Víðförli - 15.05.1988, Síða 16
„Fyrst verður að stöðva stríðið, “ sagði E. Kuchera frá Mosambik um
væntanlegt þróunarsamstarf Norðurlandanna og landanna í sunnan-
verðri Afriku.
„Nú er engin víglina í átökunum, heldur er ráðist í skjóli myrkurs á
þorpin og þau sprengd upp. Þessvegna þora margir ekki að sofa heima
heldur leita skjóls annarsstaðar. En öll lifum við í skelfilegum ótta.
Það deyja um 400 börn á dag af völdum stríðsins og heimsbyggðin virð-
ist ekki kippa sér upp við það. Ef þau væru um borð í Júmbóþotu sem
færist, stæðu fjölmiðlar á öndinni. En þessi harmleikur gerist daglega í
Mosambik. Verst er hversu lif í langvarandi ótta, eyðir mennsku manns-
ins. Börnin mín hata ekki lengur árásarmennina frá S-Afriku. Þeim virð-
ist vera sama hvort þau lifa eða deyja. Við erum komin á ystu nöf, það
er tímaspursmál hvenær við förumst. Það er lítið gagn fyrir hermennina
okkar að vera í nýjum skóm þegar þeir eru skotnir til bana varnarlausir.
Fyrst verður að stöðva striðið áður en farið er að reyna að byggja upp
landið að nýju.“
Aðfá mat til viðhalds lífisínu er hin frumlcegustu mannréttindi. Hjálparstofnun kirkj-
unnar starfar með kirkjunum í Mósambik að öflun matvœla og flutningi þeirra til
þeirra héraða sem hafa orðið verst úti í stríðinu. Að sögn Sigríðar Guðmundsdóttir
framkvœmdastjóra H.K. sem var í Mósambik fyrir skemmstu, eru engin héruð óhult
fyrir árásum skæruliða og ástandið í landinu einfaldlega skelfilegt.
— Við væntum þess að sjá vaxandi
samstöðu kvenna á okkar
landssvæðum. Við viljum
koma á sérstöku stuðningskerfi
kvenna. Þar er margt að læra af
konum í frelsis-baráttunni
syðra.
— Við viljum halda áfram og þróa
æskulýðsstarf milli landsvæða
okkar sem og innbyrðis.
— Við eigum draumsýn um vina-
söfnuði, að komið verði upp
slíku kerfi milli landssvæðanna
sem nái að vaxa hratt. Þessi
söfnuðir munu heimsækja hver
annan, biðja hver fyrir öðrum,
deila reynslu sinni í helgihaldi
og miðla upplýsingum. Kerfið
ætti ekki að einskorðast við
Norður-Suður, heldur einnig
innbyrðis í suðri.
— Við brýnum fyrir kirkjunum í
norðri og suðri að huga að nei-
kvæðum áhrifum ferðaútvegs
og þvi óréttlæti sem hann getur
falið í sér. Við viljum að kirkj-
urnar skipuleggi skiptiheim-
sóknir, sem séu lausar við lesti
ferðaútvegsins. Það mun leysa
úr læðingi nýjan og ófyrirsjá-
anlegan sköpunarkraft, þegar
kirkjufólk af ólíkum bakgrunni
hittist á heimavelli og miðlar
hvort öðru af reynslu sinni og
þekkingu.
Við þetta skapast mikið afl í bar-
áttunni fyrir friði og réttlæti og til
boðunar fagnaðarerindisins. Við
teljum að þetta samfélag verði enn
sterkara, þegar aðskilnaðarstefnu
hefur verið útrýmt.
Eftirfylgd
Kirkjurnar hafa sérstöku hlut-
verki að gegna innan þess samstarfs
sem Norðurlönd/SADCC sáttmál-
inn skapar. Meirihluti íbúanna á
þessum landssvæðum eru skirðir og
tilheyra kirkju. Kirkjunum hefur
verið falinn fjársjóður, boðskapur-
inn um Jesú Krist, sem ber að miðla
öðrum. Þær búa einnig yfir mann-
legum auðlindum. Það felur í sér
umtalsverða möguleika til tækni-
legrar og fjárhagslegrar framþróun-
ar.
Ráðstefnan mælir með eftirfar-
andi aðgerðum sem eftirfylgd við
störf hennar.
* Ráðstefnufulltrúar skuli gefa yfir-
stjórn kirkna sinna skýrslu um
niðurstöður ráðstefnunnar.
* Við hvetjum kirkjurnar til þess að
taka þessi mál til umræðu og gera
áætlun um framkvæmdir.
* Efna skal til framhaldsráðstefnu á
SADCC landsvæðinu innan 18
mánaða.
* Starfsnefnd, ekki fleiri en 6
manns, verði skipuð sem fyrst til
að vinna að áframhaldandi sam-
starfi. Hún komi saman árlega.
Kirkjurnar eru beðnar að kynna
áform sín um aðgerðir í eigin
landi, uppástungur um nefndar-
menn og skipulag næsta fundar
fyrir 1. sept. 1988. (Norðurlanda
kirkjur til NEI en SADCC kirkjur
til utanríkisritara sinna).
* Við væntum þess að þessi skýrsla
fái sem mesta útbreiðslu. Við
hvetjum kirkjur og söfnuði til að
■hefjast handa þegar í stað við að
skipuleggja samstarfið innan og
milli landsvæða okkar.“
16 — VÍÐFÖRLI