Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 7
gðisstofnunar isafjarðarbæjar skrifar iknir innviðir og félagsmála í málefnum barna og unglinga þjónustan verið aðkeypt á staðnum eða frá Reykjavík, þótt nægjanleg fagþekking í flestum tilvikum sé fyrir hendi á staðnum. Þetta er bagalegt, þegar haft er í huga að þeir sem veita þessa þjónustu að sunnan hverfa á braut og fy lgja ekki málunum eftir eins og best væri á kosið. Það er álitamál hvort slíkt verklag er í anda laganna um sérfræði- þjónustu við leikskóla. Mikilvægi þess að greina vanda barna og unglinga snemma, hvort sem um er að ræða þroskafrávik ellegar til- finningaleg vandamál, hlýtur öllum að vera ljóst. Það er ekki bara að þ ví fyrr sem vand- inn er meðhöndlaður, því meiri líkur eru á því að við- komandi einstaklingur aðlagi sig þjóðfélaginu og kröfum þess, heldur kemur það oft í veg fyrir mikla þrautagöngu og vanlíðan, bæði foreldranna og barnanna sem í hlut eiga sem út af fyrir sig getur orðið orsakavaldur í verra heilsufari. Ekki þarf að minnast á þá fjár- muni sem sparast við það að greina vandann snemma, helst á leikskólastigi, í stað þess að láta hann feta einstigið alla leið upp í grunnskóla eða lengra, þar sem oft er þá erfitt eða i 11 mögulegt að taka á hon- um. Hlutverk skólaskrifstufu Skólaskrifstofa Vestfjarða hefur m.a. það verk með hönd- um að sinna ráðgjöf og sál- fræðiþjónustu í skólum sbr. lög um grunnskóla nr. 66/ 1995 og reglugerð nr. 709/ 1996, 1. gr., um sérfræðiþjón- ustu við grunnskóla. Sérstak- Iega er tekið fram að þjónustan eigi að miðast við að aðstoða kennara við að sinna nem- endum sem eiga við náms- vandamál að stríða. Ekki er gert ráð fyrir að þjónusta og ráðgjöf sé veitt til foreldra barnanna en leitast skal við að veita þjónustuna eftir því sem aðstæður leyfa til for- eldra. Ekki ætlar undirritaður að halda því fram að þar sé ekki vel unnið miðað við þann skipulagsramma sem þessari stofnun er settur, en vandinn felst e.t.v í því að greiningar- vinnan skilar sér illa og það sem verraer: Hún erekki þver- fagleg nema að litlu leyti sem óneitanlega rýrir gildi hennar. Þegar vandinn hefur verið greindur að einhverju leyti, eru ráðgjöf og tillögur um lausn vandans fram settar við viðkomandi skóla. Nokkur vandamál blasa þá þegar við: I fyrsta lagi virðist sem skólarnir hati ekki úr miklu aðmoðaertekurtil fjármagns, aðstöðu og vinnuafls, til að leysa vandamálið, sérstaklega þegar um miklar hegðunar- truflanir eða tilfinningavanda- mál er að ræða hjá nemanda og verða þá úrlausnirnar oft í mýflugumynd enda ekki talið hlutverk skóla að sinna með- ferð. Það er hins vegar Ijóst að skólinn á, skv. 2. gr. grunn- skólalaga nr. 66/1995, að ,,haga starfi sínu í samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heil- brigði og menntun hvers og eins.“ Tilvitnun lýkur. I öðru lagi er málum þann- ig háttað að þær stofnanir á landsvísu sem eiga að sinna geðrænum vandamálum barna og unglinga anna alls ekki öllum þeim tjölda barna sem vísað er til þeirra. Þessi staðreynd gefur vissulega tilefni til að málin séu leyst í héraði eins og kostur er. I þriðja lagi má benda á að ekki er gert ráð fyrir að vandamálin sem þessi grein- ingarvinna leiðir í ljós séu leyst með félagslegum úrræð- um eða út frá læknisfræðileg- um forsendum þar sem fé- Iagsleg og Iæknisfræðileg greining erekki hluti af heild- argreiningu. I mjög alvarleg- um tilvikum þegar um er að ræða að beita þurfi barna- verndarlögum eða nauðsyn- legri lyfjameðferð er þó um einhverja samvinnu að ræða. I því sambandi má nefna að gera má ráð fyrir að 3-5% barna greinist með athyglis- brest með ofvirkni. Lyfjameð- ferð við þeim kvilla er oftast sú meðferð sem kemur til greina ásamt sálfræðilegum úrræðum. En mjög líklegt er að sá kvilli sé að mörgu leyti vangreindur eða ómeðhöndl- aður vegna skorts á nauðsyn- legri þverfaglegri samvinnu. Það er því ljóst að dýr grein- ingarvinna er til lítils ef ekki er gert ráð fyrir hcildrænni lausn vandamálanna. Undirritaður vill þó taka fram að ekki er verið að gagn- rýna skólana fyrir að ráða ekki við vandann. Heldur er verið að benda á að skólinn hefur ekki úrræði vegna takmarkaðs fjármagnstil að sinna af neinu viti vandamálum sem eru margþætt í eðli sínu og í öðru lagi er greiningarvinna þeim takmörkunum háð að við sögu koma eingöngu sálfræðingur og sérkennari. Greiningin er þó á ábyrgð sálfræðings og læknis sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 709/1996 og 48. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 (sjá einnig úrskurð mennta- málaráðuneytisins um viður- kennda greiningaraðila frá mars 1997). Sjá einnig reglu- gerð um sérfræðiþjónustu við skóla nr. 386/1996, en þar segir í 4. gr. að „starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vinna að forvarnarstarfi í samvinnu við starfsmenn skóla, m.a. með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra“. Þetta atriði er sérstaklega umhugsunarvert þegar haft er í huga að mjög margir nem- endur sem eiga við náms- vandamál að glíma eiga einn- ig við ýmis geðræn og félags- leg vandamál að glíma, sem kalla á víðtækari samvinnu en nú er fyrir hendi. Enn- fremur, miðað við þessar stað- reyndir, verður það að teljast álitamál hvort það sé alfarið á verksviði skólaskrifstofu að greina geðræn og félagsleg vandamál nemendanna. I þessu sambandi vísa ég til ársskýrslu Skólaskrifstofu Suðurlands 1997-98 um sál- fræðiþjónustu, en þar stend- ur: „Núverandi lög og reglu- gerðir gera ekki ráð fyrir að börn með skilgreinda geð- kvilla fái ráðgjöf hjá skóla- skrifstofum, heldur á þessi þjónusta að vera innt afhendi á heilsugœslustöðvum. Við teljum þjónustuleysi heilsu- „Undirritaður vill taka fram að þœr skoðanir sem Jram eru settar i þessu greinarkorni eru prívatskoðanir og endurspegla ekki endilega opinbera skoðun heilsugœslunnar á þessum málum," segir Júlíus Isafjarðarbœjar. gœslustöðvanna hvað þetta varðar mjög alvarlegt og mœlumst til þess að ráðamenn ráði skjótt og vel bót á þessu. “ Tilvitnun lýkur. Undirrituðum virðist að þessi orð sýni umfram allt nauðsyn á samvinnu og þver- faglegri vinnu og að heilsu- gæslustöðvareigi að koma að vandanum. En þóll vísa megi málunum til þeirra þjónustu- kerfa sem vandamálið flokk- ast að öllum líkindum undir, eykur það eitt sér ekki skil- virkni né samvinnu eða þver- faglega nálgun vandamálsins nema að litlu leyti. Auk þess sem slíkt þýðir aukið álag fyrir foreldra og þrautagöngu milli kerfa. Hlutverk félagsþjón- ustu bæjarfélagsins í málefnum barna og unglinga Félagsþjónusta bæjarfé- lagsins er þó kapítuli út af fyrir sig. Eg hygg að það sé leitun að bæjarfélagi af þeirri stærðargráðu sem Isafjarðar- bær er, sem ætlar 1,35 stöðu- gildum að sinna öllum þeim málum sem eru undir hatti félagsþjónustunnar, nefni ég þá sérstaklega barnaverndar- málin í því sambandi. Hefð hefur skapast hér á ísafirði sem felst í því að „leysa“ málin með nýjum fé- lagsmálastjóraá vissuárabila fresti. Þetta er einhvers konar „rússnesk/Jeltsínsk lausn" sem virðist ganga út á að vandamálin hverfi með nýjum mönnum. Enda oft sagt að nýir vendir sópi best. En auð- Einar Halldórsson yfirsálfrœi vitað hverfa vandamálin ekki við það, en seint gengur mönnum að skilja það. Sam- starf við heilsugæslu og skóla- skrifstofu að þ ví er varðar börn og unglinga hefur, að því ég best veit, ekki verið með form- legum hætti. Hugmyndir að nýrri skipan mála Hvað er svo til ráða? Spyr sá sem ekki veit allt. Þrátt fyrir það ætla ég að koma með tillögur sem gætu verið um- ræðugrunnur til heildrænnar lausnar vandamálanna. Undir- ritaður vill taka fram að vanda- málin leysast ekki við það að pólitíkusar setjist niður úti horni og ræði það sín á milli hvernig leysaá málin. Inn í þá umræðu þarf að draga það fólk sem gerst þekkir til og býr yfir þekkingu á málunum og svo hinn almenna notanda þjónustunnar. Sú lausn sem undirritaður sér skynsamlegasta er að tengja greiningar- og ráðgjaf- arstörf bæði í leikskólum og grunnskólum betur við heilsu- gæsluna á formlegan og stjórnsýslulegan hátt. Með því gæfust möguleikar á skilvirk- ari ogbetri þverfaglegri vinnu ýmissa fagstétta, sem er meira í takt við þau raunverulegu vandamál sem við er að glíma, en er með núverandi fyrirkomulagi, sem væntan- lega myndi skila sér betur til barna og unglinga og fjöl- skyldna þeirra, sérstaklega þegar haft er í huga að náms- vandamál og geðræn og fé- lagsleg vandamál eru nátengd í mjög mörgum tilvikum. ngur Heilbrigðisstojnunar Jafnframt þyrfti að koma til formlegt samstarf við skólana og félagsþjónustu bæjarfélagsins við þessa starfsemi heilsugæslunnar að því er varðar úrlausn málanna. Undirrituðum býður í grun að slík sam- vinna yrði jafnvel ódýrari og kostnaðarminni en nú- verandi fyrirkomulag býð- ur upp á. Ekkert í lögum og reglugerðum hindrarþað að greiningarvinna sé á hendi heilsugæslu. Um er að ræða pólitíska ákvörðun. Samantekt Undirritaður vill taka fram að þær skoðanir sem fram eru settar í þessu grein- arkorni eru prívatskoðanir og endurspegla ekki endi- lega opinbera skoðun heilsugæslunnar á þessum málum. Það sem vakir fyrst ogfremstfyrirundirrituðum er að koma af stað almennri umræðu um málið, sem tak- markast ekki eingöngu við pólitíkusa og hagsmuni þeirra. Það sem undirritaður leggur til er að: Sú grein- ingarvinna sem verið hefur á hendi skólaskrifstofu, fær- ist alfarið á hendur heilsu- gæslu bæjarfélagsins. Greiningarvinna og ráðgjöf við leikskóla verði á hendi fagaðila heilsugæslunnar. Stóraukin verði formleg samvinna skóla og félags- þjónustu bæjarins við heilsugæsluna. Júlíus Einar Halldórsson, yfirsálfrœðingur Heilbrigðis- stofnunar Isafjarðarbœjar. liðið í 1. sæli keppir við Iiðið í 8. sæti, liðið í 2. sæti við liðið í 7. sæti o.s.frv. Hitt er næsta víst, að liðið er á lygnum sjó, og endar vafalítið rétt um miðjuna í hópi átta efstu liða. Líklegast er eins og nú standa sakir að KFÍ mæti Grindvíkingum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ekki er ósennilegt, að síð- asti leikurinn í aðalkeppninni geti ráðið úrslitum um það hvort KFÍ endar í fimmta sæti eða því fjórða. Síðasta um- ferðin fer fram 11. mars og þá mætir KFÍ Grindvíkingum hér fyrir vestan. Næsti leikur KFI er á heimavelli á móti Val 5. mars en í næstsíðustu umferðinni mætir liðið Akurnesingum á útivelli 7. mars. Ekki virðist óhófleg bjartsýni að vonast eftir KFI-sigri í þeim lcikjum báðunt. En þó að Valsmenn séu langneðstir með sautján töp og aðeins tvo sigra eru þeir sýnd veiði en ekki gefín, eins og fram kom í síðustu umferð þegar Njarðvíkingar rétt mörðu sigur á þeim. James Cason er langstiga- hæstur KFÍ-manna og hefur skorað um 24 stig í leik að meðaltali. Næstur er Ólafur Ormsson með um 16 stig í leik að meðaltali. Cason hefur verið stigahæstur í langflest- um leikjanna. I einum leik var Baldur Ingi Jónasson lang- hæstur með 23 stig á meðan Cason og Ólafur voru næstir með 16 stig hvor og einu sinni James Cason er lang- stigahœstur KFI-inanna á leiktímabilinu með um 24 stig að meðaltali í leik. Nœstur honum keinur Olafur Ormsson með 16 stig að meðaltali. voru þeir Baldur og Ólafur stigahæstir með 22 stig hvor en Cason var þá með 17 stig. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.