Víðförli - 15.03.1994, Side 4
ó
r Safnaðaruppbygging
sr. Örn Bárður Jónsson,
verkefnisstjóri safnaðar-
uppbyggingar:
BEGGJA
SKAUTA
BYR
Það eru spennandi tímar í kirkj-
unni. Ekki einungis vegna aldahvarf-
anna sem framundan eru, heldur og
vegna þess að kirkjan á leik með alveg
sérstökum hætti um þessar mundir.
Á líkan hátt og fylling tímans átti sér
stað forðum daga eru nú sérstakar
aðstæður í íslensku þjóðfélagi.
Væntingar almennings
Væntingar eru meiri til kirkjunnar
en oft áður. Ég hef spurt fólk á ýms-
um fundum hvort það telji að kirkjan
sé virkari en t.d. fyrir 20 árum og
hvort áhugi á trúmálum sé meiri.
Flestir telja að svo sé. Ég hef ekki
svör á reiðum höndum við því hvers
vegna þessi aukni áhugi er til staðar
en sumir benda á að fólk sé að þreyt-
ast á taumlausri efnishyggju og gefi
andlegum málum vaxandi gaum.
Gömul skilgreining á manninum gerir
ráð fyrir að hann sé líkami, sál og
andi. Það er í tísku að hugsa vel um
líkamann. Líkamsræktarstöðvamar
bera því glöggt vitni svo og áhersla á
hollt mataræði og lífrænt ræktuð
matvæli. Sálarlífið fær sína næringu.
Löggjafinn tryggir hveq'u bami
grundvallarmenntun og menningarlíf
blómstrar. Kirkjan starfar á hinu and-
lega sviði enda þótt starf hennar verði
engan veginn einskorðað við andleg
málefni. Væntingar fólks koma skýrt
fram á mörgum sviðum. Nefna má
aðsókn að fræðslunámskeiðum af
ýmsu tagi og nýjum tilboðum á sviði
helgihalds.
Væntingar skóla- og
uppeldisstofnana
Nýlega heimsótti biskup mennta-
skóla í sókn sem hann vísiteraði. Á
fundi með rektor og kennurum komu
fram miklar væntingar skólafólks til
kirkjunnar. Töldu þau það skaðvæn-
legt fyrir íslenskt þjóðfélag að kristin-
dómsfræðsla er í rénun í skólum og
kristin trú mótar ekki gildismat fólks
að sama skapi og fyrr á tímum.
Fjölmargir kennarar á grunnskóla-
stigi hafa sótt námskeið sem í boði
hafa verið af hálfu prófastsdæma og
fræðsludeildar kirkjunnar á liðnum
misserum og sýnt þannig í verki
áhuga sinn á að efla þátt kristnifræði í
skólum. Sama hafa fóstrur gert eftir
að Kjalarnesprófastsdæmi og fleiri
prófastsdæmi buðu uppá sérstakan
stuðning við starfið á uppeldisstofn-
unum.
Væntingar safnaðarfólks
Nýlega sagði maður við mig: Hing-
að til hefur maður þurft að bera sig
eftir kirkjunni en nú er hún í vaxandi
mæli farin að bera sig eftir fólkinu.
Honum líkaði vel þessi stefnubreyt-
ing og vænti mikils af kirkjunni og er
reiðubúinn að leggja söfnuði sínum lið
að eflingu kristni í sókninni. Sem bet-
ur fer er afstaða þessa manns ekkert
einsdæmi. Þeim fer fjölgandi sem eru
reiðubúnir að leggja kirkjunni lið og
inna þar þjónustu af hendi til heilla
fyrir land og lýð.
Yfir 100 manns við
nóm í guðfræði!
Væntingamar til kirkjunnar birtast
á ýmsan hátt. Aldrei hafa fleiri stund-
að nám við guðfræðideild Háskólans.
Þar eru nú hátt í eitthundrað nemend-
ur í hefðbundnu guðfræðinámi og á
annan tug í djáknanámi. Sumum,
einkum sóknarprestum, þykir þetta
ógnun við atvinnuöryggi þeirra en
aðrir líta á þetta sem áskomn og tæki-
færi kirkjunnar. Kirkjan hefur ráð og
getu til þess að kalla allt þetta fólk til
starfa ef hún ber gæfu til að raða hlut-
unum í rétta forgangsröð. En þá þarf
um leið að huga að réttarstöðu starfs-
fólks safnaðanna og skilgreina em-
bætti hennar uppá nýtt miðað við
breyttar aðstæður.
„Talentur"
í vetur hef ég unnið að könnun á
ráðstöfun fjármuna safnaða kirkjunn-
ar. Könnuninni gaf ég heitið „Talent-
ur“ til að undirstrika að þeir sem bera
ábyrgð á fjármunum eru í ráðs-
mennskuhlutverki gagnvart Guði.
Könnunin leiddi margt fróðlegt í ljós.
Kirkjan er öflug stofnun og getur með
réttri ráðstöfun gagna sinna og gæða
haft mun meiri áhrif í íslensku þjóðlífi
en hún hefur gert til skamms tíma.
Stórefla þarf fræðslu meðal bama,
unglinga og fullorðinna. Könnunin
sýnir að aðeins óverulegum hluta
tekna safnaðanna er varið í bama-
starf. Lausleg talning leiðir í ljós að í
Reykjavík búa um 8.000 böm á hefð-
bundnum sunnudagaskólaaldri. Efvið
gerum ráð fyrir að um 100 böm (ríf-
lega reiknað) sæki að jafnaði þær 15
kirkjur sem eru í Reykjavík sjáum við
að um 1.500 koma að jafnaði. Þá eru
eftir 6.500 böm sem koma sjaldan
eða aldrei. Sunnudagaskólinn er því
miður oftast rekinn af litlum metnaði.
Það telst til undantekninga að faglært
fólk sé ráðið til kennslu í bamastarfi
kirkjunnar og litlu er yfirleitt kostað til
bama- og unglingastarfs og enn færri
krónur fara í fræðslumál safnaðanna.
Það byrjar vel
Hér hefur aðeins verið drepið á fá-
ein atriði sem vekja vonir um bjarta
framtíð kirkju og þjóðar. Mikilvægt er
að kirkjan leiki rétt í þeirri stöðu sem
hún er í. Alltof mikið er í húfi. Hún ver
að mínu mati alltof miklum fjármunum
í steinsteypu en smánarlega litlu í lif-
andi starf. Þessu þarf að breyta.
Væntingar almennings og starfsað-
stæður kirkjunnar skapa henni ein-
stakt tækifæri. Hver söfnuður, hver
einstaklingur í kirkjunni, þarf að vera
trúr þeirri köllun sem Guð hefur kall-
að kirkjuna til í þjónustu við lífið.
Brýnt er að markmið kirkjunnar í
heild sé skýrt sett fram og stöðugt
haft fyrir stafni í öllu starfi hennar, þá
getur hún siglt ömgg inn í framtíðina
og nýtt sér þann beggja skauta byr
sem henni býðst nú.
4