Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 4
Hátíðahöldin 1. desember 1989 Að venju sá Félag guðfræðinema um hátíðaguðsþjónustu sem lið í fullveldishátíðahöldum Háskóla ís- lands 1. desember, og var guðsþjón- ustunni útvarpað. Að þessu sinni fögnuðu guðfræðinemar jafnframt fjörutíu ára afmæli Félags guð- fræðinema. Félagið bauð öllum prestum landsins að taka þátt í af- mælishátíðinni og þágu margir boð- ið. Þá þótti vel við hæfi að fá próf. Þóri Kr. Þórðarson, frumkvöðul að stofnun félagsins, til að flytja pré- dikun dagsins. Útskrifaðir kandidatar Haustið 1989 útskrifuðust Eiríkur Jóhannsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir með embættispróf í guðfræði. I janúar 1990 útskrifuðust Guðrún Edda Gunnarsdóttir með embættispróf í guðfræði og Stein- unn H. Knútsdóttir með BA-próf í guðfræði. Vorið 1990 útskrifuðust eftirtaldir kandidatar með embættispróf í guð- fræði: Guðný Hallgrímsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Jón Hagbarður Knútsson, Sigríður Guðmarsdóttir og Sigurður Kr. Sigurðsson. Loks voru eftirtaldir kandidatar útskrifaðir 27. október síðastliðinn: Bjarni Karlsson, Ingileif Malmberg, Jantina H. De Ruiter, Þór Hauksson og Örnólfur Jóh. Ólafsson. Þess má geta til gamans að Ingileif Malmberg útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn, 1. einkunn 8,90 stig, sem gefin hefur verið frá því að 10-einkunnastiginn var tekinn upp. Eldra metið átti sr. Arnfríður Guð- mundsdóttir sem útskrifaðist 1986 og er nú í doktorsnámi í trúfræði í Bandaríkjunum. Svo skemmtilega vill til að tengdafaðir Ingileifar sr. Heimir Steinsson á metið á eldri einkunnastiga (1. ágætiseinkunn 14,94 stig). Ingileif hóf nú í haust framhaldsnám í gamlatestamentis- fræðum við Árósarháskóla, og er maður hennar, sr. Þórhallur Heimis- son, þar einnig við nám. Málstofa í guðfræði og rannsóknir kennara Málstofa í guðfræði, sem Guð- fræðistofnun hefur staðið fyrir frá haustinu 1987, hefur reynst ágætur vettvangur fyrir umræður um guð- fræði hér á landi. Hafa að jafnaði verið flutt sjö erindi á hverju há- skólaári, yfirleitt síðasta þriðjudag mánaðar í Skólabæ. Helstu rannsóknarverkefni kenn- ara, fastráðinna og stundakennara, deildarinnar eru sem hér segir. Rúmsins vegna er ekki unnt að nefna hluta af rannsóknarverkefnunum. Dr. Bjarni Sigurðsson prófessor vinnur að einstökum þáttum kirkju- réttar i framhaldi af doktorsritgerð sinni um sögu íslensks kirkjuréttar. Dr. Björn Björnsson prófessor vinnur að guðfræðilegri rannsókn á siðfræðilegum álitamálum við upp- haf lífs og dauða. Dr. Einar Sigurbjörnsson próf- essor rannsakar nú guðfræði Brynj- ólfs biskups Sveinssonar og vinnur að endurútgáfu bókar sinnar Kirkj- an játar. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson vinn- ur við rit um sögu biblíurannsókna á íslandi. Dr. Hjalti Hugason kannar rót- festingu siðbreytingarinnar í tíð fyrstu evangelísk-lúthersku biskup- anna á íslandi. Hörður Áskelsson lektor kannar uppruna og feril sálmanna í íslensku sálmabókinni. Jón Sveinbjörnsson prófessor vinnur að rannsóknum við merking- arfræðilega greiningu á textum í þeim tilgangi að vinna að orðabók eða orðstöðulykli yfir Nýja testa- mentið byggðum á merkingarsvið- um. Sr. Jónas Gíslason prófessor und- irbýr útgáfu fyrirlestra sinna í al- mennri og islenskri kirkjusögu. Sr. Kristján Búason dósent vinnur að samanburðarrannsókn á þremur aðferðum í ritskýringu Markúsar- guðspjalls. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson er að skrifa Sögu ísraels á tímabilinu 587-135 f. Kr. Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor vinnur að táknfræðilegri og túlkun- arfræðilegri greiningu á hluta Sáls- sögunnar (1 Sam 13-15) með hliðsjón af spurningunni um þjáninguna og hið illa. Ný guðfræðirit og Ritröð Guðfræðistofnunar Á háskólaárinu komu út tvö guð- fræðirit, sem bæði sæta miklum tíð- indum. Annars vegar er þar um að ræða bókina Credo eftir dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor. Er það í fyrsta sinn sem gefið er út íslenskt yfirlitsrit yfir kristna trúfræði. Hins vegar er það bókin Trúarlíf íslend- inga, sem þeir dr. Björn Björnsson prófessor og dr. Pétur Pétursson dósent í félagsvísindadeild skrifuðu saman. Bókin hefur að geyma niður- stöðum könnunar sem þeir félagar framkvæmdu veturinn 1986-87 og náði til 1000 manna úrtaks. Engin sambærileg könnun á trúarlífi ís- lendinga hefur áður verið fram- kvæmd. Bókin Trúarlíf íslendinga er 3. heftið í Ritröð Guðfræðistofnun- ar. 4. heftið, sem fjallar um Biblíu- þýðingar í sögu og samtíð, kemur út þessa dagana. 5. heftið er minninga- rit um Jóhann Hannesson 4 _ VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.