Víðförli - 15.03.1994, Qupperneq 7
DAUÐINNOGÁSTIN
Jóhannes 20:1-9
Já, það er rétt hjá ykkur, ég, María
frá Magdala, elskaði hann. Hann var
ástin mín. Geymið ykkur dónaskap-
inn og aulafyndnina. Eg ein get vitað
hvað samband okkar var fallegt og
hreint. Þið getið ekki lagt neinn mæli-
kvarða á það hvers virði hann var
mér. Öllum var sama um mig á þess-
um árum. Öllum nema honum. Ég átti
erfitt andlega, kf mitt var í rugli. Hann
dreif mig upp úr þessum þunglyndis-
lægðum. Ég gat lifað aftur.
Sagan í Betaníu er um mig. Ég
hafði keypt mér á markaðnum dýr-
ustu smyrslin, sem ég hafði ráð á. Ég
smurði fætur hans með þeim. Hann
átti það hjá mér. Ég á honum allt að
þakka.
Þið glottið ennþá. Þið getið ekki
gert ykkur þetta í hugarlund. Kannski
er ímyndun ykkar brengluð. Auðvitað
flýtti ég mér að gröfinni, hvað haldið
þið? Þar var minn staður, til.að vera
hjá honum og syrgja. Þar átti ég að
minnsta kosti hinn látna. Auðvitað
skældi ég. Þarna við gröfina rifjaðist
það allt upp fyrir mér eina ferðina
enn. Þessir þrír síðustu dagar og síð-
ustu árin. Ég gat ekki annað en grát-
ið. Hafið þið ekki líka grátið, þegar þið
hafið misst ástvini?
Þið vitið sjálfsagt hvernig sorgin
er. Ég ímyndaði mér að ég gæti talað
við hann hjá gröfinni. Ég hef oft séð
fólk gera þetta, tala við einhvern dá-
inn. Ég leit betur á gröfina, það var
skelfilegt. Gröfin var opin, eins og
hún hefði verið rænd.
Hann var ekki þar. Þeir höfðu ekki
látið sér nægja að ganga að honum
dauðum, heldur strax komið líkinu
undan. Líkinu mínu. Þeir höfðu meira
að segja rænt mig nánum. Ég átti
ekkert af honum lengur, hvorki tang-
ur né tetur.
Ég var viti mínu fjær og hljóp inn í
gröfina. Hann mátti ekki hverfa mér
svona. Líkami hans var mér dýrmæt-
ur, þó dauður væri. Kannski var ein-
hverja vísbendingu að finna, kannski
eimdi eftir af einhverju. Ekkert. Ég
leitaði. Ekkert. Tómt, - og þó. Þama
voru tveir menn, sem ég hafði ekki
tekið eftir fyrr. Þeir sátu í gröfinni.
Ég virti þá ekki sérstaklega fyrir mér.
Þið skiljið, ég var eins og í leiðslu.
Minn látni ástvinur var ekki þarna.
Það var til einskis að stumra þarna í
skútanum. Þá ávörpuðu mennimir
mig. Það var eins og þeir vissu ekki
að hverjum ég leitaði í gröfinni. Þeir
vom víst englar. Englar? Ég hefði
spurt engla öðruvísi út úr. Englar
hefðu vitað það. Þetta var allt til
einskis. Astvinur minn var horfinn.
Ég gat ekki lengur grátið. Tárin
storknuðu.
Allt f einu var aftur spurt hvers ég
leitaði. Ég varð stjörf og skynjaði ein-
hvern fyrir aftan mig. Það angraði
mig. Ég fékk ekki einu sinni að syrgja
f friði. Hvaða gagn hafði ég af þessari
þýðmæltu spurningu? Hvað hafði ég
við hluttekningu að gera á þessari
stundu? Ástvinurinn er dáinn og hinn
dáni er horfinn. Ég frábið mér samúð-
arheimsóknir.
Þá, allt í einu, skerpti ég heyrnina.
Úr fjarska heyrði ég nafnið mitt.
Langt í burtu, eins og ég hafði oft
heyrt það áður, svo lifandi og fullt af
einlægni og hlýju.
Það hafði hljóminn, raddblæinn,
sem eyru mín höfðu vanist. Hikandi
leit ég um öxl. Ég vildi ekki styggja
þessa velþekktu rödd. María! Ég
treysti mér ekki til að líta upp. Ég vildi
ekki valda sjálfri mér vonbrigðum.
Samt er þetta hann!
Vinur, ástvinur, það ertþú. Meist-
ari sálar minnar. Þú lifir. Þið getið
nærri að ég ætlaði að hlaupa í fangið á
honum.
Hann víkur sér undan, án þess að
valda mér innri sársauka. Haltu mér
ekki, María. Þú átt mig ekki lengur
ein. Ég tilheyri öllum, sem vilja lifa og
sem elska mig. Öllum.
Allir, hveijir eru nú það? Kurða ég
mig.
María, svarar Jesús, allir, sem
treysta mér og vænta lífs af mér, allir,
sem í einlægni halda núna páska í
söfnuði Drottins.
Undarlegt var það. Ég fór að gröf-
inni til að eiga hinn dána, ein og sjálf.
Látinn lifir, en ég á hann ekki. Hann
tilheyrir öllum, sem hann elska. Ég er
alls ekki afbrýðisöm, ég gleðst ykkar
vegna. Jesús lifir og við elskum hann
öll.
Albert Damblon
Erzahlend predigen
Gúthersloh 1988
J.R.1994
7