Víðförli - 15.01.1983, Qupperneq 12
A /‘ kristnilífí í Búdudalsprestakalli:
„Að gera gagn, þótt ekki
sé iiGina tyrir einn“
— Það er mikil heppni ef fólk kemst til
og frá Vestfjörðum að vetrarlagi án þess
að verða veðurteppt svo dögum skipti.
Það þarf að sitja tímunum saman við
símann, hringja til flugfélagsins á nokk-
urra tíma fresti og kannski getur flug-
vélin svo ekki lent þegar hún kemst loks
yfir flugvöllinn. En þegar ekkert þarf að
fara er lífið í föstum og góðum skorðum.
Það er notalegt að búa í litlum bæ á
Vestfjörðum, þekkja alla, sem ganga um
götur og hittast í búðunum. Ég er ný-
komin frá jólahaldi á Bíldudal hjá systur
minni Döllu Þórðardóttur sóknarpresti
þar, Agnari Gunnarssyni manni hennar
og Trostani syni þeirra. Ég komst vestur
með vélinni, sem ég átti far með ,en varð
veðurteppt eftir jólin. En það var allt í
lagi, það var nóg við að vera á Bíldudal.
Ég sótti tvær jólamessur,, sem haldn-
ar voru meðan ég var þar. A aðfanga-
dagskvöld var aftansöngur klukkan sex
og á annan jóladag var hátíða-
guðsþjónusta. Guðsþjónustan, sem átti
að vera í Selárdal á jóladag varð að falla
niður vegna ófærðar. Það voru margir í
kirkju og jólalegt í Bíldudalskirkju. Á að-
fangadagskvöld voru 160 manns í kirkju
og 60 á annan jóladag og þá voru tvö
börn skírð, Auður og Signý. Kirkjukórinn
var búinn að æfa tvö ný jólalög. Ég fór á
eina kirkjukórsæfingu, hún stóð til eitt
um nóttina og var skemmtileg og mikill
hugur í fólki.
Ritstjóri Viðförla bað mig að segja frá
safnaðarlífi á Bíldudal og ég sé þann
kostinn vænstan að setjast hjá sóknar-
prestinum og rekja úr henni garnirnar.
- Segðu mér af kirkjukórnum,
Dalla?
- Kirkjukórinn leggur mikið fram til
safnaðarstarfsins. Hann æfir í hverri
viku. Helga Gísladóttir kennari er
organisti hjá okkur núna og hún æfir
kórinn. Um jólin var organisti úr Reykja-
vík því Helga var sjálf fyrir sunnan.
Undanfarin ár hafa verið mjög tíð organ-
istaskipti eins og verður oft í litlum sam-
félögum, þar sem fólk býr sumt um
stuttan tíma.
— Notið þið nýja messuformið?
- Já, við notum það í Bíldudalskirkju
en gamla messuformið er enn notað í
Selárdalskirkju.
- Hvernig undirbjugguð þið jólin í
söfnuðinum?
Við héldum aðventukvöld. Tvær kon-
ur úr söfnuðinum hjálpuðu mér við að
æfa börnin. Við hittumst í kirkjunni og
Séra Dalla í stól.
æfðum þar, mæður barnanna saumuðu
föt á þau, kyrtla á Maríu og Jósef, skrúða
á vitringa og hirða, engla og stjörnu.
Önnur þessara kvenna æfði barnakór,
sem söng við gítarundirleik. Ferming-
arbörnin fluttu samtalsþátt og lásu jóla-
sögu og kirkjukórinn söng tvö lög fyrir
söfnuðinn og tók þátt í safnaðarsöngn-
um. Þennan dag gerði aftakaveður svo
margir vildu láta fresta aðventukvöld-
inu. Það hefði valdið börnunum svo
miklum vonbrigðum að við ákváðum að
halda aðventukvöldið þrátt fyrir allt og
150 manns komu. Við héldum aðventu-
kvöldið við kertaljós og komumst í jóla-
skap, sem vonandi hefur haldist alla að-
ventuna. Já, svo héldum við líka biblíu-
lestur með jólasvip á aðventunni.
— Það leynir sér ekki að séra Döllu
þykir mikið til um sóknarbörnin og að-
ventuhaldið hjá þeim. Ég seilist í kaffi-
könnuna og spyr hana frekar af biblíu-
lestrunum.
— Ég hóf þá í haust eftir að ég kom úr
kirkjuferð um þýskaland.
— Bíddu aðeins, varstu uppörvuð til
biblíulestrarhalds í Þýskalandi?
- Já, það má segja það, Ég sá nefni-
lega í Þýskalandi að það gekk ekkert
óskaplega vel að ná fólki saman til
biblíulestra. Ég þyrfti þá ekki að veðra
fyrir þungum vonbrigðum þótt það
gengi treglega hjá mér líka. En auðvitað
vonaði ég það besta. Ég vann biblíu-
lestrana eftir efni í Kirkjuritinu um fjöl-
skylduna og vinnuna. Ég fann svo sjálf
ritningarstaði, sem við lásum saman og
ræddum um þetta allt.
- Varðstu svo fyrir vonbrigðum?
- Á fyrsta biblíulestrinum komu all-
margir en síðan fór aðsóknin dvínandi.
Fjórir mæta að jafnaði en stundum bara
einn. Það tekur sinn tíma fyrir safnaðar-
fólkið að venjast nýjungum. Það voru
mér viss vonbrigði að fólk skyldi ekki
geta notað sér biblíulestrana betur.
Margir hafa sagt vð mig að þeim hafi
þótt forvitnilegt að lesa auglýsingarnar
um biblíulestrana og langi til að læra að
lesa Biblíuna. Ég ætla að halda þeim
áfram og ég er sannfærð um að þeir
gera gagn þótt ekki sé nema fyrir einn.
- Ætlarðu að halda áfram að nota
Kirkjuritið við Biblíulestrana?
- Það reyndist ágætlega. En nú er
Skálholt búið að láta þýða og gefa út
biblíulestra sem Alkirkjuráðið sendi til
12- VÍÐFÖRLI