Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 24

Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 24
Söfnunartekjur Hjálparstofnunar 26 milljónir á síðasta starfsári Nýjar aðstæður á finnska kirkjuþinginu. Finnar kusu nýtt kirkjuþing 7. mars. Þar sitja um 64 leikmenn og eru konur í meirihluta. Prestar hafa 32 fulltrúa. Fyrstu konurnar voru vígðar til prests í Finnlandi deginum áður, 94 talsins, og tvær þeirra voru þegar kjörnar á kirkjuþing. Finnar hafa kannað hverjir leik- manna veljast á kirkjuþing. Þriðj- ungur þeirra eru kennarar af öllum skólastigum. Læknar, lögfræðingar og bændur næstir að fjölda, en eng- inn leikmanna á kirkjuþingi tilheyrir verkalýðssamtökunum. Trúarhugmyridir Finna. Finnar hafa ekki hætt að trúa á Guð, en margir telja sig trúa með öðrum hætti en kirkjan kennir. Reyndar eru þeir margir sem þekkja ekki kenningu kirkjunnar, né heldur hvað kristin trú er í rauninni segir dómprófasturinn í Helsinki um ný- útkomna könnun á trúarviðhorfum Finna.. Athyglisverðustu atriði könnunarinnar að hans mati eru: * Trúarlífið verður æ meira einka- mál. * Óskað er eftir tilfinningalegri upplifun og mystik í helgihaldinu. * Fólk snýr sér æ meir til kirkjunn- ar með spurningar um lífsstíl og sið- ferðileg efni. í könnuninni kom fram að sjö af tíu finnum trúa á Guð, þrír af hverj- um fjórum hafa jákvæða afstöðu til Lúthersku kirkjunnar. Nær tíundi hver Finni lítur á sig sem guðleys- ingja. 77°/o trúa að Jesús sé sonur Guðs, en þriðjungur töldu sig trúa með öðrum hætti en kirkjan kennir. Ritun Kirkjusögu íslands undirbúin. Kristnitökunefnd þjóðkirkjunnar sem undirbýr hátíðahöldin árið 2000 hefur kallað saman starfsnefnd til að undirbúa ritun Kirkjusögu ís- lands. í nefndinni eiga sæti: sr. Jónas Gíslason, sr. Heimir Steins- son, dr. Pétur Pétursson og sr. Sigur- jón Einarsson. Fyrsti aðalfundur Hjálparstofn- unar kirkjunnar að lokinni endur- skipulagningu var haldinn í apríllok í Langholtskirkju í Reykjavík. í skýrslu stjórnar kom fram að alls söfnuðust 26 milljónir króna á starfsárinu, auk mikilla fatabirgða sem erfitt er að meta til fjár en tryggðar eru fyrir 7 milljónir. Tekjur stofnunarinnar fara nær allar til hjálpar og þróunarstarfs, þannig að afla verður nauðsynlegs rekstrarfjár m.a. með öðrum tekjustofnum. Á hinum Norðurlöndunum fá hjálpar- stofnanir kirkjunnar mikinn hluta starfsfjár síns frá hinu opinbera framlagi til þróunarmála, sem á öll- um Norðurlöndunum er í kringum 1% af þjóðartekjum. íslendingar greiðar 0.06% og er þá auk talið bæði opinbert framlag sem söfnun- arfé t.d. H.K. og Rauða krossins. Miklar umræður voru á aðalfund- inum um framtiðarstarf Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Var samþykkt að koma á fót tveimur starfshópum sem væru ráðgefandi við stjórnun í fjáröflunarmálum og fræðslumál- um. Kom fram að brýnt væri að halda áfram því fræðslustarfi sem stofnunin hefur annast og samþykkt að veita 3% af söfnunarfé til fræðslu um þróunarmál og neyðaraðstoð. Það verður skipuð nefnd til að endurskoða skipulagsskrá Hjálpar- stofnunar kirkjunnar en minni hátt- ar ágallar hafa komið þar í ljós. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ekki komið á fót varasjóði sem er þó mjög aðkallandi fyrir slíka stofnun. Var samþykkt á fundinum að verja framlagi úr Jöfnunarsjóði sókna til Hjálparstofnunarinnar til stofn- framlags varasjóðs hennar. Aðalstjórn var endurkjörin: Árni Gunnarsson formaður, Haraldur Ólafsson varaformaður og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. í varastjórn voru kosin: Hanna Pálsdóttir og sr. Úlfar Guðmundsson. Kirkjugarður í Reykholti nýtur góðrar umönnunar sóknarnefndar og sóknarprestsins sr. Geirs Waage. Garðurinn hefur verið stœkkaður og sléttaður, minnismerki reist við ogsnyrt ogallargamlar menjar notið virðingar. Kirkjan ogreyndarstaðurinn allurhef- ur fengið nýjan svip við svo prýðilega ásýnd kirkjugarðsins. Þarna er dæmi um hversu velgetur tekist um skipulag og viðhald kirkjugarða og eru reyndar mörg slík dœmiþótt hin séu ekki fœrri sem vitna um hið gagnstœða. Mynd: Aðalsteinn Steindórsson. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.