Víðförli - 15.12.1995, Page 31

Víðförli - 15.12.1995, Page 31
Lærdómsför til Noregs I ágústmánuði 1994 var haldið endurmenntunarnámskeið í Danmörku. Þar áttum við undirritaðir samtöl við Sigurd Osberg, biskup í Tönsberg í Noregi, og David Gjerp, stiftkapellán, um vinnu kirkjunnar í tengslum við hópslys. Greindu þeir okkur frá því að ráðstefna væri fyrirhuguð að ári liðnu fyrir norska presta og lögreglumenn. Eftir að hafa verið í sambandi við þá í allan sl. vetur varð niðurstaðan sú að okkur var boðið að sitja ráð- stefnuna sem fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar. Fyrstu næturnar dvöldum við í Kirkens FIus í íbúð prestafélagsins, sem við nefndum Egilsborg, eftir Agli Morland, formanni prestafélagsins. Við fengum afnot af bíl Bergers Jo- hans Flareide, vinar Ingólfs, sonar Bjarne Hareide, sem margir þekkja hér á landi. Sunnudaginn 24. september ákváð- um við að fara til messu í flotastöðinni í Horten, en þar vissum við að bisk- upinn, Sigurd Osberg, átti að prédika á 140 ára afmæli kirkjunnar. Haldið var frá Osló snemma um morguninn og mættum við tímanlega. Enginn var á ferli við kirkjuna og þótti okkur það undarlegt og ákváðum að litast um í flotastöðinni. Við sáum fólk álengdar við hús í grennd við kirkjuna og Ingólfur ákvað að ávarpa þau á norsku. Þau skildu ekki orð. í ljós kom, að þetta voru litháensk hjón í op- inberum erindagjörðum. Þau létu hús- ráðanda vita af okkur og hann reynd- ist þá vera aðmíráll flotastöðvarinnar, Gunnar (Olafsson) Rio, sem átti að lesa ritningarlestur í messunni á eftir. Hann bauð okkur til morgunverðar. Kom þá í ljós að klukkunni hafði ver- ið seinkað um eina klukkustund svo við vorum heldur betur mættir tíman- lega! Dvöldum við þarna í besta yfir- læti frarn að messunni. Þetta var Bragi Skúlason og Bergen johan Hareide. hermessa sem endaði með því að að- mírállinn hrópaði: „Guð blessi kóng- inn og föðurlandið!“ Biskupinn lagði í prédikun sinni út frá því að við ættum ekki að hafa áhyggjur af morgundeg- inum, treysta á umhyggju Drottins. Eftir messu var söfnuðinum boðið í kirkjukaffi í virki hersins í nágrenninu og við fylgdum biskupnum. Bragi Skúlason, Trond Hareng og Arne H. Cravdal. Daginn eftir héldum við til Modum Bad (Modum mun vera dregið af orð- inu móða). Ingólfur var undir svo miklum áhrifum af ræðu biskupsins, algerlega áhyggjulaus, að hann gleymdi bæði farmiða og vegabréfi í Egilsborg (hvoru tveggja skilaði sér síðar). I Modum Bad er starfrækt sál- gæslustofnun og ræddum við þar við Leif Gunnar Engedal, Paul Erik Wir- genes og Arne Börresen sem allir hafa reynslu af störfum í tengslum við hópslys og sálgæslu og handleiðslu presta. Auk þess áttum við samtal við Flosa Karlsson lækni sem er í fram- haldsnámi í geðlækningum þarna. Hann er bróðir sr. Bjarna Karlssonar í Vestmannaeyjum. Þann 26. september héldurn við til Sundvolden hótelsins þar sem ráð- stefnan fór fram. Yfirskrift ráðstefn- unnar var: „Kirkens plass í LRS- funksjonen" (LRS stendur fyrir Lokal Rednings Sentral). Ráðstefnuna sóttu norskir prestar og lögreglumenn, nokkrir læknar, hópur sænskra presta og við, fulltrúar íslensku þjóðkirkj- unnar. Á ráðstefnunni kom í ljós að skipulag Norðmanna í tengslum við hópslys er mjög ólíkt því sem er hjá okkur. Dómsmálaráðuneytið felur lögreglunni að sjá um heildarskipulag og lögreglan kallar til sín samstarfsað- ila. Yfir öllu landi og landhelgi eru tvær HRS (Hoved Rednings Sentral) stöðvar, önnur yfir Norður-Noregi, hin yfir Suður-Noregi (í Stavanger). Undir þeim eru síðan LRS stöðvar. I Ijós kom að kirkjan hefur víðtækt hlutverk, bæði þegar eftir hópslys og eins sér hún um fylgd við syrgjendur í langan tíma, m.a. í samstarfi við heilsugæslu og skóla. Eftir ráðstefnuna ræddum við eins- lega við þrjá prófasta, sem hafa verið mjög virkir í mótun þessarar þjónustu kirkjunnar, þá Thorgeir Horn, Per A. Nordbö og Olav Tysnes. Auk þess var viðstaddur Terje Bjerkholt sem var Norðursjávarprestur og sinnti m.a. starfsfólki olíuborpalla. Að kvöldi 27. september var haldið til Stavanger þar sem við skoðuðum HRS stöðina fyrir Suður-Noreg í fylgd Trond Hardeng, dómprófasts í Stavanger, en hann starfar í beinum tengslum við HRS stöðina. Við hittum m.a. Arne H. Gravdal, yfirmann stöðvarinnar, og hann tjáði okkur að hann þekkti til Islands og hefði átt samstarf við björgunar- og hjálparað- ila hér á landi. HRS stöðin í Stavanger fylgist með neyðarsendingum um gervihnetti og getur tekið við boðum nánast hvaðan sem er af hnettinum. Ingólfur Cuömundsson, David jerp og Bragi Skúlason. Þá var haldið til Kristniboðsskólans í Stavanger þar sem sr. Jóhann Hann- esson lærði á sínum tíma. Þar áttum við langt samtal við Öyvind Eide sem er forstöðumaður kennimannlega námsins í skólanum og hefur sinnt hópslysavinnu, handleiðslu við presta, sérstaklega þá sem unnið hafa með syrgjendur vegna hópslysa. Ferðin var í alla staði gagnleg. Nán- ari efnisleg greining mun berast Kirkjuþingi. Auk þess sem áður er nefnt heimsóttum við ýmsa aðila, þar á meðal sr. Sigrúnu Óskarsdóttur og fjölskyldu, en sr. Sigrún er nú í sér- námi í sálgæslu í Ósló. Við komum aftur til Islands síðdeg- is þann 29. september. Þeir sem við töluðum við báðu fyrir kveðju til þeirra sem þeir þekkja á íslandi. Bragi Skúlason, Ingólfur Guðmundsson. VÍÐFÖRU 31

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.