Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 9
þeirra gildi helmingaskiptaregla. Hjón ein fá að ættleiða börn og eft- irlifandi maki á rétt á setu í óskiptu búi. Ekki er skörp skattaleg mis- munun milli hjóna og þeirra sem búa formlega í óvígðri sambúð. Lagt er til að heimiluð verði milli- færsla ónotaðs persónuafsláttar að fullu til þess maka sem hærri tekjur hefur til þess að draga úr þeirri hættu að fólk í óvígðri og óskráðri sambúð sniðgangi lög til þess að njóta réttinda sem einstæðir foreldr- ar. Hugsanlegt er einnig að tekju- tengja mæðra- og feðralaun og barnabætur og auka þurfi framlög til dagvistunar barna til þess að greiða fyrir fólki i hjúskap og ó- vígðri sambúð, ennfremur að styrkja beri heimavinnandi mæður og feður. Kirkjuþing hvetur starfsmenn þjóð- kirkjunnar til að efla umræðu og fræðslu um hjónabandið. Þetta kirkjuþing fjallaði allmikið um fjölskyldumál? Jú, góðu heilli, enda ekki vanþörf á að styrkja fjölskylduna sem allra mest. Það var samþykkt að Kirkju- ráð gerist aðili að Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar sem mun taka til starfa á næsta ári enda mikilvægt að sú þjónusta komi kirkjunni allri og Iandsmönnum til góða. Hér er mikil- vægt mál á ferðinni, hér á að bjóða upp á markvissa fræðslu fyrir hjóna- efni og ráðgjöf fyrir hjón út frá kristnum lífsgildum sem og meðferð ef í óefni er komið hjá fjölskyldunni. Þá er ekki síður mikilvægt að prestar og aðrir starfsmenn safnaða sem fást við fjölskyldumál eigi stuðning hjá starfsfólki fjölskylduþjónust- unnar. Kirkjuþing samþykkti einnig að hvetja til þess að söfnuðir opnuðu safnaðarheimilin til athvarfs fyrir börn og unglinga sem eru á eigin veg- um hluta dagsins. Þá var sérstaklega bent á foreldra fermingarbarna sem samstarfsaðila kirkjunnar til þess að þæta það ástand sem oft skapast í unglingahópum og stundum leiðir til ofbeldisverka. Tengt þessu var samþykktin um trúfræðslu fullorðinna í þessu þjóð- félagi okkar þar sem fjölhyggjan verður æ sterkari. Allskonar trúar- hugmyndum er haldið að fólki, og eiga fátt skylt við kristna kenningu, þannig að verðmætamat og siðgæð- isreglur lenda á hverfanda hveli. Kirkjan þarf að skerpa sjálfsmynd sína og skýra málstað sinn og þar þarf markvissa fræðslu. Oskað var eftir álitsgjörð Guðfræðistofnunar um þetta efni. Venjulega hefur verið fjallað um Skálholt á Kirkjuþingi. Og nú var full ástæða til þess. Það var lögð fram og samþykkt tillaga um deiliskipulag staðarins, áður hefur verið samþykkt aðalskipulag, þannig að nú er hægt að hefja fram- kvæmdir. Þv- var heint til Kirkju- ráðs að byggja íbúðarhús fyrir org- anista, vinna að heildarfrágangi á umhverfi Skálholts. Fagnað var þeirri þróun sem orðið hefur í Skál- holtsskóla í átt til kirkjulegrar menn- ingarmiðstöðvar og kallað eftir auk- inni kynningu á því starfi sem þar fer fram. Þá var Kirkjuráð hvatt til þess að vinna að því að byggt verði við Skálholtsskóla og lög um búsetu vígslubiskups í Skálholti verði fram- kvæmd. Það verður ekki kleift að fjalla um öll mál Kirkjuþings I þessu spjalli. Hverra viltu geta til viðbótar. Ég vildi að sjálfsögðu geta þeirra allra. Þó vil ég sérstaklega minnast á tillöguna um réttindi og skyldur starfsmanna kirkju og safnaða. Það er vaxandi fjöldi fólks sem vinnur hin fjölbreyttustu störf í þágu kirkj- unnar bæði í hlutastarfi og fullu starfi eftir því sem þjónusta kirkj- unnar vex. Sumir þeirra eiga ekki að- gang að lífeyrissjóði eða stéttarfé- lögum. Það þarf að skoða þetta mál betur til að hlynna sem best að starfsfólki kirkjunnar. Þá þótti mér vænt um samþykktina að beina því til safnaða þjóðkirkjunnar að þeir vinni að því að eignast vinasöfnuði í þeim heimshlutum þar sem fátækt er mikil. Slíkt mun efla þekkingu og skilning á kjörum annarra og reynd- ar er báðum aðilum mikil þörf á slíkri samvinnu. Við erum aflögufær efnalega en höfum hinsvegar mikið að þiggja frá þeim um helgihald og gleði samfélagsins. Við lifum á sömu jörð, og eigum að deila kjörum. Hér er um að ræða áþreifanlegt og per- sónulegt verkefni fyrir söfnuðina til þess að efla Guðsríki. í fréttum Prestaskortur á Norðurlöndum Finnar horfa fram til þess að veru- legur prestaskortur verður þar um aldamótin. Þá fara á eftirlaun hinir stóru aldurshópar, t.d. 150 af 2500 prestum árið 2003. Nýjar reglur um lækkun eftirlaunaldurs geta flýtt þessum aðstæðum. Nú starfa 58% prestsvígðra manna í safnaðarþjónustu, aðrir eru í sérþjónustu eða við önnur störf. Um 200 stúdentar hefja guðfræði- nám árlega, um helmingur þeirra hefur störf í söfnuðum eftir sjö ára nám. Kirkjustjórnin kannar nú hver sé orsök þessa. Þess má ennfremur geta að einungis 9% starfsmanna finnsku kirkjunnar eru prestar. Þar eru ákvæði um að í hverju prestakalli skuli vera starfandi djákni. Sérstakir starfsmenn í æskulýðs-og öldrunar- þjónustu eru í hverju prestakalli, auk tónlistarfólks. Prestaköllin í Finnlandi eru 499 talsins og starfa yfirleitt a.m.k. þrír prestar í hverju þeirra. Prestarskortur ógnar einnig sænsku kirkjunni. Af 3000 embættum sóknarpresta eru 600 ósetin, sem veldur því að sóknarnefndir hafa yfirboðið presta til þess að fá þá til starfa, bæði með hærri launum og margskonar hlunn- indum. Slíkt hefur þó fengið bland- aðar móttökur innan prestastéttarinnar. Það þykir af hinu góða að emb- ætti í dreifbýli geta þannig fremur keppt við störf í þéttbýlissöfnuðum, sem hingað til hafa virst meira aðlað- andi. Hið neikvæða er sú skipting í flokka sem slíkt felur í sér. Það er ekki öllum boðin hlunnindi og betri laun þótt í dreifbýli sé. Bent er einnig á að laun skipta ekki öllu máli til þess að menn njóti starfans. Upp- örvun og umhyggja er mikilvæg öll- um starfsmönnum Hvar eru útvarpstækin? Auðvitað fyrst og fremst í iðnríkj- unum, um 30% í Bandaríkjunum, önnur 30% í Evrópu og 25% í Asíu. Hins vegar eru 3% útvarpstækja heimsins í Afríku. YÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.