Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 2
/7 O O
Útgefandi: Útgáfan Skálholt
súni21386
Ritstjórí: Bernharður Guðmundsson,
sími 12640
Afgreiðsla: Klapparstígur 27,
Setning og prentun:
Dagsprent hf. Akureyrí
Aldraðrakór í Neskirkju
Það er sungið af hjartans lyst og tölu-
verðri list á laugardögum milli 5 og 6 í
Neskirkju í Reykjavík. Þá líkur hinu
„opna húsi“, sem er vikulega fyrir aldr-
aða í söfnuðinum með kóræfingu. Um 20
manns er þegar með í kórnum og munu
allir kórfélagar vera um og yfir sjötugt.
Síðasta sunnudag fyrir jól var efnt til
árlegra jólasöngva í Neskirkju. Þar
sungu hinir öldruðu ásamt Barnakór
Melaskólans og hljómaði vel. Ýmsar
hugmyndir hafa komið um nafn kórsins:
s.s. Kvöldroðakórinn, Sólseturskórinn.
Reynir Jónasson, organleikari Nes-
kirkju, stjórnar kórnum. Hann kvað
þessa tilraun fyrst og fremst til að skapa
samfélag, enda gaman á æfingunum og
mönnum finnst spennandi að læra nýjar
raddir. Neskirkja hefur nú eignast flygil
sem gerir kórstarfið auðveldara. Hann
var vígður af Jónasi Ingimundarsyni og
söfnuðinum við jólasöngvana 19. des.
sl., með þeim hætti að söfnuður söng
með undirleik Jónasar: Sjá himins opn-
ast hlið. „Og það gerðu þau að þeirri
stund", sagði Hrefna Tynes, einn kórfé-
laginn.
Ný æskulýðsnefnd
Biskup hefur skipað nýja æskulýðs-
nefnd og sett henni skipulagsskrá.
Nefndina skipa 9 manns úr kjördæmum
landsins. Skal hún hafa frumkvæði um
átök og stefnu í æskulýðsmálum ásamt
æskulýðsfulltrúum og vera biskupi til
ráðuneytis um þau mál. Nefndina skipa:
Sr. Pétur Þórarinsson, formaður, sr. Frið-
rik J.Hjartar, og frú Unnur Halldórsdótt-
ir meðstjórnendur og auk þeirra, sr.
Halldór Gröndal, Ragnar Snær Karlsson,
sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Gísli
Gunnarsson, Magnús Björnsson.og
Hanna María Pétursdóttir.
Séra Pétur Þórarinsson
á Möðruvöllum.
Fra boröi biskups:
— Það má
gæfu veita
Þegar sænski utanríkisráðherrann
Lennart Bodström kom hingað í heim-
sókn varð hann mjög hrifinn af Islandi
og sagði:
ísland er nánast óskiljanlegt fyrir-
bæri, að svo fámenn þjóð skuli geta
haldið uppi samfélagi, og sá menningar-
skerfur, sem ísland leggur til hins norr-
æna samstarfs, er ómetanlegur. “
(Mbl.4.12.’82).
Það er ánægjulegt fyrir islensku þjóð-
ina að fá slík ummæli. Margir munu vera
sömu skoðunar og sænski ráðherrann.
Þegar um það er hugsað, hverju svo
fámenn þjóð hefur fengið áorkað í
menningarlífi sínu að fornu og nýju, þá
er það ævintýri likast.í friðarmálum álít
ég, að ísland hafi hlutverki að gegna,
ekki aðeins meðal frændþjóða á Norður-
löndum heldur víðar um heim.
Þegar frá er talin Sturlungaöldin, þá
hefur íslendingum tekist að leysa mál
sín friðsamlega bæði innávið og út-
ávið. Oft er í það vitnað, þegar kristni-
takan fór fram á Þingvelli fyrir hartnær
þúsund árum. Þá gerðist það með sam-
komulagi án blóðsúthellinga andstætt
því sem varð víða annars staðar. I
þorskastríðinu svonefnda var það fyrst
og fremst siðferðisstyrkurinn, réttlætis-
mál þjóðarinnar, sem réði úrslitum.
Sjálfstæðisbaráttan var háð hinum
sama grundvelli. Það var ekki hvað síst
hinni einbeittu ástundun og siðferðis-
styrk Jóns Sigurðssonar að þakka að
sigur vannst. Þá má enn nefna milliríkja
mál Dana og Islendinga um íslensku
handritin. Einurð og göfugmennska
héldust þar í hendur, og fyrir það á ekki
hvað síst danska þjóðin heiður skilið,
forystu og hugsjónamennirnir.
Ég veit, ég gleymi aldrei þeirri stund í
Háskólabíó, þegar danski menntamála-
ráðherrann kallaði okkar, Gylfa Þ. Gísla-
son, upp að ræðustól og sagði: „ Vesku,
her er Flatö-bogen; “ Þannig leystist
það stríð.
Bróðurleg samskipti og friðarvilji er í
einu orði sagt, fjöregg þjóðarinnar.
Þetta fjöregg þurfum við að varðveita
umfram allt. Þegar miklir flokkadrættir
eru með mönnum og deilur rísa er ávallt
nokkur hætta á ferðum að þjóðin bíði
tjón af. Jesús Kristur talaði sterkum að-
vörunarorðum til allra þjóða, þegar
hann sagði: „Hvert riki, sem er sjálfu sér
sundurþykkt, leggst í auðn..." Lúk.
11.17.
Við upphaf nýs árs skulum við íslend-
ingar hafa þessi aðvörunarorð ríkt í
huga. Eitt þarf að vera meginsjónarmið
allra landsins þegna, hvað íslandi er
fyrir bestu, heill þess og framtíð. Þegar
englarnir sungu yfir Bethlehemsvöllum
um frið Guðs og velþóknun, þá var það
ekki bara söngur.er hæfði friðarins hátíð
og ljósanna dýrð. Þessi þarf söngur okk-
ar að vera niðri á jörðinni daga ársins
alla. Ef góðvilji fær að ráða í hugsunar-
hætti og athöfnum, er ekki að efa, að
þau sjónarmið, er ráða heilllandsins, ná
fram að ganga.
í siðaprédikun hinnar íslensku hómil-
íubókar í Stokkhólmi er texta að finna,
sem Stefán Karlsson fræðimaður færir til
nútímamáls á þessa leið:
„Við skulum forðast ranga reiði,
ólund og hatur, því að bráð reiði og
stöðvuð (sem búið er að stilla) er hug
manns eins og flís í auganu, en ef hún
nærist (er alin) lengi í skapi manns, þá
breytist hún í (verður hún að) bjálka og
meiðir athygli (dregur úr aðgát)
mannsins.. „Sérprent úr Griplu 1980).
Góðviljinn frá Guði hefur verið gæfu-
vegur íslensku þjóðarinnar, og hann er
það enn.
Ef við reynum að einfalda vandamál-
in, sem íslenska þjóðin þarf nú við að
glíma, þá er það meinið, að þjóðin kann
sér ekki hóf og lifir um efni fram. Þegar
svo er komið er þörf hófsemi, nægjusemi
og sparsemi. Eitt sinn sagði merkur
stjórnmálamaður. „Vandamálið eru
ekki erfiðleikarnir sjálfir, heldur hvernig
við þeim er brugðist.”
Hér gilda sem fyrr hinar fornu
dyggðir, heiðarleiki, góðvilji og fórnfýsi.
Það er á þessum dyggðum, sem alhr
verða að byggja.
Starfið er margt, en eitt er
hræðrabandið
boðorðið, hvar sem þér í fylking
standið,
hvernig sem stríðið þá ogþá er
blandið,
það er: að elska, byggja og treysta á
landið.
Þannig kvað Hannes Hafstein um
aldamótin í ljóði sínu, er hann eggjaði
þjóðina til dáða og bað drottin um, að
vekja menn endurborna og láta tárin
þorna.
Á nýbyrjuðu ári vitum við eigi, hvern-
ig framtíð okkar verður, en eitt er víst,
boðskapur kirkjunnr þarf að vera grund-
völlurinn í lífi og starfi hins íslenska ríkis
og þegna landsins. Því megum við trúa,
eins og Hallgrímur Pétursson komst að
orði í heilræðavísum sínum: „Það má
gæfu veita. “
Pétur Sigurgeirsson
«
2 - VÍÐFÖRLI