Víðförli - 15.11.1986, Page 16

Víðförli - 15.11.1986, Page 16
FRIÐUR Friðarjól Klukkan 21 á aðfangadagskvöld göngum við með friðarljósið þar sem það ber fyrir augu nágrann- ans, út við dyr, á svölunum eða við gluggann og bregðum upp ljósinu, tákni vonarinnar um frið á jörðu, með ósk um gleðileg jól. JÓL 1986 Jólanóttin — fjárhirðarnir koma til Jesú Hjálp! Hirðarnir héldu að þeir sæju of- sjónir, þar sem þeir sátu á lítilli hæð fyrir utan Betlehem. En það var engill sem þeir sáu, eng- ill Drottins. Skyndilega tók engillinn til máls. Verið óhræddirþví sjá ég boðayður mikinn fögnuð. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og þá varð geislandi bjart og allt í kringum hirðana birtust englar sem sungu svo undurfallega: Dýrð sé Guði í upphœðum. Hirðarnir fóru til Betlehem og fundu barnið. Þeir sögðu frá englun- um og glöddust með Jósef og Maríu. Verst þótti þeim að þurfa að fara aftur til kindanna sinna, það var svo gott að vera hjá Jesúbarninu. En þeir fóru heim og sögðu öllum frá því að Jesús væri fæddur. Eigum við ekki að gera það líka? 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.