Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 10
Gerðuberg í samstarfi við kirkjuna Þróttmikið og fjölbreytt starf er á vegum Öldrunardeldar Reykjavíkur- borgar fyrir aldraða í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þangað kemur virka daga hópur ellilífeyrisþega, þiggur þar ýmisa þjónustu og unir við margs konar störf. Frá 1986 hefur verið starfræktur kór eldri borgara sem í er 31 félagi. Stjórnandi er Kári Friðriksson. Kórinn hefur undirbúið mikla aðventudagskrá og syngur í kirkjum og á aðventusamveru í Gerðubergi. Gubrún jónsdótir forstöbumabur afhendir jólaglabning eftir ab lögreglan hafbi bobib fólkinu í Gerbubergi í sína árlegu ferb og kaffisamsæti á lögreglustöb. Þá voru komin jól ... I Gerðubergi hittum við að máli tvær konur, sem um árabil hafa tek- ið virkan þátt í starfinu þar, þær Ingibjörgu Jónsdóttur, sem fædd er 1906 að Bjóluhjáleigu í Rangár- vallasýslu, og Sigurborgu Skúla- dóttur fædda 1919, en hún bjó lengst af í Stykkishólmi. Hvernig tengist þið starfinu hér í Gerðubergi? Ingibjörg: „Ég hef verið með frá byrjun, frá því að starf fyrir aldraða hófst hér 1983. í byrjun kom ég mest til að sauma. Núna er ég að mestu hætt því, kem og spila, ræði við fólkið og kem alltaf í helgi- stundirnar.“ Sigurborg: „Ég hef ekki verið jafn lengi. En ég kem í helgistund- irnar. Það er yndislegt að koma hingað og hitta fólkið. Hér eru allir svo góðir við okkur.“ Nú er aðventan komin. Hvernig minn- ingar eigið þið frá ykkar bernskujól- um? Ingibjörg: „Jólin hafa alltaf verið yndisleg. Það varð svo heilagt í hús- inu öllu á aðfangadagskvöld þó allt væri einfalt og efnin væru ekki mik- Eftir helgistund, fyrir mibju Gublaug Ragnarsdóttir og Gubrún jónsdóttir. Guðrún Jónsdóttir er forstöðu- maður öldrunarstarfsins í Gerðu- bergi. T félagsstarfinu er nokkrir hópar sjálfboðaliða sem eru með heimilis- mönnum, njóta samvistanna, rifja upp gamlar minn- ingar og syngja og spjalla. Tengsl eru við Blindrafé- lagið, stoð- b ý I i ð Foldabæ og sam- s t a r f s - verkefni hefur ver- ið á milli tréskurðar- hópsins undir stjórn Hjálmars Ingimundarsonar og heilsdagsskóla Rimaskóla. Einnig er sam- starf við Árbæjarsafn og Leikskól- ann Hólaborg. Það eru ekki nema nokkrir metrar á milli Gerðubergs og Fella- og Hólakirkju. Það er táknrænt fyrir það mikla og góða samstarf sem tekist hefur þar á milli. Vikulega eru helgistundir í Gerðubergi á vegum kirkjunnar. Þar kemur hópur saman til helgihalds, ritningarlesturs og fyrirbæna undir stjórn starfsmanns kirkjunnar. Þá hafa verið samverur í samstarfi við Ellimálaráð Reykjavík- urprófasts- dæmanna, „Við sam- an í kirkj- unni“. Þá hafa gestir og forstöðu- kona í Gerðu- bergi verið virkir þátttakendur í sum- arsögum kirkjunnar. Það var einróma ánægja og þakklæti sem lýsti sér hjá öllum þeim sem við hittum með hið blóm- lega og mikla starf í Gerðubergi og þykir samstarfið við kirkjuna hafa verið til mikillar blessunar. 1 0 VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.