Víðförli - 15.01.1983, Side 5

Víðförli - 15.01.1983, Side 5
A valdi videotrölla — „Maður verður hræddur og líður svaka illa, en samt vill maður alltaf sjá meira og meira — það er eins og maður geti ekki hætt“. Þetta eru orð tíu ára drengs. Hann er af þeirri kynslóð barna og unglinga sem hefur frá fyrsta fari lifað með þeim ógn- um og skelfingum, sem fjölmiðlar færa inn í þeirra reynsluheim. Með vídeóbylt- ingu síðustu ára hefur síðan beinlínis orðið innrás í þann hugarheim. Verulegt eftirlit hefur verið með „gömlu" fjölmiðlunum, kvikmyndaeftir- lit hefur takmarkað aðgang að kvik- myndum, ríkisfjölmiðlar, útvarp og sjónvarp, hafa fylgt ákveðnum reglum, þótt ekki hafi allir verið ásáttir um það. Um vídeó gegnir allt öðru máli. Myndbandaleigur hafa sprottið upp eins og gorkúlur hérlendis á síðustu árum og það eru augljóslega ofbeldis- myndir sem mest framboð er af, og mæt- ir það eftirspurn. Helgi E. Helgason fréttamaður sjónvarps brá upp ógnvekj- andi mynd af ástandi þessara mála hér- lendis í Kastljósi nýverið. Myndbönd eru nærtæk á mörgum heimilum. Þar sem báðir foreldrar vinna fullan vinnudag utan heimilis, er það ekki óalgengt að börn þeirra séu mikið á eigin vegum - og horfa þá gjarnan á myndbönd með ofbeldisefni með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Umræðan fer fram vítt og breitt um lönd og spurt hversu skaðvænlegum áhrifum skemmtunarofbeldið valdi. Verjendur myndbandanna eiga nú t.d. erfiðara að mótmæla þeim niðurstöðum rannsókna sem benda til þess að árásar- girni aukist með vaxandi skoðun ofbeld- ismynda. Alvarlegri er þó líklega hin sál- arlega sköddun sem gerist smám saman við skoðun ofbeldis og klám- myndanna. Sérstaklega verða hinir yngstu fyrir þessum áhrifum. Hætta er á að sjálfsmynd þeirra og afstaða öll til umhverfisins verði neikvæðari. Jónas Wall, sænskur fjölmiðlafræðingur telur að slíkt myndefni ofbeldis og kláms, beinlínis rugli og afsiði fólk, það dragi úr möguleikum fólks til að skilja aðra og koma fram við hvert annað á mann- eskjulegan máta. — Gróðaarmar fjölþjóðlegra fyrirtækja myndbandatröllanna - ná nú hindrun- arlítið inn í viðkvæma sálarkima margra íslenskra barna, eitra þar tilfinningalíf og umhverfa eðlilegum viðhorfum og gildismati. Sem endranær eru það sem minnst mega, sem munu mest tapa, börnin úr vanmegna fjölskyldum sem ekki auðnast að verja þau eða vernda fyrir skaðlegum áhrifum. Þessi börn eru beinlínis í tröllahöndum - má ekki vænta þess að þau ærist, eins og gerðist í þjóðsögunum? Þjóðfélagið hefur reynt að koma hér til liðs með lagasetningu um aðra fjölmiðla. Það er nauðsynlegt að sett verði lög um útlán myndbanda með ofbeldisefni eða klámi, og almenn- ingur verði vakinn til umhugsunar um þau skaðlegu áhrif sem slíkt myndefni veldur. Umhyggja fyrir velferð barna hlýtur að sitja í fyrirrúmi fyrir gróðasjón- armiðum, jafnvel þótt þau séu undir yfirvarpi prentfrelsis og jafnvel listar. Hlýtur ekki kirkjan í boðun sinni um frið, um samhjálp, um virðingu fyrir mannlífinu, að benda á þetta vandamál við bæjardyrnar, og berjast fyrfr því að frelsa börnin úr valdi vídeótrölla. B.G. Kæri vinur, það er aldrei of seint að byrja nýtt og betra líf. Nú, þá held ég að það liggi nú ekkert á. Þú veist auðvitað að litlir drengir eiga að fara með pabba og mömmu í kirkju á sunnudögum. Jú, jú, en það er bara ekki nokkur leið að drösla þeim þangað. Jæja, hvernig finnst þér að vera skáti. Það er súper, bara ef maður þyrfti ekki að gera góðverkin. Nýtt úr Kirkjuhúsinu Kirkjuhúsið er nú að festa rætur í samfélaginu. Fólk veit nú orðið hvað hér er að finna og kemur til að leita ákveð- inna hluta. Það veit að hér fást m.a. bækur kristilegs efnis, hljómplötur með kristilegri tónlist, kirkjumunir og minn- ingarkort. Öllum sem gefa út minningarkort er velkomið að hafa þau á boðstólum hér. Hingað er þægilegt að koma fyrir fólk sem er á ferð í bænum og svo er hægt að hringja í síma 21090 og fá gengið frá kortinu símleiðis. Einnig fást ýmsir smámunir sem tengjast kirkjulegum athöfnum í heimahúsum, og þar sem fermingar eru óvenju snemma í ár vil ég minna á að allar fermingarvörur eru hér á boðstólum. Fólki út á landi vil ég benda á að það getur fengið þessar vörur póstsendar og er þá betra að vera fyrr á ferðinni en seinna. Ekki síst vil ég segja frá því að Kirkjuhúsið mun annast útvegun á fermingarkyrtlum. Þeir eru úr mjög góðu efni sem ekki þarf að strauja, einfaldir en fallegir í sniði og þægilegir í notkun. Verið velkomin að líta inn, hringja, og jafnvel þiggja kaffibolla! Bestu kveðjur, Þorbjörg. VÍÐFÖRU: — 5

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.