Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.01.1983, Blaðsíða 10
Viðför/i kominn á aimað ár! Blýsför og boðleiðir í Súgandafirði Rúmlega 10% göngufærra manna á Suðureyri gengu í blysför til aftansöngs inn að Stað á gamlársdag. Voru menn um 45 mín. á göngu og var gengið með sjó, fyrir Spilli og sungið við raust á köflum. Blysfarir hafa legið niðri um skeið á Súgandafirði en voru algengar meðan kirkjan var óbyggð á Suðureyri og menn sóttu messu til Staðarkirkju og þurftu þá eðlilega að lýsa sér á göngu í myrkrum. Meðan séra Jóhannes Pálma- son bjó á Stað og kirkjan var komin á Suðureyri, varð blysför á gamlárskvöld svo skemmtileg hefð. Blys fást í Blómaval í Reykjavík, kosta kr. 150. Ending áfylhng í rúman klukku- tíma og er útbúnaður þannig að eld- hætta er hverfandi sé varúðar gætt. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson hef- ur valið athyglisverða boðleið til að koma kirkjulegum upplýsingum á fram- færi og styðst þar við reynslu mann- flesta ríkis heims. Setur hann upp vegg- spjald þar sem auglýsingar hanga uppi í þorpinu. Á það er skráð t.d. messu- auglýsing, texti næsta sunnudags og helstu atriði hans sem og fyrirbænar- efndir. Hefur þetta reynst góður stuðn- ingur til undirbúnings fyrir guðsþjón- ustu. Friðarjól voru haldin á Suðureyri og var mikil þátttaka í föstu fjársöfnun og tendrun friðarljóss í samstöðu með kirkjum heimsins. Vöktu þessar tákn- rænu athafnir menn til nokkurrar um- hugsunar um friðarmálin, m.a. var sungið sem stólvers við jólamessur eftirfarandi friðarbæn eftir Gest Krist- insson, hreppstjóra þeirra Súgfirðinga. Friðar jól íslenska þjóðkirkjan 1982. Lag: Heims um ból. Fiiðarjól frelsaii vor, fæddur er, frið gefur þér. Friðinn í hjarta, í sinni og sál. Sameinist allir um friðarins mál. :Frelsi og friður á jörð.:,: Gef þú oss Guð, gleði og frið. Heimsbyggð allri ljá nú lið. Láttu vort ákall um eilífan frið, óma, svo skapist ei árásarlið. :,:Óttanum úthýstu afjörð. :,: Friðar Guð, fögnuð oss ber. Friður ríki íheimi hér. Friðaríns hátíð vér fögnum nú öll, frið vorn æ sækjum í himnanna höU. :, :Bræður við berjumst ei meir.:,: Friðar kaU, fríðar svar. Faðir vor, aUsstaðar. Guð minn ó Guð minn, þín gæskurík hönd, græði öU sárin um stríðandi lönd. :, :Færi oss framtíðar frið.:,: Nú er annar árangur Viðförla að hefjast. Fyrstu þrjú tölublöðin voru hugsuð til reynslu og til kynningar. Þau voru send þeim sem áður höfðu fengið Fréttabréf Biskupsstofu svo og ýmsum öðrum að kostnaðarlausu. Ýmsar gerðir af safnaðarsíðum En nú ar komið nýtt ár og alvara lífsins að hefjast fyrir hinn unga Víðförla sem hefur reyndar vaxið um helming á þess- um tíma.Honum er m.a. ætlað að vera safnaðarblað og hafa skemmtilegar til- raunir verið gerðar við þá útgáfu. Geta söfnuðir sett eigið efni á baksíðu Víð- förla sem þjónar þá sem blað þess safn- aðar . Glerársöfnuður á Akureyri gerði betur. Þeir völdu nokkrar greinar úr fyrri blöðum og felldu inn í jólablaðið svo að efni þess komi lesendum þar sem best að gagni. Annar söfnuður, í Súganda- firði, hefur gerst áskrifandi að 80 eintök- um af hverju tölublaði og hefur ætíð eig- in safnaðarsíðu. Þeir selja auglýsingu á helming síðunnar og fjármagna blaða- kaupin þannig. Æskilegast er að söfn- uðir gerist áskrifendur að ákveðnum fjölda eintaka Víðförla og dreifi sjálfir. Á því sparast sendingar og innheimtu- kostnaður. Starfsmenn safnaðarins, t.d. kórfólk fá blaðið sem viðurkenningu fyrir starf sitt og e.t.v. kýs söfnuðurinn að láta eintök liggja við kirkjudyr eftir messu. Sérprentanir. Þá hafa prófastdæmi í hyggju að sam- einast um baksíðu Víðförla fyrir fréttir úr prófastdæmum, sérstaklega ætti það að vera kleift þegar starfsjóðir prófast- dæma eru komnir á laggirnar. Efni Víð- förla er þannig skipað að það tekur yfir- leitt ekki meira en eina síðu, nema þeg- ar um viðtöl er að ræða. Er því auðvelt að fá sérprentaðar þær síður sem óskað er eftir, eins og þegar hefur verið gert t.d. greinar Sigurbjarnar biskups og friðar- guðsþjónustu í 2 tbl. Samstarf Formönnum sóknarnefnda hefur ver- ið skrifað um þessi mál og verður lagt allt kapp á það næstu mánuðina að tryggja fjárhagsstöðu Víðförla. En það er ekki nóg . Efni hans og inntak þarf að vera að hæfi. Ritstjórn blaðsins biður lesendur að koma ábendingum um efn- isval á framfæri. Víðförli tekur að sjálf- sögðu við aðsendu efni, sem skrifað er undir nafni. Ritstjórnin óskar eftir sem nánastu samstarfi við lesendur og kirkjufólk allt til þess að blaðið megi mæta þeim kröfum sem til þess eru gerðar sem málgagns kirkjunnar. Ritstjórí. 44 A. Faðir alls sem andar A H £ 2. höf.? :-J—. J Fað- ir >--- alls sem 3 H and- - ar, allt er A H *=5 llf - ið - frá þér. Leið mig, lýs mér 2. Jesús frið mér færir, frelsi gjöfin hans er. Leið mig - lýs mér. 3. Helgur andi huggar, hann til Guðs mér bendir Leiðir - lýsir. Þýtt, -k. ÍO — XTÍÐFÖFLLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.