Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 27
Framhaldsskólanemar á öllum Norbur-
löndum hafa stutt viö œskufólk í Brasil-
íu með söfnunarherferðunum Norrænt
dagsverk og tóku íslenskir framhalds-
skólanemar þátt íþví árið 1991. Á
næsta ári er slík söfnun ráðgerð á ný
hérlendis. Söfnunarféð verður áfram
notað til að styðja við menntun götu-
barna og unglinga sem þurfa stuðning
við að Ijúka grunnskólanámi.
stríði í landinu lauk fyrir þremur árum
var landið eitt flakandi sár. Atvinnu-
vegir, samgöngukerfi og allt venjulegt
starf þjóðfélagsins var í molum og
íbúarnir höfðu flúið heimili sín, voru
flóttamenn í eigin landi eða nágranna-
löndum. Lútherska heimssambandið
hefur stjórnað uppbyggingunni þar í
samvinnu við heimamenn. Hjálpar-
stofnun tók að sér að fjármagna lag-
færingar vatnsbóla og gerð nýrra
brunna. Á síðasta ári fékkst 5 milljóna
króna framlag frá ríkinu til þessa
verkefnis, á yfirstandandi ári fór um
ein milljón í verkefnið og álíka upp-
hæð á næsta ári.
í Eþíópíu er nýlega lokið byggingu
lítils skóla í Voitó-dal í suðurhluta
landsins. Skólinn var byggður fyrir
framlag starfsmannafélags íslenska
útvarpsfélagsins og fyrirtækisins
sjálfs en Hjálparstofnun lagði einnig
fram nokkra upphæð til verksins.
Samfélag Tsemai-manna er einangrað
og þeir eru aðeins um 12 þúsund.
Engu að síður hafa þeir óskað eftir
læknishjálp og vilja aðstoð við mennt-
un barna sinna og því var ráðist í
skólabygginguna. Ekki er þar með
sagt að öll böm á grunnskólaaldri
flykkist í skólann, það getur tekið
nokkurn tíma að ná til allra en smám
saman mun nemendum fjölga.
Síaukin a&stoö vib einstaklinga
Innanlandsaðstoðin hefur vaxið
mjög síðustu ár eins og þegar hefur
komið fram í Víðförla. Að þessu
sinni ráðgerir Hjálparstofnun að
verja allt að þremur milljónum króna
til þessarar aðstoðar og Reykjavíkur-
deild Rauða kross íslands mun
einnig leggja fé til hennar. Eingöngu
verður um að ræða matarpakka, þ.e.
þeir sem leita til stofnunarinnar í
fjárhagsvandræðum fá matvæli í
samræmi við fjölskyldustærð og að-
stæður. Allmörg fyrirtæki hafa jafn-
an gefið matvöru til þessa verkefnis
og er heildarverðmæti þessarar að-
stoðar vart undir 7 til 8 milljónum
króna ef umfangið verður svipað og
fyrir síðustu jól. Þá var fjöldi um-
sókna um eitt þúsund og má gera ráð
fyrir að ekki undir 1.500 manns hafi
notið aðstoðar.
Að lokum skal endurtekið að brýnt
er að allir sem vettlingi geta valdið
muni eftir jólasöfnuninni í ár. Mun-
um að margt smátt gerir eitt stórt og
að öll framlög skipta máli. Hægt er
að nota heimsenda gíróseðla eða
baukinn og skila honum í kirkjur,
fara með hann í banka eða koma
honum á skrifstofu Hjálparstofnunar.
Hafi einhver ekki fengið sendan
gíróseðil eða bauk má hringja á
skrifstofuna og við sendum það um
hæl en gíróseðlar liggja líka frammi í
bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
A veggspjaldinu fyrir jólasöfnunina er minnt á neyðina og nauðsyn þess að við tök-
um höndum saman um að rétta hjátparhönd til stuðnings bágstöddum.
VÍÐFÖRLI 27