Víðförli - 15.03.1994, Side 9

Víðförli - 15.03.1994, Side 9
tækifæri til að þroska tónlistarsmekk sinn frá fyrstu bemsku og ala bömin upp í góðum söngsiðum innan kirkju, sem utan. Markmiðið er einnig að ala upp syngjandi söfnuð, fólk sem tekur undir á kirkjubekknum, en þrumir ekki þegjandi meðan kór og orgel láta gamminn geisa. Kórinn á líka að skila bömunum því uppeldi, að þau viti, hvenær söfnuður á að syngja og hve- nær kór ber að láta ljós sitt skína. Börn, sem fengið hafa undirstöðu- kunnáttu gegnum kórstarfið eru orðin læs á nótur og þeim er til baga að hafa ekki sálmabókina með nótum og þurfa að læra lögin eins og páfagaukar. Það er afturför frá árdögum sálmabókar- útgáfu á íslandi, því Grallarinn var gefinn út með nótum fyrir 400 árum! Kóramir syngja reglulega við messur og hafa klassískan messu- söng á valdi sínu. Kórinn á Selfossi er nógu fjölmennur til að skipta í þrennt og er það iðulega gert t. d. við nátt- söng, sem sunginn er öll miðviku- dagskvöld á föstunni. Sú athöfn er í höndum kórfélaga og prestsins. Börnin sjá um meðhjálpina og sönginn og æfast í helgihaldi, andakt og til- beiðslu. Náttsöngurinn er einnig fast- ur liður í æfingabúðum kórsins. Þar lýkur hveijum degi með completor- ium. Horft til framtíðar Starf sem þetta miðast ekki við skjótan árangur. Þetta er sáningar- og ræktunarstarf og miðar að mótun kynslóða. Kórinn er tvískiptur eftir aldri 8-12 ára og 13-15 ára. Stúlkur eru i miklum meirihluta, því einhverra hluta vegna eru drengir eitthvað kollhúfulegir gagnvart kórsöng með stelpum. Kannski spilar karlmennskuímyndin þama inn í. Drengir fást frekar til að syngja með öðrum drengjum og eru drengjakórar Kklega leiðin fyrir kirkj- una til að veita þeim sambærilegt tækifæri. Mútumar setja strik í reikninginn, en þurfa ekki endilega að útiloka þá frá söngnum, ef þeir fá rétta og kunnáttusama leiðsögn. Margir piltar hafa mikla ánægju af söng og góðar raddir, en skila sér dræmar en stúlkumar eftir gelgju- skeiðið. Mikill vöxtur Bamakórar í tengslum við kirkjur í Amesprófastsdæmi héldu söngmót 5. mars sl. fyrir atbeina prófastsins, sr. Tómasar Guðmundssonar. Þar komu saman um 200 böm. Kóramir æfðu saman kirkjulega kórtónlist og fluttu hana, hver í sinni kirkju daginn eftir, sem var Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar. Sambærilegt átak í sam- starfi barnakóra hefur einnig verið gert í Reykjavíkur- og Kjalarnespróf- astsdæmum. Þetta em ánægjuleg dæmi um hinn mikla vöxt, sem á sér stað í söngupp- Jón Stefánsson og Glúmur Gylfason eldi æskunnar í kirkjunni. Virðast hreinræktaðar sveitasóknir helst verða útundan, hvað þetta starf varð- ar, en meiri festa sýnist á hlutunum, þar sem prestur og söngstjóri búa í þéttbýli hjá kirkju. Bömin hafa ekki bílpróf og eru öðrum háð um ferðir, og svo er ekki sama að syngja sálma í samkomusal eða skóla og í kirkjunni. Allt hefur sinn stað og sína stund. G-R. eftir samtal við Glúm Gylfason) EG VIL ELSKA MITT LAND Ný söngbók í útgáfuröðinni SÖNGVASVEIGUR, fyrir barnakóra og kvennakóra í tilefiii 50 ára afmælis lýðveldisins hefur Skáiholtsútgáfan, í samvinnu við embætti söngmálastjóra - bama- kóra við kirkjur og Tónmenntakenn- arafélag íslands gefið út söngbók með 33 íslenskum ættjarðarlögum, radd- settum fyrir sópran- og altraddir. í bókinni er að finna okkar ástsæl- ustu ljóð og lög um land og þjóð, s.s. Hver á sér fegra föðurland, Land mms föður, Ég vil elska mitt land, Ó, Guð vors lands, ísland ögrum skorið, Ó blessuð vertu sumarsól og fleiri. Raddsetningamar em aMestar nýjar og er hér bætt úr brýnni þörf, þar sem fæst þessara laga vom til í búningi fyrir bamakóra og kvenna- kóra. Þjóðhátíðamefnd veitti sér- stakan styrk til verksins. Sem fyrr styrkja biskup íslands og kirkjuráð þessa útgáfuröð. Glúmur Gylfason, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Smári Ólason og Jón Ásgeirsson hafa gert raddsetningam- ar, Hjalti Glúmsson sá um tölvuupp- setningu laganna og umsjón með út- gáfunni hafði Margrét Bóasdóttir. Er það von og ósk aðstandenda bókarinnar að hún megi efla enn frek- ar sönggleði bama og fólks á öllum aldri, og verða okkur stoð í því að standa vörð um söngarf okkar og menningu. 9

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.