Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 16

Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 16
fræðin MINNI o Hildur Gunnarsdóttir er nýráðinn féhirðir Biskuþsembættisins, en Guð- rún Sigurðardóttir sinnir áfram vörslu og skráningu skjala. Jóhann Hjartarson, húsvörður, hefur umsjón með húsi, innanstokksmun- um og sinnir tilfallandi erindum. NÝJAR BÆKUR FRÁ SKÁLHOLTSÚTGÁFUNNI Fræðin minni Fræðin minni samdi Lúther í því skyni að gera fólki innihald krist- innar trúar aðgengilegt. Tilgangur þeirra er að vera lærdómur til mótunar og íhugunar um stöðu mannsins gagnvart Guði og náung- anum. Efni Fræðanna var hið sí- gilda og viðtekna í trúfræðslu frá miðöldum. Einar Sigurbjömsson prófessor hefur búið Fræðin til prentunar og ritað skýringar við þau. Auk þess birtast í þessari útgáfu spumingar og svör fyrir fólk sem ætlar að- ganga til altaris og bænir í ýmsum aðstæðum í þýðingu Einars. Barn á þroskabraut Eftir Dag Hallen og Oddbjöm Evenshaug er handhæg hjálp fyrir foreldra að rækja hlutverk sitt sem uppalendur bama og unglinga. Reynt er að draga fram það helsta, sem mætir uppalendunum á fyrstu ámm bamsins frá fæðingu til 6 ára aldurs. A aðgengilegan hátt er fjallað um ýmsa þætti uppeldis eins og öryggi og traust, samviskuna og fyrirgefning- una, þróun sjálfsímyndar, aga, leik og vinibamsins, sjónvarp, bænir, dauð- ann o.fl. Bam á þroskabraut er tilvalin gjöf til foreldra ungra bama t.d. þegar bam er skírt, eða á afmæli bams. Sigríður Dögg Geirsdóttir, viðskipta- fræðingur, hefur tekið við starfi Dísar. Fólkið á Biskuþsstofu Inga Bengtson, djákni frá Svtþjóð, var í heimsókn hér á landi um mánaðamótin febrúar/mars. Hún var lengi skólastjóri djáknaskólans í Uþpsölum, en starfar nú í forustu alþjóðlegs djáknaráðs. Hún kom hingað til lands í boði íslensku djáknanefndarinnar til að kynna störfog menntun djákna. Inga er hér önurfrá vinstri á myndinni ásamt biskuþi íslands, Herra Ólafi Skúlasyni og djákna- nefndinni, þeim Ragnheiði Sverrisdóttur, Unni Halldórsdóttur, dr. Einari Sigurbjörnssyni og Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur. Víðförli mun síðar gera heimsókn Ingu Bengtson nánari skil, en hér er vakin áthygli ágrein Péturs Björgvins Þorsteinssonar um djáknanám íÞýskalandi á bls. 12 og 13 íþessu blaði. Dís Kolbeinsdóttir hefur annast tölvu- bókhald sjóða ogstofnana, en er nú að láta af störfum.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.