Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 14
LÚTHERANAR OG ANGLIKANAR MÆTAST í BORGÁ Nánari samskipti anglik- önsku kirkjunnar í Englandi, Skotlandi, Wales og á Irlandi og lúthersku kirknanna á Norður- löndum og í Eystrasaltslöndun- um er markmiðið með Borgá- samkomulaginu svonefnda, sem lokið var við í október 1992 í Jár- venpáá í Finnlandi. Samkomu- lagið er ávöxtur af starfi viðræð- unefndar, sem erkibiskuparnir í Kantaraborg og Uppsölum áttu frumkvæðið að. Heiti sitt fékk samkomulagið af því tilefni að þátttakendur í síðasta fund- inum gengu saman til altaris í dóm- kirkjunni í Borgá. Fulltrúar íslands í viðræðunefnd- inni hafa verið dr. Hjalti Hugason og sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. 50 milliónir meðiima Borgásamkomulagið er einn mark- verðasti árangur af samkirkjulegri viðleitni samtíðarinnar. Þær tólf kirkjur, sem standa að samkomulag- inu, hafa innan sinna vébanda rúmlega fimmtíu milljónir meðlima. Markmiðið er að þessu sinni að ná fram áþreifanlegum niðurstöðum varðandi líf og samstarf kirknanna, en láta ekki nægja að gera grein fyrir sameiginlegum þáttum. Kirkjuþing, prestastefnur og sam- bærilegar stofnanir allra aðildarkirkn- anna þurfa nú að taka afstöðu til inni- halds samkomulagsins. Söfnuðunum mun einnig gefast tækifæri til að kynna sér skjalið, þegar það hefur verið þýtt á viðkomandi tungu. Raunverulegt samfélag Kirkjur Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna hafa þegar gert sam- komulag við ensku kirkjuna. Það var gert í kjölfar samræðna, sem áttu sér stað á þriðja áratugi aldarinnar. Lúth- ersku kirkjumar í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafa gert slíka sáttmála við anglíkanskar kirkjur. Þessar samþykktir hafa falið í sér gagnkvæma opnun altarissamfélags- ins, tiltekna þjónustugjörð hver í ann- ars kirkjum og að kirkjumar geti sam- eiginlega haft um hönd sakramenti kvöldmáltíðarinnar. Borgásamkomulagið gengur lengra en fyrri samþykktir kirkju- deildanna. Núna er talað um „nánara samfélag", þó fullkomin eining sé ekki á dagskránni. Gagnkvæm viðurkenning prestsembættis „Sameiginleg yfirlýsing" er sér- stakt skjal og í því viðurkenna kirkj- urnar fullkomlega prestsembætti hver annarrar. Prestur, sem þegið hefur vígslu í einhverri kirknanna, getur gegnt prestsþjónustu í hverri hinna kirknanna, sem eiga aðild að samkomulaginu. Kirkjurnar skuldbinda sig til „að bjóða velkomna þá einstaklinga, sem hafa vígst í einhverri kirkna vorri af biskupi til biskups-, prests-, eða djáknaembættis, að gegna þjónustu sinni í boði, eða í samræmi við þær reglur, sem gilda í hverju tilfelli í þeirri kirkju, er þjónustuna þiggur, og þarf viðkomandi ekki að vígjast að nýju.“ Fyrirvarinn „í samræmi við þær reglur, sem gilda í hverju tilfelli í þeirri kirkju, er þjónustuna þiggur“ felur í sér vissar takmarkanir. Þær geta m.a. átt við um kvenbiskupa og kvenpresta, málakunnáttu og aðrar hæfniskröfur, starfsmannalöggjöf og kröfur um eiða. Réttur til allrar kirkjulegrar þjónustu Safnaðarfólk fær einnig rétt tO allr- ar kirkjulegrar þjónustu í viðkomandi kirkjum. Kirkjumar skuldbinda sig með yfir- lýsingunni m. a til „að bjóða velkomna meðlimi hver annarrar til að þiggja sakramenti og prestlega þjónustu," og „að Kta á skírða meðlimi í öllum kirkjum vorum sem meðlimi vorrar eigin kirkju.“ Kirkjuleg sameining í Evrópu Borgásamkomulagið felur í sér nokkurs konar innbyrðis sameiningu í Evrópu. Kirkjumar vilja að þetta samkomulag megi einnig þoka okkur áleiðis til raunverulegrar einingar kristinna manna í alþjóðlegu sam- hengi m.a. innan heimssamtaka kirknanna. Grundvallarhugsun Borgásam- komulagsins er að allar tilheyra kirkj- urnar kirkju Krists í alheimi. Sú kirkja nær út yfir mæri þjóða og ríkja. Kirkj- urnar em kaUaðar til að þjóna þeirri einingu og bera henni vitni. Borgásamkomulagið er raunvem- legur áfangi í átt til sýnilegrar einingar kirkju Krists. (Kyrklig Tidningstjánst 8.2.1994/ Pirjo Työrinoja) NAMSKEIÐ UM SORG BARNA í febrúar og mars hefur prófastur og héraðsnefnd Kjalamesprófasts- dæmis átt fmmkvæði að nám- skeiðahaldi fyrir starfsfólk leikskóla og dagmæður í prófastsdæminu. Námskeiðin vom haldin á sjö stöð- um: Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnar- firði (2svar), Keflavík, Grindavikog íVestmannaeyjum. Sr. BragiSkúla- son, sjúkrahúsprestur fjallaði um sorg bama og sr. Guðný Hallgríms- dóttir kynnti efni frá Fræðsludeild kirkjunnar, sem leikskólar gætu nýtt sér. Á fimmta hundrað manns sóttu námskeiðin. Áhersluþættir námskeiðanna fólu m.a. í sér: Miss- is- og sorgaratburðir, þroski leik- skólabama m.t.t. missis og sorgar. Hvernig geta leikskóli og heimili starfað saman og veitt börnunum stuðning á erfiðum tímum? Hvaða fagaðilar utan leikskólans geta veitt aðstoð? Möguleikar í sambandi við úrvinnslu sorgar með leikskóla- börnum, tjáning tilfinninga. Þessi fræðsla er veitt vegna greinilegrar þarfar fyrir umfjöllun um þessi mál. Kjalarnesprófastsdæmi stóð fyrir fræðslu fyrir fóstrur um þetta efni árið 1990. Þá var boðið upp á nám- skeið í Skálholti og jafnframt fjallað um trúamppfræðslu bama. 14

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.