Víðförli - 15.12.1995, Qupperneq 9

Víðförli - 15.12.1995, Qupperneq 9
lífið sjálft og hið eilífa líf. Rósrauði liturinn er tákn gleðinnar. Þessa hluti er hægt að tala urn þeg- ar við útbúum kransinn, og biðja fyr- ir þeim tíma sem er í vændum. Notið ykkar eigin hugmyndir, að tengja táknmál aðventunnar við Jesú og líf hans. Gerum aðventukransinn að miðpunkti samverunnar. Leyfið börn- unum að taka þátt í samverunni með því að leyfa þeirn að lesa vers og kveikja og slökkva á kertum. Fyrsti sunnudagur í a&ventu í dag kveikjum við á Spádóma- kertinu, kerti vonarinnar. Þetta kerti minnir okkur á að það var löngu fyr- ir sagt að Jesú kæmi í heiminn til þess að vera Messías. Látum vonina vera í hjörtum okkar um að Jesús hinn sanni Messías komi aftur. Lesið um ferðina til Betlehem. Lúkas Biðjum Jesú um að fylla okkur með sínum kærleika. Þetta kerti minnir okkur á að það var ekkert pláss í gistihúsinu. Kertið minnir okkur á kærleiksverkið að Jósef og María fengu húsaskjól í fjárhúsi. Það minn- ir okkur einnig á að við þurfum að hafa pláss fyrir Jesú í hjörtum okkar. Lesum um „ekkert pláss í gistihús- inu“. Lúkas 2:4-7. Á abventunni kveikjum vib á ab- ventuljósum og a&ventukransi. Stundum ver&a þessir si&ir hversdagslegir og venjulegir. Þess vegna er mikilvægt og staldra vi& og tala um merkingu þeirra og tengja þá vi& komu Jesú. 2:1-5. Þennan sunnudag getum við notað til að tala eða lesa um hvað gerist þegar lítið barn fæðist. Um hvernig það var þegar okkar börn fæddust. Skoðað gamlar myndir og rifjað upp gamlar minningar úr barnæsku. í vikunni rná taka saman föt og annað sem þið ætlið að gefa til þeirra sem eru þurfandi. Þið getið sett upp jóla- dagatal, við höfum líka lesið saman úr Sögum mánaðarins (desember- hefti) eftir sr. Jón Kr. ísfeld. Einnig er hugmynd að setja sér ný andleg takmörk á nýju kirkjuári. Við eigum litlar styttur sem mynda fæðingar- svið Jesú. Þessar stytt- ur tökum við fram í þessari eða næstu viku, byrjum að raða þeim upp, stundum bara einni í einu. En við bíðum alltaf með að setja Jesúbarnið í jöt- una þangað til á aðfangadags- kvöld. Á þessum degi setjum við líka upp sjö ljósa að- ventuljós og minn- umst þess að Jesús er hið sanna ljós. Talan sjö er oft nefnd í Biblíunni og er tákn um heilagleika, Jesús verður ekki bara hið sanna ljós heldur hið heilaga ljós. Annar sunnudagur í a&ventu í dag kveikjum við á Bet- lehemskertinu, kerti kærleikans. Þennan sunnudag og þessa viku byrjum við að spila jólalög, undirbúa og senda jólakortin og skipuleggja gjafir Þri&ji sunnudagur í abventu. Ef við erum með rósrautt kerti þá kveikjum við á því í dag. I dag kveikjum við á hirðakertinu (fjárhirðakertinu), kerti gleðinnar. Þetta kerti minnir okkur á að fjár- hirðunum var fyrst af öllum kynnt- ur gleðiboðskapurinn að frelsarinn væri fæddur. Þeir fóru og fundu Jesú- barnið. Lesum um að „englar birtast fjár- hirðunum“. Lúkas 2:8-20. Þennan sunnu- dag ættum við að rifja upp einhverjar gleðistundir sem við höf- um átt. Lesa einhverja skemmtilega sögu eða eitthvert fagnaðarljóð. Þessa viku getum við byrjað að skreyta heimilið. Og reynt að láta gleðina smita frá okkur. f þessari viku bökum við piparkök- ur alltaf við sömu tónlistina. Síð- astliðin tíu ár höfum við safnað þessum stundum á myndband sem við síðan horfum á um aðventuna. Og þannig rifjað upp gamlar minningar. Fjór&i sunnudagur í a&ventu í dag kveikjum við á englakertinu, kerti friðarins. Kertið minnir okkur á að englar Guðs opinberuðust íjár- hirðunum og boðuðu þeim frið á jörðu. Þessi tími er því mikilvægur til þess að einblína á þann frið sem Jesú færir okkur. Þetta kerti minnir okkur á lofsönginn og það að við eig- um að lofa hann og tigna. Lesum um „heimsókn vitringanna“. Matteus 2:1-2, 9-11. Þennan sunnudag er t.d. hægt að láta börnin leika einhverja jólasögu, kannski ykkar eigin börn og vini þeirra. Reyna að fara í heimsókn til vina eða ættingja, sértaklega þeirra sem eru sjúkir eða eiga ekki heiman- gengt af einhverjum orsökum. Við reynum að tala um hvernig og hvers vegna Jesús er þessi stærsta Guðs- gjöf sem við eigum. Undirbúum mat- inn og setjum upp og skreytum jóla- tré. Söfnum saman gjöfunum og dreifum þeim á rétta staði. Abfangadagskvöld í kvöld kveikjum við á Kristskert- inu, hvíta kertinu í miðjum kransin- um. Það minnir okkur á hreinleikann og að Jesús dó sem hinn óflekkaði fyrir okkar syndir og hans blóð hreinsar okkur af allri synd. Hann sigraði dauðann með upprisu sinni og klæddist hvítum skrúða réttlætis. Hann er hið sanna ljós sem við söfn- umst saman um. Og kertin fjögur, vonin, kærleikurinn, gleðin og frið- urinn, lýsa upp hjörtu okkar ásamt hinu sanna ljósi Jesú Kristi. Við les- um saman jólaguðspjallið og setjum Jesúbarnið í jötuna (fæðingarsvið). Aðfangadagskvöldi ljúkum við venjulega með þakkarbæn. I okkar huga er aðventan sá tími sem við hlökkum til, en þessi tími er oft mjög annasamur, ekki síst hjá þeim sem taka virkan þátt í starfi kirkjunnar. Því vill oft spenna og streita einkenna hann. Þess vegna er mikilvægt að reyna að finna ein- hvern afmarkaðan tíma þar sem við stöldrum við og íhugum Guðs orð. Á aðventunni reynum við því að hafa allt í lágmarki svo sem hreingerning- ar og viðhald og þess háttar. Við bara gerum það seinna. Lesandi góður. Við vonum að í þessum fáu orðum um aðventuna hafir þú fundið eitthvað nytsamlegt um hvernig aðventan geti orðið þér hátíðleg og innihaldsrík. Kær kveðja, Ragnar Snœr og Málfriður. VÍÐFÖRLI 9

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.