Víðförli - 15.05.1988, Síða 15
sem hafa lofað að veita um miljarð
bandaríkjadala til SADCC landa ár
hvert næstu fjögur árin.
Engu að síður er þetta framlag
aðeins lítið prósentubrot af því tjóni
sem stríðið veldur auk hinna gífur-
legu manntjóna. Það bendir á hina
bráðu þörf fyrir skipulegar neyðar-
ráðstafanir á átakasvæðum sérstak-
lega varðandi samgöngu- og upplýs-
ingarkerfið.
Við hvetjum kirkjur Norðurlanda
til þess að stuðla að þeirri þjálfun,
menntun og miðlun tækni, sem styð-
ur sjálfshjálp og sjálfstraust þjóða á
SADCC svæðinu. Ennfremur skyldi
þess vera strengilega gætt að slík
miðlun tækni og efling verslunar
verði ekki verkfæri til arðráns úr
norðri.
Við hvetjum ennfremur ríkis-
stjórnirnar til þess að grípa til beinna
aðgerða á grundvelli samkomulags
Norðurlanda og SADCC þjóða til
þess að létta skuldabagga hinna síð-
arnefndu. Slíkt myndi styðja að því
að koma á fót varanlegri, heilþrigðri
efnahagsskipan i þeim heimshluta.
Kirkjulegar stofnanir á Norður-
löndum verða að styðja samverka-
menn sína á SADCC svæðinu til þess
að atgervi fólksins þar andlegt og
líkamlegt megi þroskast og nýtast
sem þest.
Ennfremur lagði ráðstefnan
áherslu á að kirkjulegar stofnanir í
SADCC löndum yrðu styrktar og
studdi jafnframt þá beiðni kirkn-
anna í suðri að þær ættu aðild að því
þegar starfslið er valið og þjálfað til
starfa í löndum þeirra, sérilagi erlent
starfslið sem á að vinna bæði að þró-
unarmálum og í kirkjustarfi.
3. Að gefa af okkur sjálfum
sem kristið fólk
Auðlindir þessara svæða, Norður-
landa og Suðurhluta Afríku eru gíf-
urlegar. Þar eru ekki aðeins miklar
auðlindir náttúrunnar heldur hinar
mannlegu auðlindir og þær eru verð-
mætastar.
Samstarf kirknanna og kirkju-
legra stofnana á þessum svæðum
verður að byggjast á jafnstöðu, en
ekki á hinu gamla kerfi þar sem ann-
ar gefur en hinn þiggur.
Það er mikilvægt að finna leiðir til
þess að miðla auðlindum með gagn-
kvæmri ábyrgð. Við viljum deila
kjörum sem jafningar, sem bræður
og systur í Kristi.
Við viljum deila hvort með öðru
helgisiðum og tilbeiðsluformum.
Við viljum læra sálma hvers annars
og taka saman sálmabók til sameig-
inlegra nota.
Norrænar kirkjur munu kynna sér
Kairos skýrsluna, Lusakaályktunina
og „The Evangelical Witness in
South Africa“ til þess að skilja þetur
aðstæður þar syðra og komast að
niðurstöðum sem gætu orðið grund-
völlur fyrir skuldbindingar kirkn-
anna i þessum efnum.
Styrkja skal guðfræðinám og guð-
fræðiiðkan með því að taka það
besta úr guðfræðiarfi kirknanna í
suðurhluta Afriku inn í þjálfun og
menntun starfsmanna kirkjunnar.
Norrænu kirkjurnar og stofnanir
þéirra munu ganga til samstarfs við
EDICESA (Ecumenical Docu-
mentation and Information Centre
for Eastern and Southern Africa) og
nota gagnabanka þeirra.
Flóttamenn miðla ýmsu
í Afríku er helmingur af flótta-
mönnum heimsins. Mjög fáir þeirra
eru hinsvegar á Norðurlöndum.
Sögulega séð, hafa flóttamenn ævin-
lega verið mikilvæg uppspretta upp-
lýsinga sem hafa leitt til félagslegra
breytinga og hleypt nýju lífi í menn-
ingu viðkomandi lands.
Við metum þann stuðning sem
norræn stjórnvöld veita flóttamönn-
um i suðurhluta Afríku. Við biðjum
norrænu kirkjurnar að leggja fastar
að stjórnvöldum að þau opni löndin
fyrir flóttamönnum og öðrum sem
leita hælis frá Suður-Afríku og
Namibiu. Við hvetjum líka kirkjurn-
ar til þess að taka vel á móti flótta-
mönnum á heimaslóðum og aðstoða
þá til að fá atvinnu og afla sér starfs-
menntunar. Við teljum jafnframt að
öllum væri það til ávinnings að nýtt
væri stórum betur hæfni þess fólks
að sunnan sem býr í norðri.
Andleg kreppa í norðri
Kirkjur norðursins telja að þær
búi við andlega kreppu. Vandamál
einsemdar, tilgangsleysis, sjálfsvíga
og glæpa eru allt um kring, þótt frið-
ur ríki i löndunum, vaxandi velmeg-
un og lýðræði. Fólk snýr í vaxandi
mæli baki við kirkjunni.
Norðurkirkjur sjá líka glögglega
lífskraft og hið ríka helgihald, vitnis-
burð og andann að starfi í hinum ört
vaxandi Suðurkirkjum. Norður-
kirkjurnar vilja njóta þess sama og
vilja læra af bræðrum og systrum í
suðri.
Gagnkvæm skipti og kynning
Við viljum miðla af menningu
okkar. Við þurfum að koma á skipu-
legum skiptum og kynningu milli
norðurs og suðurs á tónlist, kvik-
myndum, kórum, bókmenntum og
sögu. Til slíks þarf sérstaka fjár-
hagsaðstoð. Þess háttar menningar-
tengsl ætti einnig að efla milli þjóða
suðursins innbyrðis.
VÍÐFÖRLI — 15