Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.10.1990, Blaðsíða 5
(1910-1976) prófessor sem hefði orðið áttræður 17. nóvember í ár. Tengsl við aðrar stofnanir Þegar rætt er um tengsl guðfræði- deildar við aðrar stofnanir hlýtur þjóðkirkja íslands alltaf að koma fyrst i hugann því guðfræðideild hef- ur frá upphafi séð um að mennta presta til starfa í þjóðkirkjunni. Nefnd sem skipuð var haustið 1989 að frumkvæði biskups til að vinna að auknu samstarfi guðfræðideildar og þjóðkirkjunnar skilaði niður- stöðum sínum í sumar. Telja nefnd- armenn nauðsyn bera til að auka samstarf guðfræðideildar og þjóð- kirkjunnar um guðfræðinámið al- mennt og ekki síst kennimannlega námið. Einn liður í samvinnu guðfræði- deildar og kirkjunnar eru simennt- unarnámskeið sem kennarar deildarinnar hafa staðið að í samvinnu. við deildir Prestafélags íslands. Hefur þetta samstarf guðfræðideildar og þjónandi presta þjóðkirkjunnar gefið góða raun. Á sviði rannsóknanna hefur guð- fræðideild eða öllu heldur Guð- fræðistofnun samstarf við ýmsar stofnanir. Ber þar fyrst að nefna samstarfsverkefni Guðfræðistofn- unar, íslenskrar málstöðvar, Orða- bókar Háskólans og Málvísinda- stofnunar Háskólans um gerð orð- stöðulykils að Biblíunni 1981, og er stefnt að því að hann komi út á næsta ári. Rannsóknarstofnun í siðfræði var komið á fót með reglugerð 23. september 1988. Hún starfar á veg- um Háskóla íslands og Þjóðkirkj- unnar. Tengsl guðfræðideildar við stofnunina felast m.a. i þvi að Guðfræðistofnun tilnefnir einn af þremur stjórnarmönnum hennar. Fulltrúi Guðfræðistofnunar er dr. Björn Björnsson prófessor. Að und- anförnu hefur nefnd á vegum stofn- unarinnar unnið að þvi að semja greinargerð um dánarskilgreiningu og líffæraflutninga. Biblíuþýðingin Á deildarfundi í guðfræðideild 12. september 1990 samþykkti guð- fræðideild fyrir sitt leyti samstarfs- samning á milli Guðfræðistofnunar og Hins íslenska biblíufélags. Er vel við hæfi að þáttaskil verði í biblíu- þýðingamálinu á þessu ári því að í ár eru liðin 450 ár frá útkomu Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar og Hið íslenska Biblíufélag á 175 ára afmæli. Dr. Sigurður Örn Stein- grímsson hefur unnið að þýðingu Gamla testamentisins frá 1988, en nú er unnið að því að skipa fimm manna þýðingarnefnd, og verður væntanlega fyrsta verk hennar að yfirfara þær þýðingar sem dr. Sig- urður hefur þegar gert þegar nefnd- inni hefur verið komið á fót samkvæmt því samkomulagi sem tekist hefur um samvinnu milli Guðfræðistofnunar og Hins íslenska biblíufélags. í fréttum Móðir Teresa opnar fleiri hæli Móðir Teresa, sem orðin er 80 ára hefur tilkynnt að regla hennar muni á næstunni opna allmörg hæli fyrir þá fátækustu meðal fátækra. í Rúss- landi eru fimm slík hæli starfandi og tíu verða bráðlega opnuð. Nokkur hæli verða opnuð á næstunni í Rúm- eníu til þess að annast ungbörn með eyðni. Kína og Kambodja eru einnig á þessum lista. Fidel Castro hefur beðið Móður Teresu að senda 10.000 systur til Kúbu, og þangað fer hópur innan skamms, þó ekki svo margar sem Castro óskar. Húm mun einnig senda systur til heimalands síns Albaniu og íran. En það er ekki aðeins þörf fyrir systur af reglu Móður Teresu í hinum fátækustu löndum, efnahagslega mælt. Hópur bænasystra er nú að koma sér fyrir í grennd við Sundsvall í Svíþjóð. Þar starfar einnig einn bróðir af þessari reglu. Fjölskylduráðgjöf á vegum kirkjunnar Héraðsfundur Reykjavíkurpró- fastsdæmis 1990 samþykkti að setja á laggir stofnun til að annast fjöl- skylduráðgjöf, ekki síst í hjúskapar- vanda — í samstarfi við Árnes- og Kjalarnesprófastsdæmi. Til að fjár- magna ráðgjöfina, var samþykkt að hækka tillag safnaða til héraðssjóðs úr 3% sóknargjalda í 5%. Nánar verður greint frá þessu merka og brýna máli í Víðförla. Starfsþjálfun guðfræðikandidata Samkvæmt nýjum lögum um starfsmenn Þjóðkirkju íslands skulu guðfræðikandidatar hljóta starfsþjálfun í 4 mánuði áður en þeir geta tekið vígslu. Hefur ráðherra skipað nefnd til að semja reglugerð um þessi ákvæði laganna. Hana skipa dr. Einar Sigur- björnsson forseti guðfræðideildar, sr. Agnes M. Sigurðardóttir frá Prestafélagi íslands, sr. Bernharður Guðmundsson fræðslustjóri kirkj- unnar og Anna Guðrún Björnsdóttir deildarstjóri í kirkjumálaráðuneyt- inu og er hún formaður. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.