Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 3

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 3
OKTÓBER 2001 VÍÐFÖRLI 3 Kirkjuþing í október 2001 ungis sitja ein kona? Er þetta til marks um að konur taki lítinn þátt í starfi kirkjunnar eða hvað? A landsþingum Rotary og aðalfundum trésmíðafélagsins eru til dæmis ekki margar konur enda eru konur ekki fjölmennar í stétt tré- smiða og margir Rotary-klúbbar taka ekki konur inn í sínar raðir. Er kirkjan okkar ef til vill karlaklúbbur? Allir þeir sem koma eitthvað að starfi kirkjunnar, hvort sem það er hefðbundið guðsþjónustuhald eða einhver þátt- ur í safnaðarstarfinu, vita að starf kirkjunnar er víða borið uppi af konum. Konur taka virkan þátt í kirkju- og safnað- arstarfi. Iðulega eru þær fjölmennari en karlarnir þegar litið er til hins fjölbreytta starfs sem fram fer í söfnuðum lands- ins. Þegar kemur hins vegar að yfirstjórn kirkjunnar, kirkjuþingi og skyldum stofnunum, þá er eins og hinn fríði flokkur kvenna sem prýðir kirkjur landsins sé horfinn. Hverju sætir þetta? En það er fleira sem athygli vekur þegar farið er að skoða hverjir sitja á kirkjuþingi. Til dæmis er enginn undir fertugu. Allir fulltrúarnir eru á miðjum aldri og vel þar yfir. Ungt fólk á þar enga sérstaka fulltrúa eða málsvara, sem þýðir það að skoðanir ungu kynslóðarinnar og hennar reynsla koma ekki fram á fundum kirkjuþings og nýtist því ekki við ákvarðanatöku og stefnumörkum, sem oftar en ekki mun hafa áhrif á hvernig kirkja framtíðarinnar verður. Samsetning kirkjuþings er til vitnis um það að þjóðkirkjan hlustar ekki nema í takmörkuðu mæli á rödd unga fólksins. Þá má líka setja spurningarmerki við hversu lýðræðis- legt kjörið til kirkjuþings sé í raun. Vissir þú að enginn org- anisti, kirkjuvörður, æskulýðsfulltrúi eða djákni er kjör- gengur til kirkjuþings né heldur hefur nokkur úr þeirra hópi kosningarétt. ]á, meira að segja djáknarnir, sem eru vígðir til starfa innan kirkjunnar af biskupi og með mennt- un úr guðfræðideild Háskóla íslands, hafa hvorki kjörgengi né kosningarétt til kirkjuþings. Og reyndu ekki að afsaka þetta með því að segja að stétt djákna sé svo nýkomin til starfa í kirkjunni! Þjóðkirkjulögin, sem kirkjuþing starfar eftir, eru ekki nema fjögurra ára gömul. Þetta eru til þess að gera alveg ný lög. Hvað segir þetta okkur um þjóðkirkjuna okkar annað en það að hún sé gamaldags stofnun þar sem embættismenn og fámennisstjórn ræður ríkjum. Hvenær mun kirkja 21. aldarinnar líta dagsins ljós, kirkja sem álítur sig þurfa á reynslu kvenna, foreldra og ungs fólks að halda? Hvar er kirkjan sem tekur skírnina gilda sem vígslu inn í söfnuð- inn? Hvar er kirkjan sem bauð fólkið velkomið til samtals á Þingvöllum 1. júlí 2000 og svo aftur á Skólavörðuhæð nú í sumar? Hvar er kirkjan sem segir við fólkið: „Komið til mín.“ „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.11 Eða skyldi ef til vill íslenska þjóðkirkjan vera stofnun fyrir ævi- ráðna embættismenn sem uppi eru á skökkum tíma? Það er einlæg von undirritaðs að nýir tímar eigi eftir að færa kirkjunni okkar vakningu til trúar og aukins lýðræðis. Ef kirkjan á að vera áfram fjöldahreyfing þá verður að eiga sér stað lýðræðisvakning innan hennar á næstu árum - og það á öllum sviðum. Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju kann einmitt að vera ákall þjóðarinnar um að embættis- mannakirkja, fjötruð á klafa 18. aldar hugsunar, víki fyrir lifandi kirkju fólksins. Með baráttukveðjum frá Isafirði. Magnús Erlingsson Námskeið á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar Hinar mörgu ásjónir Maríu Guðsmóður Það er óhætt að segja að María Guðsmóðir sé sú kona sem mest áhrif hefur haft í vestrænni sögu. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður nú upp á námskeið um hvernig María birtist okkur í Biblíunni, sögunni, listinni og lífinu. Fjórir sérfræðingar á sviði guðfræði, tónlistar og myndlistar ætla að fjalla um Maríu á fjögurra kvölda námskeiði í Há- skóla íslands sem hefst þann 16. október nk. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir mun fjalla um Maríu, hvernig henni er lýst í guðspjöllum Nýja testamentisins og hvernig saga hennar hefur verið túlkuð í kristinni hefð. Prófessor Einar Sigurbjörnsson fjallar um Maríu eins og hún birtist í kenn- ingu kirkjunnar og sem ágreiningsatriði milli kirkjudeilda. Þóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur á Þjóðminjasafni íslands, tekur fyrir Maríu í íslenskri myndlist. Að síðustu mun Mar- grét Bóasdóttir söngkona leiða okkur inn í heim tónlistar- innar með hlustun og umræðum um tónlist með textum um Maríu Guðsmóður. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 535-1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkjurad.is/leikmannaskóli. Innlit í heim islam Aðstæður í veröldinni þessa dagana minna okkur á hversu fjölbreyttur og oft óskiljanlegur heimurinn er okkur í raun. I aðstæðum sem þessum er gott að muna eftir að skilningur og þekking eyða fordómum og ekki síst innan trúarbragða heimsins. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður upp á námskeið í H.I. mánudagana 15. október og 22. október nk. kl. 18.00-20.30 sem heitir Islam í sögu og samtíð. Þar ætlar sr. Þórhallur Heimisson að leiða okkur inn í veröld islam og kynna fyrir okkur upphaf, sögu, út- breiðslu og þjóðfélagsáhrif frá dögum Múhameðs spá- manns til dagsins í dag. Spurt verður um eðli kóransins, stöðu karla og kvenna, trú og stjórnmál og mörg þau atriði sem eru í fréttum þessa dagana. Einnig mun hann fjalla um hina ýmsu flokka múslima, s.s. sunníta, shíta, waha- bíta og þá sem nú á dögum eru kallaðir bókstafstrúarmenn eða öfgamenn. Skráning á námskeiðið um islam fer fram á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjurad.is/leikmannaskoli, og í síma 535-1500.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.