Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 7

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 7
OKTÓBER 2001 VÍÐFÖRLI 7 Upphaf vetrarstarfs í söfnuðum landsins að við að halda geðheilsu prestfjölskyldunnar á Króknum réttu megin við strikið! Bestu kveðjur, sr. Guðbjörg Jóhannsdóttir Kirkjuhátíð Digraneskirkju Bréf úr Digranesprestakalli Þann 16. september sl. var haldin kirkjuhátíð í Digranes- kirkju. Markmið hátíðarinnar var að kynna vetrarstarf kirkjunnar með nýstárlegum hætti í „karnival“'Stíl og efla safnaðarvitund sóknarbamanna fyrir kirkjunni sinni. FjöL margir tóku þátt í undirbúningi og þar sannaðist að „marg- ar hendur vinna létt verk“. Kristján Guðmundsson hafði verkstjórn frá upphafi og leiddi allan undirbúning og fram- kvæmd af kostgæfni. Litlum bókamerkjum með boði á há- tíðina var dreift í hvert hús í sókninni og voru svo margir sjálfboðaliðar um dreifinguna að á tímabili veltu menn því fyrir sér hvort ekki væri nægjanlegt að menn færu með boðsmiðann bara heim til sín (það var nú reyndar ekki ah veg svo gott). Veðurspá var afleit fyrir hátíðisdaginn og var óttast að þátttaka yrði dræm þess vegna, því hluti dagskrár átti einmitt að fara fram utandyra, en sóknarbörnin létu það ekkert á sig fá. Að vísu stóð til að gefa börnum kost á því að fara á hestbak og var það gert inni í stóru samkomu' tjaldi sem reist var á bílastæði kirkjunnar og því kom vont veður ekkert að sök. Allt tókst eins og best verður á kosið. Þátttakendur voru vel á annað þúsund og voru allir boðnir og búnir að leggja Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Skyndihj álparnámskeið Skyndihjálparnámskeið verður haldið í samvinnu við Rauða kross íslands í Setrinu í Fláteigskirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13-17 og föstudaginn 2. nóvember kl. 9- 13, alls 8 klst. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Anna Eyjólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sóknarnefndarkona í Hiáteigssókn. A námskeiðinu verður m.a. farið yfir aðgerðir á slysstað, viðbrögð við ýmiss konar áverkum, bráðum sjúk- dómum og eitrunum. Unnið er með skriflegar og verklegar æfingar samkvæmt nýrri námsbók R.í. sem afhent verður. Auk námsbókarinnar er þátttökuskírteini innifalið í verð- inu fyrir námskeiðið, sem er 5.500 kr. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæm' is vestra í síma 510-1030 eða rafrænt á margret@hallgrims' kirkja.is. Mikilvægt er að í hverri kirkju sé fólk sem kann til verka ef slys eða bráðan sjúkdóm ber að. Minnt er á að R.l. gerir ráð fyrir að fólk endurnýi þekkingu sína á tveggja ára fresti. sitt að mörkum. Til marks um það buðust fermingarbörn frá því í fyrra að sjá um andlitsmálun á krökkunum og í eldhús- inu stóðu hlið við hlið að afgreiða pylsur í mannskapinn, þingkonan, prestsmaddömurnar, skólastjórinn og húsmæð- ur. Leiðtogar í safnaðarstarfi settu upp kynningarbása í safn- aðarsal, æskulýðsleiðtogar stóðu fyrir leikjum og dagskrá á neðri hæð kirkjunnar og þar var m.a. gerð stuttmynd. Úti- leiktæki voru á lóð kirkjunnar og með reglulegu millibili fór sóknarpresturinn skrýddur um salarkynni og blés í „sófar“ (lúður úr homi) þegar kallað var til helgra tíða. Helgistundirnar voru hver með sínu sniði. Fjöl- skylduguðsþjónusta um morguninn, altarisganga um miðj- an dag og „létt stund í helgri alvöru“ með Þorvaldi HalL dórssyni síðdegis. Þar fyrir utan sýndu eldri borgarar senior-dans, skólahljómsveit Kópavogs setti hátíðina af stað með forspili og lék auk þess nokkrum sinnum yfir dag- inn og kórinn bauð viðstöddum að íylgjast með opinni kóræfingu í kirkjunni. Allir starfsþættir safnaðarstarfsins voru kynntir. Þar á meðal bænastarfið, safnaðarfélagið, hjónaklúbburinn, alfa- námskeið, fjölskyldumorgnar, kirkjustarf eldri borgara og lAK, fermingarstarfið, höklarnir hennar Guðrúnar Vigfús- dóttur, æskulýðs- og unglingastarf KFUM&K í Digranes- kirkju og margt fleira. Að aflokinni hátíð erum við ákveðin í að hefja vetrar- starf kirkjunnar með líkum hætti á hverju ári. Gleðin skein úr hverju andliti og þakklæti sóknarbarnanna hefur ekki látið á sér standa. Gunnar Sigurjónsson Ný dögun - fyrirlestrar um sorg Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir fjórum fyrirlestrum nú á haustmisseri í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavfkurprófastsdæma og Reykjavíkur' prófastsdæmin tvö. Sr. Gunnar Matthíasson sjúkrahús- prestur hélt inngangsfyrirlestur haustsins í lok septem- ber og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur kom í Fossvogskirkju í október og ræddi um líðan syrgjenda við skyndilegan missi. Framundan er fyrirlestur Ölafar Helgu Þór námsráðgjafa um skólann og sorgina þann 22. nóvember nk. Þá mun sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur ræða um jólin og sorgina þann 13. des. nk. Báðir þessir fyrirlestrar verða haldnir í Fossvogskirkju. Opin hús eru í tvígang nú á haustmisseri, bæði í Safnað- arheimili Háteigskirkju, auk jólafundar 6. desember. Næsta opna hús er fimmtudagskvöldið 8. nóvember nk. Slóðin að heimasíðu Nýrrar dögunar er www.sorg.is og skilaboð eða fyrirspurnir má senda á netfangið maria@hallgrimskirkja.is. Þess má geta að vegna fjár- hagsörðugleika félagsins hefur skrifstofunni að Lauga- vegi 7 verið lokað og starfsmaður hætt störfum.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.