Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 8

Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 8
Hvað er leikmaður? Leikmannastefnan virðist komin á fastan grunn og hefur aukið enn á hressilega umræðu innan kirkjunnar um starf og sess leikmanna. Pétur biskup hefur lagt mikla áherslu á leikmannastarf og í erindisbréfi sínu fjallar hann ítarlega um það. Þar segir m.a. Leikmaður er hinn óvígði og óprestlærði kirkjunnar maður, hinn almenni þátttakandi í kirkjunnar lífi og starfi, hvort heldur honum er fal- in sérstök þjónusta eða ekki. Þannig er það til komið, að einstaklingar, karlar og konur í kirkjunni nefnast leikmenn. Það er því um að ræða sjálfa kirkjuna, fólkið sem byggir upp safnaðarstarfið, lif kirkjunnar. Af þessu má ljóst vera, hve mikið veltur á því að leikmannastarfið sé lifandi og virkt. Sú stefna sem miðar að því að efla og auka samtök og verkefni leikmanna, er hreyfing, sem öðru fremur mætti kalla vaxtar- brodd kirkjunnar. Kirkjan hefur á mönnum að skipa til ákveðinnar þjónustu, sem varðar alla uppbyggingu og árangur safnað- arstarfsins. Sá misskilningur er enn- þá víða landlægur að presturinn sé allt að því hið sama og kirkjan, að honum einum beri þjónustan við kirkjuna og aðrir hafi þar ekki erindi með höndum nema svo sem í viðlög- um. Hvílík fásinna! Leikmenn skipa mörg og mikilvæg embætti, sem öll þurfa á árvekni og aðgæslu að halda. Það á við alla sem Páll postuli lét skila til Arkippusar í bréfinu til Kólossumanna: „Gættu vel embætt- isins, sem þú hefur tekið að þér í Drottni, og ræktu það vel“ (4:17). Ástæða er til að vekja athygli sóknarnefnda á því skyldustarfi sem að guðsþjónustuhaldi snýr og and- legu lífi safnaðarins. Sóknarnefnd- armönnum er ekki aðeins ætlað að hafa umsjón með kirkjuhúsinu, end- urnýjun þess og viðgerðum, heldur á sóknarnefndin líka að vera presti sínum til halds og trausts í helgihaldi og andlegri uppbyggingu safnaðar- ins. Það tel ég aðalskyldu sóknar- nefndar. Af því starfi leiðir svo aftur að hin ytri ásýnd kirkjunnar, ásig- komulag byggingarinnar haldast í hendur við hina innri andlegu þjón- ustu. Sóknarnefnd á að vera prestin- um til aðstoðar í því að viðhalda og efla góða reglu og siðsemi í söfnuð- inum og stuðla með eigin þátttöku meðal annars, að guðsþjónustu- gjörðin í kirkjunni fari vel og til- hlýðilega fram. Þessi ábending um að sækja kirkju á við um hvern og einn starfsmann kirkjunnar, hvort sem um hlutastarf er að ræða eða fullt starf. (Úr Kirkjan öllum opin, Hirðis- bréfi herra Péturs biskups Sigur- geirssonar). f't'll ÍTI w wfL Jl JH JH Nýtt símanúmer sendiráðs- prests í London. Símanúmer sr. Jóns A. Baldvins- sonar í London í Árbók kirkjunnar misritaðist og leiðréttist hér með. Heimasími hans er: 90 441 947 9827. Afleysingarþjónusta í Reykja- víkurprófastsdæmi. Á fundi Safnaðarráðs Reykja- víkur var nýlega á það bent að ekki mætti bjóða einni stétt upp á það að eiga aldrei helgarfrí nema í sumar- leyfum eins og sóknarprestarnir í prófastsdæminu búa við. Safnaðarráðið ítrekaði því fyrri samþykktir um nauðsyn þess að ráða presta til afleysingaþjónustu í prófastsdæminu og til að sinna þeim störfum öðrum sem þeim verða falin. Töldu menn að einn prestur myndir ekki nægja í þessari þjón- ustu. 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.