Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 6
Leikmannastefnan
hefur haslað sér völl
Önnur leikmannastefna þjoð-
kirkjunnar var haldin í Reykjavík
fyrir skömmu. Sóttu hana fulltrúar
úr öllum prófastsdæmum landsins,
sem gerðu samþykkt um starfssvið
og form leikmannastefnu framtíðar-
innar.
í áliti Starfsháttanefndar Þjóð-
kirkjunnar sem Prestastefnan sam-
þykkti árið 1977, kom fyrst fram
hugmyndin um leikmannastefnu
kirkjunnar. Prófastafundur áréttaði
síðan þessa tillögu og Pétur biskup
Sigurgeirsson hefur fylgt henni eftir.
Fyrsta leikmannastefnan var haldin í
fyrra og var þar kjörin nefnd til að
gera tillögur um störf og skipulag
slíkrar stefnu. Birna Friðriksdóttir
var formaður hennar.
í samþykktum leikmannastefn-
unnar kemur fram að stefnan skuli
vinna að eflingu leikmannastarfs
með margvíslegum hætti innan
kirkjunnar. Stefnuna skuli sækja
tveir fulltrúar úr hverju prófasts-
dæmi nema 3 úr Reykjavík. Kosið
skuli leikmannaráð sem annist fram-
kvæmdir stefnunnar. Til þess voru
kjörin Helgi Hjálmsson form., Birna
Friðriksdóttir og Guðný Guðnadótt-
ir.
Leikmannastefnan fjallaði um tvö
mál sem Kirkjuþing vísaði til hennar
um veitingu prestakalla og um bisk-
upskjör.
Ályktanir
Lögin um veitingu prestakalla eru
aðeins ársgömul, en nokkrir ann-
markar hafa komið frma á þeim. í
ályktunum leikmannastefnunnar
segir m.a.:
Á meðan gildandi lög hafa ekki
verið endurskoðuð sbr. ákvæði til
bráðabirgða hlutist Kirkjuráð og
biskup til um að kirkjumálaráðherra
kveði nánar á um framkvæmd lag-
anna eða einstakra greina þeirra.
Ekki er rétt að fella lögin alveg úr
gildi og taka upp beina veitingu bisk-
Kaffihléá Leikmannastefnu. Emil R. Hjartarson rœðir við Birnu Friðriksdóttur Kópa-
vogi, Árdísi Björnsdóttur Skagafirði og Guðrúnu Guðmundsdóttur Hólmavík.
ups eða ráðherra að fenginni um-
sögn biskups.
Ekki verði felldur niður að svo
stöddu þriðji kafli laganna (8. til 20.
gr.)um að áfrýja megi ákvörðun
kjörmanna óski 25% sóknarfólks
þess og ganga þá til almennra kosn-
inga. Hinsvegar verði ákvæðunum
breytt þannig að ósk ákveðins hluta
sóknarbarna komi fram áður en
kjörmannafundur skal haldinn, en
komi slík ósk ekki fram innan ákveð-
ins frests verði úrslitum kjörmanna-
fundar ekki áfrýjað.
Óskað verði eftir því við sóknar-
nefndir að þær tjái sig um gildandi
lög og æskilegar breytingar. Um-
sagnirnar sendist héraðsnefndum,
sem taki málið til meðferðar næsta
haust og skili álitsgerð fyrir hlutað-
eigandi prófastsdæmi til Kirkjuráðs.
Eigi síðar en á Kirkjuþingi 1990
liggi fyrir fullmótaðar tillögur um
hugsanlegar breytingar á lögunum.
í umræðum um biskupskjör kom
fram að eðlilegt væri að leikmenn
ættu beina aðild að kosningu bisk-
ups en tryggja þyrfti að sú kynning
færi fram á biskupsefnum að það
kjör gæti farið fram með ábyrgum
hætti.
Fræðsluátak
Þá samþykkti leikmannastefna
tilmæli til Kirkjuráðs:
Leikmannastefna 1988 beinir
þeim tilmælum til Kirkjuráðs, að
það hlutist til um í samráði við próf-
asta að fræðslufundir um störf
starfsmanna kirkna og áhugafólks
um safnaðarkirkju- og leikmanna-
störf verði haldin sem allra fyrst í
prófastsdæmum landsins.
Fengnir verði þrír til fjórir menn
til að leiðbeina á þessum fundum.
Fulltrúar leikmannastefnu eru
sammála um nauðsyn slíkrar
fræðslu og vísa til mjög jákvæðra
funda um þetta efni í Kjalarnespróf-
astsdæmi.
Slit
Leikmannastefnu var slitið í Bisk-
upsgarði. í ræðu sinni þar fagnaði
biskup tilurð og starfi stefnunnar,
sem væri tjáning á nýjum viðhorfum
innan kirkjunnar.
Næsta leikmannastefna verður
haldin í mars að ári.
6 — VÍÐFÖRLI