Víðförli - 15.03.1994, Page 2
VÍÐFÖRU
13. ÁRG. 1. tbl.
MARS 1994
Skálholtsútgáfan,
útgáfufélag þjóðkirkjunnar
RITSTJÓRI OG
ÁB. MAÐUR:
Jón Ragnarsson
Biskupsstofu,
sími 621500
PRENTUN:
G. Ben. prentstofa hf.
Meðal efnis:
Biskup skrifar
bls. 2
Safnaðaruppbygging
bls. 4
Um helgisiði
bls. 5
Barnakórar
bls. 8
Líknarþj ónustan
bls.10
Af djáknanámi
bls.12
Samkirkjustarf
bls.14
Höfundur forsíðumyndarinnar
er jakobína Þormóðsdóttir, og
er myndin birt með hennar
leyfi. Jakobína stríðir við
skæðan hrörnunarsjúkdóm og
hefur mjög skerta heyrn og
sjón.
VORBOÐAR
Þegar þessi orð eru fest á blað,
hvílir snjór yfir öllu. Og á sumum
stöðum er hann svo mikill, að hann
hindrar samgöngur. En milli þess,
sem snjó hefur kyngt niður, hefur sól-
in skinið svo giöfult og veitandi, að
margur hélt vorið væri komið.
Veðrið kitlar okkur og eftirvænting
fylgir sólskini. Margt er það einnig
annað, sem bendir til vors með auknu
lffi, meiri krafti og ríkulegri áhuga.
Prófastar ræddu á árlegum fundi,
sem nú var haldinn norður í Skaga-
firði, á Hólum og Löngumýri, margt
það, sem gæti orðið til styrktar
kristni á landi okkar. Þessir fundir
hafa ævinlega verið haldnir í vikunni,
sem fylgir æskulýðsdegi kirkjunnar.
Þykir sumum hjákátlegt, þar sem
prófastar eru yfirleitt í eldri flokki
presta, en aðrir sjá í þessu tengsl við
þennan sunnudag unga fólksins, sem
hinir eldri kjósa ekki síður að styðja.
Og prófastar ræddu líka unga fólk-
ið, unga fólkið í kirkjunni og með sér-
stökum hætti samspil forystusveita
safnaðanna, þar sem eru prestar og
sóknarnefndir. Vitanlega er ekkert
annað en eðlilegt og segja sumir sjálf-
sagt, að samskipti þessara aðila og
valdskipting sé í góðu lagi. Og sem
betur fer er því þannig varið í flestum
tilfellum. En það er ekki hægt að
ganga út frá því, engu að síður, að það
séu einhver náttúrulögmál eða æski-
leg guðleg handleiðsla, sem tryggir
slíkt. Þess vegna þarf að skoða þetta
og starfsmenn Biskupsstofu hafa
ferðast vítt og breitt um landið til að
kynna drög að erindisbréfi fyrir sókn-
arnefndir, þar sem komið er inn á
flesta þá þætti, sem snerta forystu í
sóknum.
Það er sóknarhugur í mörgum
söfnuðum, og sé ég þar einhver bestu
og tærustu vormerkin í kirkjunni.
Svokallaðir leikmenn ganga sífellt af
meiri fúsleika og starfsgleði til þeirra
verka, sem þeir eru valdir til. Og
prestar fagna þessum samstarfs-
mönnum, enda þótt enginn láti sér
detta það í hug, að þeir séu undir
sóknarnefndir seldir og þurfi að sjá af
hirðishlutverki sínu og andlegri for-
ystu í hendur annarra. Þar er fólgin
sérstaða prestsins, til þess er hann
vígður og í slíkri fóstran felst starf
hans. En þá fyrst breytast vormerki í
sumarfagnað, þegar þann veg er
staðið að starfi í sóknum, að ofar öllu
sé settur fúsleikinn til þjónustu við
Krist og samstíga sé leitast við að
færa þjónustu kirkjunnar til sem allra
flestra.
Og er þá komið að því vormerki,
sem flesta snertir, þar sem eru ferm-
ingarnar. Mér þykir sem minna fari
fyrir gjafaofsóknum í þölmiðlum en oft
áður, þegar ekki var hægt að opna
útvarp eða blað án þess lítið væri gert
úr hug fermingarbama og miðaðist
allt við gjafir. Ekki hef ég heldur orðið
var við, að tíundaðir séu dýmstu val-
kostir í gjafavali. Þessu fagna ég ein-
dregið. Gekkst fræðsludeild kirkj-
unnar fyrir viðræðum um ýmsa þessa
þætti og kvaddi þá til, sem slíkt snert-
ir. Þótti vel takast til og er kannski að
skila sér í vitmeiri umfjöllun en oft
áður.
En í stuðningi við fermingarböm og
fjölskyldur þeirra á kirkjan að samein-
ast. Þar kemur til starf presta, for-
ysta prófasta og framlag sóknar-
nefnda og annarra starfsmanna kirkj-
unnar. Því aðeins er unnt að gleðjast
yfir vormerkjum fermingarinnar, að
kirkjan sleppi ekki hendi af ungmenn-
um, heldur bjóði velkomin til áfram-
haldandi þátttöku í safnaðarstarfinu,
þar sem messan er miðlæg með
kvöldmáltíðinni og fúsleiki fylgir til að
þiggja aðrar náðargjafir svo sem kirkj-
an býður í nafni Krists.
Megi vorboðar, bæði í lofti og á láði
og svo í samfélagi manna benda til
þess tíma, er vilji Guðs verður svo á
jörðu sem á himni, og við hvert og eitt
verða hluttakendur í því, að bænin
verði að veruleika.
2