Víðförli - 15.05.1988, Síða 14

Víðförli - 15.05.1988, Síða 14
Kirkjan, Norðurlönd og SADCC-löndin „Það er ögrun öllum þeim sem vilja lífinu vel, hversu stjórnarfar í Suður- Afríku hefur valdið stórauknu ofbeldi og eyðingu mannlegs lífs um alla suður- hluta Afríku. Kirkja Krists getur ekki skellt skollaeyrum við neyðarópum hinna kúguðu. Þess vegna gengust Kirknasamband Norðurlanda (Nordiska Ekumeniska Institutet) og Utanríkisdeild norsku kirkjunnar fyrir ráðstefnu um samstarf milli kirknanna á Norðurlöndum og í svonefndum SADCC löndum (Southern African Development Coordination Conference), en það eru nágrannalönd Suður-Afríku.“ Svo segir í greinargerð frá ráð- stefnunni sem þeir sóttu fyrir íslands hönd, dr. Björn Björnsson, sr. Bern- harður Guðmundsson og Jónas Þórisson kristniboði. Þessi ráðstefna var haldin á Granavolden í Noregi dagana 4.-7. febrúar 1988 og sóttu hann 80 manns frá Angólu, Botswana, Mosam- bique, Namibiu, Swasilandi, Tanz- aniu, Zambíu, Zimbabwe, Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Makhullu erkibiskup frá Botswana stýrði ráðstefnunni. Ráðstefnan fór fram að loknum fundi utanríkisráðherra beggja hóp- anna í Arusha í Tansaniu í janúar 1988, og byggði á sameiginlegri yfir- lýsingu þeirra um aukna fjárhags- Iega og menningarlega samvinnu milli Norðurlandanna og SADCC ríkjanna. Meginþættir Síðan segir m.a. í greinargerð ráð- stefnunnar: „Helgihald og umræður ráðstefnunnar vörpuðu skýru ljósi á þá trú okkar að Guð er Guð lífsins. Hlutverk kirkjunnar er að bera vitni um líf sem byggist á trú, von og kær- Ieika. Umræður ráðstefnunnar mótuð- ust af anda kærleika og samstöðu um eftirfarandi málefni: 1. Útrýming aðskilnaðarstefnu hvítra í S. Afríku (Apartheid). 2. Aukin þróunaraðstoð til SADCC-landa. 3. Að við gefum af okkur sjálfum sem kristið fólk. 1. Útrýming aðskilnaðarstefnu Ráðstefnan var einhuga um að að- skilnaðarstefnu hvítra verði að út- rýma og stríðsátökum í sunnan- verðri Afríku verði að linna. Afneit- un kirkjunnar á aðskilnaðarstefnu krefst þess að menn vinni að því heilshugar að: * frelsi ríki í Suður-Afríku. * Namibía fái sjálfstæði. * stríðsátökin hætti í Angóla og Mosambique en þau eiga sér rætur og stuðning í aðskilnaðarstefn- unni. * árásum á grannríki SrAfríku (Front line states) linni. Þessi sameiginlegi skilningur er undirstaða samstarfs okkar. Fulltrúar kirknanna í SADCC löndunum hvetja norrænar kirkjur eindregið til þess að leggja að ríkis- stjórnum sínum að veita stjórn Mosambique aðstoð til sjálfsvarnar. Fulltrúar frá norrænum kirkjum gera sér grein fyrir því hversu brýnt þetta ákall er frá fulltrúum kirkn- anna í SADCC löndunum. Norrænu kirkjufulltrúarnir samþykktu að flytja þetta bænarákall til kirknanna heima, svo að þær geti rætt það og tekið málið upp við almenning og stjórnvöld á Norðurlöndum. Efnahagsþvinganir Á ráðstefnunni var áréttuð sú þörf sem er fyrir stuðning kirkju og ríkis- stjórna við viðtækar afdráttar- lausar efnahagsþvinganir gegn að- skilnaðarstefnu. Ráðstefnan lét í ljós ánægju yfir hinni norrænu stefnumörkun varð- andi efnahagstengsl við S.-Afríku og hvatti kirkjurnar til þess að vinna að því að þessari stefnu verði dyggilega fylgt. Ennfremur ættu kirkjurnar að æskja þess af rikisstjórnum sínum að þær beiti áhrifum sínum á önnur vestræn stjórnvöld og stofnanir til þess að binda endi á fjárhagslegt samstarf við stjórnvöld S.-Afríku, meðan aðskilnaðarstefnan rikir þar. Þeirri ákvörðun SAS flugfélagsins að hætta flugi til S.-Afríku ætti að fylgja eftir með auknum þrýstingi á önnur vestræn flugfélög að gera hið sama. Norrænar kirkjur ættu jafnframt að leggja áherslu á það við kirkjur í löndum sem eru mjög tengd S.- Afríku efnahagslega, hversu nauð- synlegt er að rjúfa öll þessi tengsl. Norrænar kirkjur skulu einnig leita eftir því við ríkisstjórnir sínar að þær fylgist með þegar vopnasölu- bann Sameinuðu þjóðanna er brotið og gera jafnframt allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bannið verði virt. Kirkjurnar ættu einnig að leggja að norrænum ríkisstjórnum að und- irrita úrskurð Sameinuðu þjóðanna nr. 1 um Namibíu, sem er áhrifamik- ið skref til þess að koma í veg fyrir það arðrán sem í því felst að aðrar þjóðir hagnýti sér jarðmálma og aðrar auðlindir Namibíu. Norrænar kirkjur eru hvattar til að efla upplýsingastarf sitt til mót- vægis við árásir formælenda að- skilnaðarstefnunnar. Um þessar mundir skyldi sérstaklega bent á af- leiðingar aðskilnaðarstefnu og stríð- ið gegn Angóla og Mosambique. 2. Aukin þróunaraðstoð til SADCC landa Ráðstefnan metur mjög mikils það örlæti norrænna stjórnvalda 14 — YÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.