Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 7
Þessir þrír þættir eru taldir mikil- vægir til þess að trúin nærist og þroskist og menn dafni til hjálpræðis. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum hugmyndum um safnaðar- uppbyggingu. Fyrir höndum liggur að skapa umræðu um þessi fræði og koma af stað gerjun í hverjum söfn- uði sem leiðir til markvissrar áætl- anagerðar og uppbyggingar. Safnaðaruppbygging er eitt brýn- asta verkefni kirkjunnar. Þennan áratuginn er það sérstakt átaksverk- efni en um leið er það verkefni allrar framtíðar. Kirkjan hefur betri að- stæður til þess en oft áður að efla tengsl sín við þjóðina en um leið á hún í vaxandi samkeppni. Þvi er þörf á fúsum höndum, endurbættum veiðarfærum, markvissum aðferð- um og nýjum leiðum í safnaðar- starfi. Safnaðaruppbygging er spenn- andi verkefni! Tökum höndum saman! Danski prestaháskólinn í Lögumkloster Nokkrir íslenskir prestar hafa dvalist við nám í Prestaháskólanum í Lögumkloster á Suður-Jótlandi. Ég er einn þeirra presta, sem naut hinn- ar frábæru gestrisni staðarins og átti þá viðtal við rektor skólans. Ég spurði hann fyrst um aldur skólans og upphaf Prestaháskólinn var stofnaður ár- ið 1965 fyrir forgöngu Bodil Koch, þáverandi kirkjumálaráðherra. Hún taldi að prestar ættu að hafa tök á að afla sér sífelldrar menntunar bæði í guðfræði og líka á sviði félagsvís- inda og lista. Prestaháskólinn var fyrst í grennd við Kaupmannahöfn en fluttist í Lögumkloster árið 1973. Hvert biskupsdæmi fyrir sig sér um að vista presta sína á Prestahá- skólann. Prestarnir sækja til bisk- upsdæmisins um skólavist og fá frí frá þjónustu til að sækja námskeið- in. Sjálfir greiða þeir aðeins lítinn hluta af kostnaði við námsdvölina. Þeir fá ekki „diplómu" eða „punkta“ fyrir nám sitt og taka held- ur ekki próf. Litið er á nám þeirra sem framfarir í anda lýðháskólanna. Hvernig er kennslan skipulögð? Kennt er í 8 mánuði á ári. í 4 mán- uði eru fjögur mánaðarlöng nám- skeið. í aðra4 mánuði eru námskeið, sem standa í viku, 10 daga eða hálfan mánuð. Á styttri námskeiðunum er dögunum skipt milli margra fyrir- lestra og vinnu en á lengri námskeið- unum eru 3 efni til umfjöllunar. Þá er kennsla á morgnana en síðdegið er ætlað til rannsókna á því efni, sem er til umfjöllunar. Það er einmitt það, sem allir prestar vildu geta gert í starfi sínu en aldrei er tími til með hinum daglegu störfum í presta- köllunum. Hvaða námskeið eru eftirsóttust? Vinsælustu efnin nú eru tengd sál- gæslu. En efni svo sem umfjöllun Lúters um þjóðfélagsmál, ræðugerð við hjónavígslur eða útfarir, hafa Iika mikið aðdráttarafl. Miklu fleiri vildu koma á námskeið um rann- sóknir á ritum Lúters en unnt var að taka á móti. Það er erfitt að vita fyr- irfram hvaða efni draga að. Boðun trúarinnar í söfnuðinum og ný trúar- brögð hafa t.d. ekki reynst eftirsótt námskeiðsefni þótt búist væri við að svo yrði. íslenskir prestar hafa oft verið á námskeiðum prestaháskólans í Lög- umkloster og alltaf hefur það verið mikið gleðiefni að hafa þá með. Þeim er veitt skólavist eftir því sem rúm er til. Prestar frá öðrum Norð- urlöndum fá líka skólavist er rúm er til. Þátttaka allra þessara presta, sem koma frá ólíkum aðstæðum, gefur skólastarfinu mikið gildi. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.