Víðförli - 15.03.1994, Side 13
Aðalnám: Mikil sérhæfing
Áður en nemandi hefur nám í aðal-
náminu þarf hann að hafa gert upp við
sig í hvaða sérhæfingu hann vill fara.
Þar getur hann valið á milli safnaðar-
djákna, félagsdjákna, æskulýðs-
djákna, líknarþjónustudjákna og krist-
infræðikennara. Við skólann er svo
boðið uppá framhaldsnám fyrir félags-
djákna í félagsráðgjöf.
Námsferill í aðalnáminu er mjög
bundinn af sérhæfingunni en öll sviðin
ljúka námi á tveimur árum. Svo tekið
sé dæmi af safnaðardjákna þá hefst
námið á tveimur bóklegum önnum,
við tekur ein önn starfsnáms, en síð-
asta önnin er bókleg. Að loknu námi
er djákninn vígður í þjónustu kirkj-
unnar. Ár hvert eru um 40 djáknar
vígðir frá Karlshöhe. Óski nemandi
ekki eftir að vígjast til starfa innan
þýsku kirkjunnar verður hann að
sækja um undanþágu. Ekki er mögu-
legt að vígjast síðar til starfa sem
djákni í kirkjunni. Þetta þýðir til dæm-
is fyrir okkur útlendingana við skól-
ann að við látum vígja okkur og sækj-
um svo um starfsleyfi fyrir heimaland
okkar. Þannig höldum við þeim
möguleika opnum að geta sótt fram-
haldsnám í Þýskalandi og jafnvel
snúið aftur til starfa í þýsku kirkjunni.
Peningaleysi veldur
styttra námi
Þetta form námsins sem ég hef lýst
hér að framan hefur verið við lýði við
skólann síðan 1979, en skólinn hefur
verið starfandi síðan um miðja síðustu
öld. Peningaleysi wurttembergisku
kirkjunnar mun hins vegar sennilega
leiða til þess að námið verður stytt
um eitt ár, uppeldisfræðiþátturinn
minnkaður og þá munu nemendur út-
skrifast með B.A. próf (Diplom) sem
félagsdjáknar með mismunandi
sérsvið. Ekki þarf að fara frekari orð-
um um það að þetta er afturför, en
framámenn kirkjunnar segjast ekki
eiga annars kost.
Loksins eitthvað fyrir mig
Þeir sem til mín þekkja, vita af leit
minni eftir hinu „rétta“ fyrir mig. Þá
er það að segja, að eftir alls konar
króka og keldur finnst mér ég vera
kominn á rétta hillu og það sem er
mér mest virði: Ég finn fyrir hand-
leiðslu Guðs í mínu lífi, finn að ég er í
námi hjá Honum! Ég hef nú lokið
starfsþjálfuninni sem og fyrstu þrem-
ur önnunum með sóma og vonast til
að námið gangi jafn vel í framtíðinni.
Fjölbreytni námsins hefur fallið mér
mjög vel, má þar nefna fög eins og
„dansmeðferð“, „tónlistarmeðferð“,
leiklistaruppeldi, leikjauppeldisfræði,
aðferðafræði hópleiðtoga, biblíulega
uppeldisfræði, sjálfsskoðun, með-
ferðarfræði og hin „venjulegu fög“
eins og bibkuþekkingu, trúfræði, sið-
fræði, félagsfræði, uppeldisfræði og
sálfræði. Einnig eru kennd við skól-
ann fög eins og föndur, íþróttir og
tónlist og er aðferðafræðin í tengslum
við þau miðuð við hópleiðtogann. Þá
má ekki sleppa starfsþjálfunarþættin-
um sem er stór hluti námsins og fer
að miklum hluta fram sem „Supervis-
ion“ sem kemur hjá okkur fram í formi
ýmiskonar einkakennslu samhliða
starfsnáminu.
Leiklistaruppeldisfræði og
leikjauppeldisfræði
Því er ekki að leyna að uppáhalds-
fög mín hafa reynst þær hliðar upp-
eldisfræðinnar sem tengjast leiklist
og leikjum ýmiskonar. í fyrsta tíma
mínum í leikjauppeldisfræðinni varð
mér á að segja rogginn frá því að ég
hefði nú nokkuð mikla reynslu í
stjórnun leikja, en kennarinn var fljót-
ur að koma mér niður á jörðina og
sýna mér að ég átti margt eftir ólært.
Hér heima hafði enginn spurt mig
hvaða hæfni þátttakanda væri nauð-
synleg fyrir einhvem leik, að hvaða
markmiði leikurinn stefndi, hvar ég
gæti gert uppeldisleg mistök í fram-
setningu leiksins né hvemig ég ætti
að hegða mér sem stjómandi leiks.
Eins hef ég hrifist afskaplega af leik-
listaruppeldisfræðinni þar sem leik-
listin er látin nálgast börn og unglinga
á allt annan hátt en ég hef áður
kynnst.
Hvers vegna, hvað viltu?
Annan mikilvægan þátt námsins
get ég ekki látið hjá Hða að nefna í
þessari grein, en það er hið mikla
spurningaflóð sem einkennir námið á
Karlshöhe. Því það er alveg sama í
hvaða fagi, bóklegu eða verklegu,
alltaf dynja yfir nemendur spumingar
eins og: „Hvers vegna ertu að
þessu?“, „Hvemig líður þér þegar þú
gerir þetta?“, „Hvert er markmið þitt
með þessari starfsaðferð?“, „Hvar er
boðun þín í þessum texta?“, „Hvers
vegna valdir J)ú þessa bók fyrir rit-
gerðina?“, „I hvaða tengslum við
veruleikann er það sem þú ert að
segja núna?“ og margar fleiri. Það er
ekki numið staðar við spurninguna
heldur er hamrað á henni áfram þang-
að til að nemandinn hefur komist að
niðurstöðu. Ef niðurstaðan fmnst
ekki í dag, reynum við aftur á morg-
un, segja kennaramir og halda áfram:
„Við erum ekki hér til að kenna ykk-
ur, heldur til þess að þið lærið!“
Lokaorð
Ég horfi björtum augum til framtíð-
arinnar, nýt þess að mega stunda nám
við þennan skóla og hlakka til að geta
hafist handa sem djákni. í Þýskalandi
er mikil eftirspurn eftir djáknum og
launin þokkaleg, en samt vonast ég
eftir að geta fengið vinnu hér heima í
kirkjunni okkar við mannsæmandi
laun, enda veit ég að hin dugandi
djáknanefnd og aðrir forsvarsmenn
kirkjunnar sem nú hafa komið af stað
djáknanámi munu örugglega tryggja
tilvist djáknans í kirkjunni okkar með
því að koma á góðu launakerfi, skil-
greindu hlutverki og stöðu innan
kirkjunnar sem og utan svo að þeir
sem nú eru í námi, eða hyggja á
djáknanám, viti hvað þeirra bíður.
Það er bæn mín að okkur sem mynd-
um íslensku þjóðkirkjuna takist þetta
verkefni.
Nýja skólahúsið
13