Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 14
Af íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn Síðasti sunnudagur í september, messudagur safnaðarins í Kaup- mannahöfn. Það er mikið að gera í Jónshúsi, neðan af fyrstu hæðinni berst pönnukökuilmurinn, Bergljót er að ljúka við að undirbúa messukaffið. Eg ætla aðeins að skreppa upp á spítala og sjá hvernig sjúklingarnir hafa það í dag. Fyrst þarf ég að hringja og fá einhvern til að sækja gömlu konuna niður á Amager til messu. Klukkan 12.30 kemur Þor- leikur, kórstjórinn okkar, og Jó- hannes til að ná í nóturnar fyrir kór- inn og kirkjulyklana því lokaæfing á að vera fyrir messuna í kirkjunni. Þetta var góð messa, margir altar- isgestir, eða tæplega helnringur kirkjugesta. Kórinn er alveg ljóm- andi góður og organistinn okkar Peter Lange og Þorleikur með trompetinn, léku alveg frábærlega saman. í félagsheimilinu í Jónshúsi var þéttsetinn bekkurinn í messukaff- inu, að vanda. Fræðimaðurinn Gunnar Steinn Jónsson, líffræðing- ur, flutti erindi og ræddi umhverfis- mál. Það voru nokkuð margir ferða- menn að heiman meðal kirkjugesta og þar á meðal þingmenn og skrif- stofustjóri Alþingis, sem voru á leið til Rússlands. Þau höfðu áhuga á að skoða húsið, vegna væntanlegra breytinga. Við fengum formann ís- lendingafélagsins og fulltrúa náms- mannafélagsins á fund með þessu ágæta og áhugasama fólki. Við hér í íslensku „nýlendunni“ í Kaupmannahöfn erum alltaf glöð að fá gesti að heiman og í þessu tilviki var það sérlega ánægjulegt. Þingforsetar undir forystu Guð- rúnar Helgadóttur, hafa sýnt starf- semi íslendinga í Höfn og húsi Jóns Sigurðssonar mikinn áhuga og vel- vilja. Eins og áður sagði standa fyrir dyrum breytingar í húsinu með það fyrir augum að rýmka til, vegna vax- andi starfs á öllum sviðum. Við höfum nú flutt allt kirkjulegt starf, utan guðsþjónustunnar, hér í húsið. Kirkjuskólinn er í félagsheim- ilinu og þar mæta foreldrar með börn sín og taka þátt í öllu sem fram fer, kóræfingar, sóknarnefndar- fundir eru hér líka o.s.frv. Við eigum ekki kirkju hér í Kaupmannahöfn, en við höfum „safnaðarheimili“. Allt félagslegt starf í þessu húsi mun verða auðveldara og betra eftir breyt- ingar og vegna velvilja Alþingis og áhuga þess á „Jónshúsi". Nei, við eigum ekki kirkju, eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar, en við höfum notið mikillar gestrisni dönsku kirkjunnar og verður það seint fullþakkað. Starfsfólk Sct. Paulskirkju, presturinn séra Paul Foss og allt annað starfsfólk hefur reynst okkureins og bestu bræður og systur. Nú standa fyrir dyrum miklar við- gerðir og endurnýjun á þessari gömlu og veglegu kirkju. Prestur og sóknarnefnd hafa því verið að leita fyrir sér um guðsþjónustustað. Þau hafa tilkynnt okkur að þau settu sem skilyrði að íslenski söfnuðurinn fengi inni á sama stað meðan á við- gerð stendur. Fjárhagsstaða safnaðarins er bág- borin og hefur engan grundvöll. Tekjur eru engar þar sem sóknar- gjöld eru engin. Námsmenn, sem hér dvelja skamman eða langan tíma greiða sín sóknargjöld heima á Is- landi en eldra fólk, búsett hér, greiðir eðlilega til sinnar sóknar. Við lifum því á betli og snöpum, Kristnisjóður hefur reynst okkur vel, þótt engan j veginn mæti það þörfum. Sem dæmi um fjárþörf safnaðarins get ég netnt að sérhver messa kostar Dkr. 1.100 eða tæpar ellefu þúsund íslenskar krónur. Svo að ég snúi mér aftur að síðasta sunnudeginum í september, þá átti ég fund um kvöldið með einum af lögfræðingum Dóms- & kirkjumála- ráðuneytisins, sem um mánaðar skeið var staðsettur hér í hliðstæðu ráðuneyti. M.a. kynnti lögfræðingur- inn sér vandamál sem brennur mjög á ungum íslendingum hér. Það er vandi sá að fá að halda íslenska nafnalöggjöf og hefð vegna nafn- gjafar og skírna á börnum sínum fæddum hér í Danmörku. Danir hafa eðlilega sína nafnalöggjöf, sem gengur þvert á okkar nafnalög og hefð. Þetta hefur valdið árekstrum, og nú er svo komið að foreldrar verða að greiða Dkr. 3.000 eða tæpar íkr. 30.000 til að fá að halda íslensk lög í þessum efnum. Sem dæmi um vanda sem upp getur komið vil ég nefna: — Jóna Jónsdóttir og Ari Pétursson, íslenskir ríkisborgarar, í óvígðri sambúð eignast son heima á íslandi, sem þá er Arason. Þau fara til framhaldsnáms í Danmörku og eignast þar annan son, sem verður þar Jónsdóttir (þar sem foreldrarnir eru ekki í hjónabandi). Skömmu síðar giftast þau og að ári liðnu eign- ast þau dóttur, sem þá verður Péturs- son, samkvæmt reglum, hefð og lögum Dana. Til þess að fá þessu breytt þurfa foreldrarnir að greiða tæplega 60.000 íslenskar krónur, auk mikillar fyrirhafnar og fjölda vott- orða. Deginum er lokið, á morgun bíða önnur verkefni. Kaupmannahöfn 1. okt. 1990. í húsi Jóns Sigurðssonar 0ster Voldgade 12, Lárus Þ. Guðmundsson. 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.