Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 13
spurningum: Á að segja nákvæm- lega frá öllu, vel heppnuðum verk- efnum og viðurkenna þegar eitthvað fer úrskeiðis? Á að haga fréttum og fræðslu þannig að það miði einkum að því að fá menn til að Ieggja fram fé eða á að leggja megin áherslu á fræðslu um líf og starf í þróunar- landi? Brýnt var talið að segja jafn- an bæði góðar og slæmar fréttir, að stofnanirnar yrðu að vera heiðarleg- ar í fréttum sínum til þess að missa ekki trúnað almennings. Það var líka talið mjög mikilvægt að gæta þess að menn fengju heildarmynd af starfi stofnananna, fengju almenna fræðslu, ekki aðeins fréttamola af einstökum verkefnum. Skylda stofn- ananna væri líka sú að fræða en ekki aðeins að halda fram neyð með- bræðranna til þess að afla fjár. Þessi atriði eru mikilvæg umhugs- unarefni. Hjálparstofnun kirkjunn- ar hefur nú starfað í 20 ár. Starfsmenn hennar koma og fara en verkefnin eru jafnan svipuð: Neyð- arhjálp og þróunarhjálp erlendis og af veikum mætti er einnig reynt að veita aðstoð innanlands. Tveir ára- tugir eru ekki löng hefð í starfi sem þessu en Hjálparstofnun hefur markað sér braut og eftir henni er ráðgert að halda. Efla þarf sam- bandið við söfnuði landsins og mun á næstu misserum verða lögð nokk- ur áhersla á það. Starfsmenn Hjálp- arstofnunarinnar eru fúsir til að heimsækja söfnuðina og hin ýmsu félög sem starfa innan vébanda þeirra. Vonandi verður það til að efla samstarfið og Iíka til þess að Hjálp- arstofnun geti tekið að sér fleiri verkefni. í fréttum Fræðslufulltrúar á Norðurlandi Starf fræðslufulltrúa kirkjunnar með búsetu á Norðurlandi var aug- lýst til umsóknar fyrr á árinu. Krafist var háskólaprófs, annað hvort í guðt'ræði, kennslufræði eða skyldum greinum. Engin umsókn barst sem fullnægði þessum kröfum og hefur því starfinu verið skipt upp í hlutastörf eins og á síðasta ári, og ráðið í þau til næsta vors. Kostur við þetta er að hægt er að taka á fleiri þáttum í fræðslustarfi kirkjunnar en hins vegar næst ekki sú samfella í starfi sem æskileg er. Starfi fræðslufulltrúa gegna nú: sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ sem annast um fermingarstörf og skipu- lag fermingarnámskeiða á Löngu- mýri, Herbjört Pétursdóttir á Mel- stað, sem mun vinna að fræðsluefni fyrir starf nreðal aldraðra og einnig sinna stuðningsefni fyrir þá senr vilja vinna með snráhópa t.d. umræðuhópa, hjónaklúbba, biblíu- leshringi, auk þess mun Herbjört vera tengill fyrir kvennastarf kirkj- unnar. Sr. Svavar A. Jónsson í Ólafsfirði mun styðja við barna- og unglingastarf í söfnuðunr nyrðra með efnisgerð og ráðgjöf. Skrifstofa ÆSK í Hólastifti og Fræðsludeildar nyrðra er i Glerár- kirkju. Hefur orðið að sanrkomulagi að sr. Kristján Valur Ingólfsson fái vinnuaðstöðu þar, gegn því að af- greiða efni og annast símaþjónustu. Fyrsta formannastefna Fræðsludeildar kirkjunnar Níu ráðgjafahópar eru starfandi á vegunr Fræðsludeildar kirkjunnar og sinna hinum ýnrsu málaflokkunr. Fornrenn hópanna konru nýlega sanran ásamt starfsmönnum til að nreta starfið og gera áætlun. Formennirnir eru: Umrur Hall- dórsdóttir forskólastarf, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, barnastarf, Ragn- heiður Sverrisdóttir starf nreð 10-12 ára börnum, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir fernringarstörf, Flelgi Gíslason, unglingastarf, Halla Jóns- dóttir, kvennastarf, Stína Gísladótt- ir starf með foreldrum skírnarbarna, sr. Þorvaldur Karl Helgason fullorð- insfræðsla, auk Helga Hróðmars- sonar senr tcngir starf kirkju meðal fatlaðra við Öryrkjabandalag og Þroskahjálp. I þrenrur nefndanna er nreiri liluti nefndarmanna búsettur utan höl'uð- borgarsvæðisins. Mikill nreirihluti nefndarnranna eru leiktnenn. Ömmuspjall á snældu Amma nokkur í Kópavogi á barnabörn í öðrum landshlutum. Hún sendir þeim tónsnældu viku- lega, þar senr hún rabbar við þau, les fyrir þau eftirlætis sögur og segir frá bernsku sinni, og fer síðan með kvöldbænir. Foreldrarnir leika síðan snælduna fyrir börn sín á kvöldin, hæfilegan skammt hverju sinni. Til eftirbreytni fleiri ömmum og öfum. Fleira ódrukkið fullorðið fólk á Hallærisplanið á föstudagskvöldum Sanrtök heilbrigðisstétta héldu nýlega afar fjölmenna ráðstefnu í Reykjavík um efnið: Æska án of- beldis. Sérstaka athygli vakti tillaga Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna um að skipuleggja aðgerðir þannig að hópur fullorðins ódrukkins fólks væri á ferli í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldum til þess að varna síauknu ofbeldi og taka þannig virk- an þátt í kjörum unga fólksins. Mætti benda á þetta sem hugsan- legt verkefni fyrir foreldra ferming- arbarna. Afleysingaþjónusta presta Þjónandi prestar kirkjunnar eiga kost á námsleyfum allt að 9 mánuð- um. Er gert ráð fyrir að nágranna- prestur annist afleysingaþjónustu þar sem það er kleift, en hins vegar getur stærð safnaða eða víðlendi sóknar valdið því að ráða verður prest til afleysinga í fullu starfi, þegar farprestar kirkjunnar sinna öðrunr verkefnum. Um þessar mundir eru tveir norð- lenskir prestar í námsleyfum. Sr. Þórhallur Höskuldsson á Akureyri er i Noregi og kynnir sér kirkjurétt. Fyrir hann þjónar sr. Ingólfur Guð- mundsson. Þá er sr. Kristján Valur Ingólfsson á Grenjaðarstað í leyfi til að Ijúka doktorsritgerð sinni. Sr. Sigurvin Elíasson áður á Skinnastað leysir hann af til vorsins. VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.