Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 9
Fóstureyðmg
eða réttur tíl lífs
Ég vil hefja þessi orð á því að lýsa yfir
gleði minni yfir frumvarpi Þorvalds
Kristjánssonar sem fram hefur komið á
Alþingi og miðar að því að þrengja
ákvæði núgildandi löggjafar um fóstur-
eyðingar. Það er skref í rétta átt, í þá átt
að vernda líf sem byrjað er í móðurlífi.
Það er ekki talað fyrir ofan skilning
nokkurs heilvita manns þegar minnst er
á boðorðið: Þú skalt ekki mann deyða.
Ekki heldur þegar rifjuð eru upp orð
Davíðssálms 139, vers 13-16: (Sálma-
skáldið ávarpar Drottin sinn og skap-
ara).
Því að þú hefir myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er
undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin,
þegar ég var gjörður í leyni,
myndaðurí djúpum jarðar.
Augu þin sáu mig, er ég enn var
ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir
og allir skráðir íhók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn. "
Hér eru á ferð tilvitnanir í þá bók sem
ég og fleiri karlar og konur vilja byggja á
líf sitt og skilning sinn á lífinu. í Biblí-
unni er það Guð og hans vilji sem er í for-
sæti, í öðru sæti kemur vilji mannanna.
Þeirra böl er það að brjóta sífellt í bága
við þann vilja sem Guð birtir. Þegar því
rætt er um fóstureyðingar verður að
taka tillit til þeirra sem hafa þessa lífs-
skoðun.
Stærra mál
Fóstureyðingar og öll umræða um þær
eru fyrir mér aðeins hluti stærra máls og
meira. Þær eru aðeins brot af þeirri yfir-
troðslu og óhlýðni sem boðorðum Drott-
ins er sýnd. Aldrei hafa boðorðin 10 fall-
ið úr gildi heldur kom Kristur Jesús til að
uppfylla þau. Þess vegna fæ ég ekki skil-
ið hvers vegna svo lítið er rætt um synd
og sekt þegar fóstureyðingar ber á
góma. En sú er stærsta gjöf Guðs til okk-
ar brotlegra manna, að í Jesú Kristi eig-
um við fyrirgefningu synda og sektar. Ef
það er af tillitssemi við þá sem hafa
sektarvitund þá er það misskilin tillits-
semi því iðrun fylgir alltaf sektarvitund
og mjög oft vanlíðan. En iðrun er alltaf
undanfari játningar frammi fyrir Guði og
játningu fylgir fyrirgefning og lausn
samkvæmt óhagganlegu orði Guðs.
í umræðunum um fóstureyðingar
hefur mjög oft borið á góma sjálfs-
ákvörðunarréttur kvenna til fóstureyð-
ingar. Sérstaklega hefur það verið hin
svokallaða kvennahreyfing sem haldið
hefur þessu hugtaki á lofti. Blanda þær
því saman við frelsi og er baráttan fyrir
„rétti til fóstureyðinga" tjáning á vilja
þeirra til frelsis. (Helgarbl. Þjóðvilj. 20.-
21. nóv. 1982, bls. 12).
Segja verður að kvennahreyfingin
hefur valið rangt mál til að tjá vilja sinn í.
Rök hníga fremur í þá átt að fóstur sé
sjálfstæður einstaklingur, heldur en hið
gagnstæða. Það má benda á að fóstur
hefur alltaf erfðaeiginleika beggja for-
eldra, ekki aðeins annars foreldris.
Eigin fruma fóstursins er eins og
fruma í líkama móðurinnar. Sérhver
fruma þess hefur nýja erfiðaeiginleika
frábrugðna erfðaeiginleikum móðurinn-
ar. Hér er því um algjörlega sjálfstæðan
einstakling að ræða. Það ýtir því þeirri
skoðun til hliðar að fóstrið sé hluti af lík-
ama móður. Kona hefur því ekki rétt til
að Iáta fjarlægja fóstur úr lífi sínu á þeim
forsendum. í annan stað má ætla að
konur í kvennahreyfingunni vilji að gildi
lífs þeirra sé metið að verðleikum. Þær
tala um frelsi og umráðarétt til að ráða
yfir eigin líkama, þá væntanlega gagn-
vart þeim sem reynir að ráða yfir þeim
og kúga þær. en er hér ekki höggvið í
eigin knérunn þegar þær í sömu andrá
velja það að troða á gildi annars ein-
staklings? Sá fær sig ekki varið.
Tvær hliðar
Eg fæ ekki undan því komist að minn-
ast á það að á þessu máli eru tvær hliðar
sem krefjast þess að þær séu skoðaðar
sitt í hvoru lagi. Þær eru: Siðfræðileg og
lagaleg.
Hin siðfræðilega knýr mig til þess að
spyrja hvernig ég dæmi fóstureyðingar
siðfræðilega. Einnig um hvaða mann-
legt gildi sé að ræða og til hvers það
skyldar mig. Hin lagalega hhð leiðir mig
til að spyrja hver afstaða mín eigi að
vera til þeirra laga sem fjalla um þessi
mál í þjóðfélagi mínu.
Þegar ég, sem kristinn maður, reyni
að leggja grundvöll að skoðun minni á
fóstureyðingum þá er ég miklu fremur
að leggja grundvöll að skoðun minni á lífi.
Ég hef þegið líf mitt úr hendi Guðs.
Hann hefur skapað mig í sinni mynd og
einnig alla menn aðra: Þess vegna hef-
ur sérhver maður, kona og barn ómetan-
Séra Magnús Björn Björnsson,
Seyðisfirði.
legt gildi. Vegna þess að ég hef þegið líf-
ið úr hendi Guðs og einnig vegna þess
að hann hefur endurleyst mig fyrir blóð
síns elskaða sonar, þá gefur það lífi
mínu enn dýpri merkingu. Hann hefur
leyst mig úr fjötrum dauðans. Guð
ræður yfir lífi mínu og dauða. Þannig
gildir þetta einnig fyrir alla aðra. Hans
vilji er að allir menn haldi lífi. Það er ekki
á okkar valdi að ráða yfir lífi eða dauða.
Þess vegna er ég á móti fóstureyðing-
um. En vegna þess að í hverjum manni
sé ég bróður minn og systur, þá knýr
það mig til ábyrgðar gagnvart þeim.
Ekki aðeins í því að styðja félagslegar
umbætur og bæta félagslega stöðu
mæðra heldur einnig í því að vinna að
kristnum áhrifum meðal allra þeirra sem
þetta mál snertir. Þetta er nefnilega ekki
einkamál konunnar, heldur föðursins
einnig, svo og lækna, presta, félagsráð-
gjafa, hjúkrunarfólks, foreldra, ættingja
og vina.
í hinu tilvikinu sem að lagalegu hlið-
inni snýr, þá hlýt ég að spyrja mig hvort
sú löggjöf sem í landi okkar er um fóst-
ureyðingar, verndi mannlífið. Svarið
hlýtur afdráttarlaust að vera neitandi.
Það liggur þung skylda á herðum lög-
gjafans að vernda mannslífið, þó sér-
staklega það líf sem ekki getur varið sig
sjálft. Innan þess ramma fellur líf aldr-
aðs fólks, öryrkja, vangefinna, sjúklinga
og fátæklinga, og líf þess barns sem enn
er ekki fætt í þennan heim. Þó ég hafi
kosið að fjalla um siðfræði og löggjöf
sem aðskilda þætti, þá eru þeir ná-
tengdir. Þjóðfélag okkar hefur það að
hornsteini að vernda mannréttindi og
að byggja á grundvallarhugsun kristi-
legrar siðfræði. Því ber að taka fullt tillit
til þeirrar siðfræði sem á að styðjast við
þegar lög eru samin. Það tel ég að ekki
hafi verið gert í lögunum um fóstureyð-
ingar árið 1975. Afstaða mín til þessara
laga er því sú að ég tel þau brjóta gegn
því sem ég tel réttast út frá skilningi
mínu á lífinu og helgi þess. Þess vegna
er ég knúinn til að vinna gegn fóstur-
eyðingum en fyrir rétti allra til lífs.
Sr. Magnús Björnsson
Seyðisfirði.
XZÍÐFÖKLI — 9