Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 6
111 LÞaðþarfaðkenna //////
IIIfólkiaðlifa elliárin“l IIIII,
I I I I I I I I I I I I I Þórnrinn Pórarinnsson frá
I I I I I I I I I I I I Eiðum tekinn tatí
- Ég er nú heldur óheppilegur viðmæl-
andi um vandamál aldraðra, segir Þórar-
inn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á
Eiðum, og glettnin leiftrar af honum. —
Ég tel mig alsælan, sæmilega skynugur
enn, umvafinn ástúð fjölskyldunnar, bý
við öryggi og sé ekki út úr því sem ég hef
að gera. Það er ekki sambærilegt hvað
þetta er þægilegra líf en forðum í Eiða-
skóla. En auðvitað sé ég lífið í kringum
mig og árin 78 ættu nú að hafa kennt
mér eitthvað.
Mér líkar vel þetta frumvarp um
heimilisfræði í grunnskólum sem Sal-
ome Þorkelsdóttir er með. Þarna er upp-
lagður vettvangur til að undirbúa sig
undir elhna, strax í grunnskóla. Hvað á
að kenna? Ég gleymi ekki viðtcilinu við
forstöðukonu eins elliheimilis sem
sagði: „Gömlumönnunumsemkunnuað
prjóna líður miklu betur." Þeir mega bók-
staflega ekki vera að því að deyja, þeir
hafa lofað svo mörgum plöggum. Hinir
sitja bara, sumir hverjir, og bíða dauð-
ans. Sjónleysi fylgir oft háum aldri, þá er
gott að kunna eitthvað til handanna. Þá
ætti líka að þjálfa börn og unglinga að
nota vinstri hendina. Vinur minn, Guðni
Jónsson, prófessor, fékk slag og lamað-
ist hægra megin. Ef hann hefði getað
skrifað með vinstri hendinni hefði hann
og þjóðin haft af því mikið gagn.
Eins þarf að gera fólk handgengið
kassettutækjum áður en það verður of
gamalt svo það geti notfært sér hljóð-
bækur þegar það getur ekki lengur
lesið. Með heyrnartækjum þarf hlustun-
in ekki að trufla neinn. Sá sem hlustar á
góðar bækur heldur skýrari hugsun
lengur en ella.
Finnst þér viðhorf fólks til aldraðra
hafa breyst á ári aldraðra?
- Þessi nýju lög eru vinsamleg í garð
eldra fólks og fyrri störf þess hafa aldrei
verið metin sem nú. Og óg er viss um að
miðaldra fólk á góða elli i vstndum. Það
hefur lifað við betri aðstæður og er betur
undirbúið. Harðræði í æsku gerir sumt
gamalt fólk biturt og skapstyggt og slíkt
fólk eignast sjaldnast góðan elli. Það
verður að viðurkennast að sumt af
okkur, gamla fólkinu, er dálítið tiltektar-
samt og þarf þá lítið til að því finnist sér
misboðið. En mér finnst áberandi meiri
nærgætni og tillitssemi gagnvart eldra
fólki nú en fyrir t.d. 15 árum. Stræt-
isvagnabílstjórarnir eru þar prýðis
dæmi og svo unglingarnir. Það er allt
annað hvernig unga fólkið kemur fram
og þá ekki síst börn.
Það er hárrétt stefna í lögunum að
styðja fólk til sjálfshjálpar, gefa því kost
á að vera heima sem lengst, þar sem það
ræður ríkjum, en er ekki þegnar eða
þiggjendur. Það er illt að vera sviptur
því að bjarga sér sjálfur, það verkar ein-
hvern veginn smækkandi og lítillækk-
andi, en það er vandi að hafa með fólk að
gera sem hefur ráðið sér um langa ævi
og því gætt sterkri einstaklingstilfinn-
ingu. Það þarf að fara með skapstygga
fólkið eins og stygg hross, fara að því
með varúð og gætni.
Eitt er það sem þeir sem yngri eru
hafa gott af að skilja, að það skiptir okk-
ur gamla fólkið ákaflega litlu hvort við
lifum einhverjum árum lengur eða
skemur. Aðalatriðið er að fá að lifa lífinu
lifandi. Ég kom eitt sinn í vinnustofuna á
Hrafnistu og læknirinn sem ég var í fylgt
með sagði við karl einn sem var í óða
önn að ríða net: „Ertu kominn hingað
aftur. Ég var búinn að banna þér það,
vegna hjartans." Þá sagði karlinn: „Ja,
læknir minn, mér finnst ég vera ómög-
legur nema ég sé að dudda eitthvað."
Það er mikið ósamræmi hjá heilsugæsl-
unni. Sömu menn fara in í konur og eyða
varnarlausum fóstrum í kviði þeirra og
halda lífi í gamlingjum sem eru löngu
saddir lífdaga og heiladauðir, sumir
hverjir.
Að lifa ekki allt sitt líf
Hvað fer verst með eldra fólkið?
- Það var stelpa sem fór á þjóðhátíð-
ina 1874 og sagði þegar hún kom heim:
„Iss, það var svo leiðinlegt að mér dett-
ur ekki í hug að fara á næstu þúsund ára
hátíð." Þá var hlegið að henni og sagði
stelpan þá flaumósa: „Það getur svo
sem vel verið að maður lifi ekki allt sitt
lif.“
Enginn veit hversu lengi lifir, segir
máltækið, en gamla fólkinu finnst það
stundum einum of seint þegar aðstand-
endurnir koma ekki með blómin fyrr en á
kistuna. Þetta kom frábærlega vel fram í
leikriti Kjartans Ragnarssonar, Blessað
barnalán.
En kostir ellinnar, hverjir eru þeir?
- Ætli ég finni ekki mest fyrir þeim
létti að vera laus við ábyrgðina sem fylg-
ir t.d. starfi skólastjóra f heimavistar-
skóla. Nú get ég fengist við það sem ég
vil og maður verður sjálfstæðari sem
einstakhngur.
Ég treysti mér ekki til að verða
prestur, nema allra fyrst eftir að ég út-
skrifaðist úr guðfræðideildinni. Við vor-
um fjórir, nýútskrifaðir kandidatar, sem
sóttum um sama prestakallið. Undir lok
kosninga„slagsins“ dró ég umsókn
mína til baka segjandi í votta viðurvist
að þó ég yrði kosinn, treysti ég mér ekki
til að verða söfnuðinum svo góður prest-
ur að hann kæmist aftur í samt lag, sið-
ferðislega, og hann var í fyrir prests-
kosninguna.
Framhaldsnám erlendis olli því að ég
treysti mér ekki til þess trúboðs sem í
prestsstarfinu felst. Skólastjórinn full-
nægði mér líka sem guðfræðingi, ég gat
komið því að sem mér lá á hjarta, í krist-
infræðslukennslunni og vikulegum er-
indaflutningi í áheyrn alls skólans.
Hinsvegar hafa viðhorf mín breyst með
aldri og víðari yfirsýn. Nú treysti ég mér
betur til að gerast prestur en forðum
var.
Lífslánið
Hvað hefur verið þitt lán í lífinu?
- Afbragðskona og indælisfjölskylda
á alla lund og starf sem ég kunni vel við
og bar jákvæðan árangur ef trúa má
vitnisburði nemenda minna, margvís-
leg lífsreynsla sem getur verið eins og
krydd í tilverunni þótt erfið hafi verið á
stundum, eins og þjáningafull veikindi
sem að lokum knúðu mig til að láta af
erfiðu skólastjórastarfi. Það var t.d. einn
6 — VÍÐFÖRU