Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 3
VATNIÐ
Verkefni í páskasöfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar
Páskasöfnun Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar stendur dagana
25. mars til 15. apríl og verður
að þessu sinni lögð áhersla á
vatnið. Allt líf þarfnast vatns og
án vatns þrífast hvorki menn né
dýr og gróður skrælnar. Minnt
er á þessa nauðsyn með nýjum
verkefnum sem Hjálparstofnun
hefur tekið að sér að fjármagna í
Mósambik og Eþíópíu og eru
framkvæmdir þegar hafnar.
Bæklingur með viðfestum gíró-
seðli hefur verið sendur á öll
heimili landsins og vonast for-
ráðamenn Hjálparstofnunar til
að landsmenn bregðist vel við
ákalli um stuðning við þessi
verkefni.
í Mósambik verða endurbyggðir
brunnar og boraðir nýir en öll öflun
neysluvatns og áveitur þar eru í mol-
um vegna borgarastríðs um árabil.
Unnið verður í Tete-héraði í nyrsta
hluta landsins. Gert er ráð fyrir að
verja til þessa verkefnis um 5 milljón-
um króna á ári í þrjú ár. Fyrsti hluti
ijárins hefur þegar verið sendur og
lagði Þróunarsamvinnustofnun Is-
lands fram þann skerf en verkefnið
verður að öðru leyti kostað með söfn-
unarfé.
Svipað verkefni er nýlega farið í
gang í Suður-Eþíópíu. Þar er annars
vegar um að ræða byggingu vatns-
tanks fyrir sjúkrahús í Konsó sem
reist var fyrir 30 árum. Með sívax-
andi fjölda sjúklinga sem leita þangað
á ári hverju eða nærri 40 þúsund þarf
að bæta aðgang að neysluvatni og
hefur Hjálparstofnun kirkjunnar tekið
að sér að fjármagna byggingu vatns-
tanks við sjúkrahúsið. Tilkoma hans
mun gjörbreyta allri umönnun við
sjúklinga, bæði starfsliðs sjúkraskýl-
isins og aðstandenda sem iðulega
fylgja sjúklingunum og sjá þeim fyrir
fæði meðan á spítaladvölinni stendur.
Einnig verður kostuð endurbygging á
heimavistarhúsnæði grunnskóla-
nema í suðurhluta landsins.
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar dvaldi í
Eþíópíu í febrúarmánuði en hann var
lánaður í sérstakt uppgjörs- og bók-
haldsverkefni á vegum Mekane Yes-
us kirkjunnar í landinu. Jafnframt
ræddi hann við yfirmenn kirkjunnar
vegna verkefna Hjálparstofnunarinn-
ar. — Framkvæmdir við vatnstank-
inn við sjúkrahúsið í Konsó eru vel á
veg komnar og er gert ráð fyrir að
þeim ljúki í sumar, segir Jónas Þóris-
son í samtali við Víðförla. — Guðlaug-
ur Gíslason húsasmíðameistari sem
starfar þarna á vegum Sambands ísl.
kristniboðsfélaga stjórnar fram-
kvæmdunum en hann mun einnig hafa
umsjón með endumýjun á heimavist-
arhúsnæðinu sem einnig er vel á veg
komin. Mér fannst vel að verki staðið
þarna á allan hátt og það er ekki síst
mikilvægt fyrir okkur að hafa þarna
íslenska starfsmenn sem stjórna
verkunum og fylgjast með.
Hvemig hafa verkefnin í Mósambik
farið af stað?
— Þau eru styttra komin en þó er
undirbúningi lokið fyrir brunnagerð-
ina og ég vonast til að fá nánari fréttir
af því strax eftir páska að allt sé komið
þar í fullan gang. Þessi verkefni höf-
um við valið eftir vandlega athugun.
Verkefnið í Mósambik er unnið í sam-
vinnu við starfsmenn Lútherska
heimssambandsins og Lúthersku
kirkjuna þar í landi. í Eþíópíu er eins
og fyrr segir starfað í samvinnu við
Mekane Yesus kirkjuna lúthersku en
Hjálparstofnun hefur oftlega stutt
einstök uppbyggingar- og neyðar-
verkefni sem unnin hafa verið af
eþíópskum eða íslenskum starfs-
mönnum kirkjunnar, segir Jónas Þór-
isson að lokum.
Bæklingur með viðfestum gíróseðli hefur verið sendur á öll heimili landsins
og vonast forráðamenn Hjálþarstofnunar kirkjunnar eftirgóðum viðbrögð-
um landsmanna við þessari þáskasöfnun.
3