigin brunna sem einkenndir
eru með krossmarki, til þess að Múham-
eðstrúarmenn láti þá í friði, en iðulega
hafa öfgamenn úr þeim hópi eitrað
brunnana. Ennfremur hafa stjórnvöld
ítrekað tekið land hinna kristnu til eigin
nota án greiðslu eða leyfis.
Kristnir menn í Pakistan gripu því ný-
lega til þess eina vopns sem þeir hafa:
sorpverkfalls. Öll sorphreinsun er fram-
kvæmd af kristnum mönnum, en slík
störf vilja Múhameðstrúarmenn ekki
vinna í því landi. Hefur kristnum mönn-
um tekist að fá bærilegri lífskjör með
þessum hætti.
Umferðarslysin sem
siðferðilegt vandamál
Norski biskupafundurinn hefur enn
fjallað um hin geigvænlegu umferðaslys
en áður var það gert 1963 og 1969. í
ályktun fundarins er bent á að a.m.k.
70% af umferðaslysum þar í landi eru af
óaðgæslu, oftast vegna áfengisneyslu.
Á því leikur enginn vafi að þetta vanda-
mál er fyrst og fremst siðferðislegs
eðlis, spurningin er um ábyrgðartilfinn-
ingu og umhyggju.
Umferðafræðsla hefur fengið meiri
sess í fermingarstörfum norsku kirkj-
unnar og ýmis safnaðarblöð hafa fjallað
um vandamálið. Engu að síður fer því
víðsfjarri að umferðamálin hafi fengið
þann stað í boðun og fræðslu kirkjunnar
sem svarar til hins siðferðilega mikil-
vægis þeirra.
Það hlýtur að vera verkefni fyrir
starfslið kirkjunnar að vekja kristna
söfnuði til miklu sterkari meðvitundar
um þetta vandamál. Biskupafundurinn
norski leggur til að umferðamál fái sama
sess í kristinni boðun sem skilnaðarmál,
áfengismál, fóstureyðingar og þróunar-
aðstoð. Þetta skal gera við guðsþjónust-
ur, í blaðagreinum, útvarps- og sjón-
varpsdagskrám, á sérstökum snældum,
auk skóla- og fermingarfræðslunnar.
Óvenjulegt hirðisbréf.
Martin Lönnobo biskup í Linkjöbing-
stifti í Svíþjóð hefur vakið mikla umræðu
og umhugsun í landi sínu.
Er hann tók við starfi biskups fyrir ör-
fáum árum, kaus hann ekki að skrifa
hirðisbréf sitt í bókarformi eins og venja
er. Þess í stað skrifaði hann stutt bréf til
hverrar fjölskyldu í biskupsdæmi sínu,
þar sem hann lýsir þörfinni á andlegri
vakningu og kallar fólk til samstarfs við
kirkjuna. Hann óskaði eftir svörum við
bréfi sínu, og þau bárust í stórum stíl.
Svar Lönnebos við þeim viðbrögðum
og spurningum sem þessi svarbréf
geyma er í nýútkominni bók
hans: „ Kiistendommens á terkomst “
sem er metsölubók í Svíþjóð um þessar
mundir. Lönnebo biskup hefur skrifað
mikið um andlega uppbyggingu og leitt
kyrrðardaga. Hann flutti fyrirlestur um
bænalíf á norræna prestafundinum sem
haldinn var í Reykjavík fyrir nokkru.
Lönnenbo er þar að auki þekktur sem af-
bragðs skíðamaður og hefur fjallað
mikið um ábyrgð mannsins um alhliða
uppbyggingu og viðhald líkama og
sálar.
En biskupinn skrifaði annað bréf,
nefnilega til presta sinna. Þar fjallar
hann um bænalíf prestsins, og lætur
fylgja með bæn sem hann hefur samið.
Hann lofar að biðja þessa bæn sjálfur
hvern dag og biður presta sína að gera
shkt hið sama. Vakning meðal presta
veldur vakningu meðal almennings,
segir Lönnebo. Bænin var prentuð á fah-
egan miða sem hann óskar að sé
geymdur inni í Biblíunni eða á vinnu-
borðinu. Bænin er þannig í afar lauslegri
þýðingu. (Frumgerðin á sænsku er fáan-
leg á ritstjórn Víðförla og væri mjög
æskilegt að hún fengi íslenskan búning
við hæfi.)
HvUíkt djúp erhjá þérDrottinn
afríkidæmi, visku og þekkingu.
Hversu mikill ert þú faðir.
Skilningur þinn og máttur á sér engin
takmörk.
Lífmitt og verk eru gjöf
sem ég vil leggja fram á altarí þitt
sem fórn kærleikans.
Fyrír son þinn Jesúm, eignumst við
þann kærleik sem sameinar.
Sem presturber égkrossinn hans.
Endurnýja mig að helgri mynd hans.
Þá mun styrkur þinn fullkomnast í
veruleika mínum.
Ef einhver slær mig á vinstrí kinn
býð ég honum kyrrlátlega hægri
kinnina.
Því að þú dæmir, Drottinn.
Aðeins þú getur dæmt afréttlæti og
mildi.
Þú heilagur andi, skapa þú í kirkju þinni
frelsi þitt og samstöðu
starf og hvíld
ogleið okkurheim til Föðurins.
Blessa þú Drottinn þjóna þína íþessu
biskupsdæmi
beyg þig niður mót þeim er leita þín.
Blessa land okkarmeð andlegum og
líkamlegum gjöfum.
Skapa þú andlegt vor ísöfnuðunum
og skapa þú vakningu meðal presta.
Byrjaðu hana ímér.
Hér er ég Drottinn minn.
Miskunna þeim sem þjást.
Hlýð á andvörp sköpunar þinnar
ogfullkomna verk þitt sem fyrst.
Dýrð sé þér Drottinn um eilífð aUa.
Amen.