Víðförli - 15.05.1988, Síða 12
Á fundi Kristilegs féiags heilbrigisstétta ræddu læknarnir Ásmundur Magnússon og
dr. Ásgeir B. Ellertsson um iífsviðhorf sín. Víðförli rabbaði við þá um þau mál.
Reynslusönnun
kristninnar er mér
ekki minna virði en
vísindaleg skoðun
Dr. ÁsgeirB. Ellertsson eryfirlæknir
á Grensásdeild Borgarspítalans.
Hvað er heilbrigði, Ásgeir?
— í læknisfræði skilgreinum við
hugtök eftir ákveðnum reglum.
Malaría er t.d. malaría, hvar sem hún
er. Heilbrigði samkvæmt þessum
reglum er því, þegar líkamlegt, sálar-
legt og félagslegt ástand mannsins er
í samræmi. Orsakir sjúkdóms geta
því verið af ýmsum þeim toga, sem
rýfur þetta samræmi. í einstaka
þjóðfélögum hafa menn notað aðra
skilgreiningu á heilbrigði og t.d. kall-
að sjúklegt, það sem ekki hentar
stefnu stjórnvalda. Þannig telst í
guðlausu þjóðfélagi sá sjúkur, sem
trúir á Guð og þess vegna settur í
meðferð á geðveikrahæli.
Reiknar læknisfræði með Guði?
— Nei, í sjálfu sér ekki, því hann
verður ekki sannaður með mæli-
tækjum hennar. Hina kristnu trú
byggi ég hins vegar á reynslu, sem er
mér ekki minni sönnun en vísindaleg
skoðun. Þetta er reynslusönnun, sem
er mér jafnmikils virði, en birtist á
annan hátt. Hvernig mælir þú kær-
leika, sem þú finnur í handtaki vin-
ar? Samt er hann staðreynd.
Hvað er kristin trú þér?
— Fyrir mér er kristin trú traust á
Guði, að eiga lifandi samfélag við
hann, sem lætur sér annt um okkur
öll og grípur inn í líf okkar.
En hvað er sameiginlegt með krist-
inni trú og Iæknisfræði?
— Jú, við sinnum manninum öll-
um, sál og líkama. Kristindómur
höfðar líka til mannsins alls, ekki
síst anda mannsins, sem ég tel vera
innsta kjarna sálarlífsins, þann sem
snýr að Guði.
Er þverstæða fólgin í að vera krist-
inn læknir, ef læknisfræðin reiknar
ekki með Guði?
— Kristnir læknar sjá alla lækn-
ingu, þar sem unnið er að fyrr-
greindu samræmi, sem verk Guðs.
Hver sem framkvæmir það, hvaða
aðferð sem er beitt, þá er Guð þar að
verki. Við sjáum einnig lækningu
gerast fyrir bæn og samræmið eflast.
Þegar ég mæti sjúkum meðbróður,
kem ég í stað Jesú, sem samverka-
maður hans, og um leið sé ég Jesú í
náunga mínum og reyndar öllum
mönnum. Þetta er í sjálfu sér þver-
stæða, en lífið er þverstæða.
En þegar við mætum þörfum
mannsins, líkamlegum, sálarlegum,
andlegum, erum við að uppfylla
kröfu Jesú að vitja náungans, og þá
eru allir jafngildir, hver sem staðan
er, t.d. innan sjúkrahússins, því að
öll erum við limir á líkama Krists, og
þar eru allir jafn nauðsynlegir. Við
eigum einfaldlega að vera góðir ráðs-
menn, hver á sínum stað.
Rithöfundurinn og læknirinn
A.J. Cronin lýsir þessu svo vel í bók-
inni „Töfrar tveggja heima“ Hann
talar um, að maðurinn eigi að rækta
garðinn sinn fyrir Frelsarann og
annast blómin hans. En hver er garð-
urinn minn, og hvernig vinn ég mitt
verk? Mér mistekst það svo oft og
þarf daglega fyrirgefningu, sem Guð
veitir um leið og ég drekk af upp-
sprettu hins andlega kletts. Cronin
minnir á bænina, samfélagið um
Guðs orð og sakramentin, til þess að
halda áttum í flóknu lífi.
Mér er þetta mikilvægt. Við þurf-
um að vera heil, þar sem við erum að
ganga fram með Drottni í hversdags-
lífi okkar, þótt það gangi þversum á
ríkjandi aðstæður i kringum okkur.
Það er ekki alltaf létt að vera krist-
in manneskja á sjúkrahúsi, en fyrir-
heit Drottins breytast ekki þar frem-
ur en annars staðar.
12 — VÍÐFÖRLI