Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 11
Hvar fyrir er ldlukkum hringt til messu ? Ritstjóri Víðförla fór þess á leit við mig að ég svaraði ofangreindri spurningu — er ég birti hér með orðum sr. Hallgríms Péturssonar - og reyni um leið að fara um það nokkrum orðum hvernig haga ætti hringingu til messu. Ég svaraði um- svifalaust játandi enda mönnum skylt að vera jákvæðir fyrir jólin. Er ég hins vegar hóf leit að reglum um hringingar varð mér ljóst að þær fyrirfinnast hvergi! Táknmál klukknanna Það hefur tíðkast frá aldaöðli að kristinn söfnuður hefur verið kallaður til helgra tíða með klukknahringingu. Mun sá siður hafa hafist innan klaustranna í upphafi miðalda og breiðst þaðan út til sóknarkirknanna. Tíðkaðist um alda- raðir að klukkum væri hringt í kirkju á ákveðnum stundum á degi hverjum bæði til að minna fólk á hvað liði degin- um og til að minna það á hverfula ævitíð svo að menn gerðu bæn sína. Klukkna- slögin minna menn á framrás tímans og þá um leið á hverfulleik mannlífsins og ábyrgð manna. Er klukkan slær hverfur stund og önnur hefst, sú eina er ég ræð, sú eina er ég hef tilað þjóna Drottni mínum og skapara. Spurningunni: Hvar fyrir er klukkum hringt tilmessu? svarar sr. Hallgrímur á þessa leið: Guð ei írumkvöðull fyrir verki þessu. Á Sínaífjalli svo bar til forðum, áðui en himna Guð hreyfði þar orðum. Hvell básúnu hljóð hann lét þarklingja, þai af er siður sá til söngs að hringja. Svo títt oss málmurinn fyrirmessu gellur, teiknast oss dómsdagshljómurinnhvellur. Þannig prédika kirkjuklukkurnar á sinn hátt mikilfengleika Guðs. Og nú- tímasálmaskáld segir: Við kirkjunnar klukknahljóm kenni ég Guðs míns róm. (Dr. Jakob Jónsson, Sb. 215). Hvernig hringja skuli Nú á dögum tíðkast ekki daglegar klukknahringingar lengur, heldur gegna klukkur því hlutverki einu að kalla menn til helgra tíða. Á aðfanga- dögum stórhátíða tíðkast víða, í þéttbýl- um a.m.k., að kirkjuklukkum er hringt nokkra stund um miðaftan — kl. 18. Þá er kirkjuklukkum víða hringt um áramót og endranær við hátíðleg tækifæri. Hins vegar eru prentaðar reglur engar til um tilhögun hringinga. Siðvenjur varðandi hringingar hafa að líkindum verið svo rótgrónar hér á landi að ekki hefur þótt taka því að setja um þær reglur. Þær hafa verið lifandi meðal fólksins og miðl- að milli kynslóðanna á eðlilegan hátt. Hið eina er messusöngs- og handbækur hafa til þessa tekið fram um klukkna- hringingar er að samhringja skuli - þ.e. hringja skuli öllum klukkum saman - strax áður en messa hefst. Dr. Elnar Slgurbjöraason, formaöur hand- bókaraefndar Þjóðkirkjunnar svarar: Frá prentun Sálmabókarinnar frá ár- inu 1965 hefur verið tekið fram að hringja skuli þrívegis fyrir messu. Þessi regla var endurtekin í Handbók íslensku kirkjunnar frá 1981 (bls. 8). Styðst hún við sið sem er allsráðandi hér í Reykjavík - og víðar á landinu — og felur í sér að hringt er fyrst hálfri stundu og síðan stundarfjórðungi fyrir messu og að lok- um öllum klukkum saman strax áður en messa hefst. Þessi venja er samhljóða reglum sem er að finna í dönskum hand- bókum, m.a. í Proveritualbogen 1963, bls. 140. Er hugsanlegt að reglan um þrjár hringingar fyrir messu sé upphaf- lega dönsk og hafi borist hingað til Reykjavíkur á síðustu öld og héðan út um landið. Hún tíðkaðist á Ólafsfirði er ég var þar prestur og sömuleiðis var í Fnjóskadal byrjað að hringja nokkru áður en messa skyldi hefjast. Hins veg- ar var í Kjósinni ekki hringt fyrr en sam- hringt var, um leið og messa hófst. Hringjari á Reynivöllum á minni tíð var roskinn bóndi er tók við starfi af föður sínum og hélt í öllu við venju hans. Var hún og samhljóða þeirri venju er tíðkað- ist á Kjalarnesinu. Samkvæmt þessu er ljóst að mismun- andi venjur ríkja út um landið varðandi klukknahringinguna. Er að mínum dómi sjálfsagt að halda í staðbundnar venjur að þessu leyti (usus loci). Aðalatriðið er að hringt sé öllum klukkum kirkjunnar saman síðustu mínúturnar áður en messa hefst (samhringing). Fer vel á því að enda samhringinguna með „bæna- slögunum". Þá er einni klukku hringt þrisvar sinnum þrem sinnum. í lok messu er einnig hringt. Það er merkilegt að engin handbók ræðir um hringingu í lok messu, nema Helgisiða- bók 1934 ogHandbók 1981. Reglanmun þó eldri enda orti sr. Valdimar Bríem fyrir daga Helgisiðabókar 1934 versið: Oss héðan klukkur kalla (Sálmab. 247). Víða til sveita tíðkast að hringt er 3x3 slögum (bænaslögum) þegar að loknum síðasta sálmi (eða útgöngubæninni þar sem hún er lesin), og er eftirspil leikið að lokinni hringingu. Er þetta sennilega hin forna íslenska venja og ber að halda í hana þar sem það er unnt þar eð hún er bæði virðuleg og hátíðleg. Rafmagns- hringingar gera þetta fyrirkomulag erf- itt og valda því að sums staðar verður að láta hringja á meðan leikið er eftir- spil. Við jarðarfarir er beitt öðrum reglum við hringingar en við messuna. Almenn- ust venja er sú að ekki er samhringt á undan jarðarför, heldur aðeins hringt einni klukku. Ætti sú hringing að enda á bænaslögunum eins og Handbók 1981 tekur fram (bls. 138). Eftir jarðarför tíðk- ast og að hringja aðeins einni klukku en það er, eftir því sem ég kemst næst, mjög breytilegt eftir stöðum hvernig þeirri hringingu er háttað að öðru leyti og ber að halda í þær venjur. Tilmæli Þar eð heimildum um hringingar er mjög fáum til að dreifa langar mig til þess í lokin að beina þeim tilmælum til meðhjálpara og hringjara og annarra kunnáttumanna út um land er kunna að lesa orð mín, að þeir sendi mér línu um fyrirkomulag hringinga við þeirra kirkju, bæði við messugjörð, jarðarför og aðrar athafnir eða önnur tilefni. VÍÐFÖRLJ— 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.